Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag verða suðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu og eitthvað mun rigna um allt land, en rigningin verður hvorki samfelld né í miklu magni. Hiti 4 til 8 stig. sjá sÍðu 50 Sundahöfn yfirfull af nýjum bílum Á hafnarbakkanum Mikill munur er að horfa yfir hafnarbakkann við Sundahöfn núna (neðri mynd), frá því sem var árið 2010 (efri mynd). Sala nýrra fólksbíla tók mikinn kipp í fyrra, þegar ríflega 14 þúsund nýir bílar seldust samanborið við um 9.500 árið áður. Þetta ár hefur farið vel af stað í bílasölu og voru 73 prósent fleiri bílar seldir á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Fréttablaðið/gva Landbúnaður Grafalvarleg staða er komin upp í sauðfjárrækt. Þrí- gilt bóluefni sem bændur nota við að bólusetja fé fyrir sauðburð er ekki til í landinu. Hörgull er á ormalyfjum fyrir fullorðið fé og sýklalyf við slefu í lömbum svo gott sem uppurið. Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir stöðuna erfiða. „Tribovax er þrígilt bóluefni sem sauðfjárbændur nota fyrir sauð- burð við að bólusetja gemlinga. Það þarf að bólusetja tvisvar með tveggja vikna millibili og ef seinni skammturinn er ekki til er vinnan unnin fyrir gýg,“ segir Charlotta. „Þessi lyfjaskortur er svo sem ekki nýr af nálinni en kemur nú á mjög slæmum tíma,“ segir hún jafn- framt. Stutt er í sauðburð hér á landi. Á hverju vori fæðast um 700 þúsund lömb og því í mörg horn að líta fyrir sauðfjárbændur, sem eru víð- ast hvar orðnir uggandi yfir því að lyf verði ekki til staðar þegar sauð- burður hefst af alvöru. Þórarinn Ingi Pétursson, for- maður Landssambands sauðfjár- bænda, hefur ekki síður áhyggjur af stöðunni. „Þetta er auðvitað skandall, að innflytjendur þessara lyfja skuli ekki átta sig á dagatalinu og að það sé að koma vor,“ segir Þórarinn Ingi. „Nú fer í hönd mikill annatími fyrir okkur sauðfjárbændur og þá skiptir gríðarlega miklu máli að í landinu skuli vera nauðsynleg lyf fyrir sauðburð.“ Charlotta segir Ísland einfald- lega of lítið markaðssvæði fyrir markaðsleyfisskyld lyf og þetta ástand einskorðist ekki einungis við dýralyf. „Það væri best ef við værum á sama markaðssvæði og hin Norðurlöndin. Við erum of lítið markaðssvæði fyrir þessa stóru aðila úti í heimi og við því verður að bregðast. Markaðsleyfisskyld lyf hér á landi eru mun færri en annars staðar á Norðurlönd- unum,“ segir hún. „Þetta er síðan einnig vanda- mál með önnur lyf og hefur maður heyrt lækna einnig tala um skort á lyfjum á sumum sviðum og það er miður,“ segir Charlotta Oddsdóttir að lokum við Fréttablaðið. sveinn@frettabladid.is Sauðfjárbændur ósáttir við lyfjaskort í landinu Nauðsynleg lyf fyrir sauðfé er ekki að finna í landinu, eða svo lítið til af þeim að það nægir ekki öllum. Sauðburður er á næsta leiti og mikilvægt að staðan lagist að mati sauðfjárbænda. Sjö hundruð þúsund lömb fæðast á hverju vori. Stutt er í sauðburð en nauðsynleg lyf ófáanleg. Fréttablaðið/Pjetur Þessi lyfjaskortur er svo sem ekki nýr af nálinni en kemur nú á mjög slæmum tíma. Charlotta Odds- dóttir, formaður dýralæknafélags íslands Þetta er auðvitað skandall, að inn- flytjendur þessara lyfja skuli ekki átta sig á dagatalinu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 14.900 kr. Á mann m.v. flugsæti aðra leið. Vorið á Alicante valdar dagsetningar í apríl og maí. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS stjórnsýsLa Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita fjórum sveitarfélögum á Austurlandi fjárstyrki, til að mæta útgjöldum vegna flóða og óveðurs í lok síðasta árs. Þar að auki fá þrjár ríkisstofnanir styrk af sömu ástæðu og einnig vegna afleiðinga Skaftár- hlaups. Styrkirnir nema samtals tæp- lega 320 milljónum króna. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveit- arfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson for- sætisráðherra. Þau sveitarfélög sem fá styrk eru Fjarðabyggð sem fær rúmar 43 millj- ónir króna, Breiðdalshreppur fær 14 milljónir, Borgarfjörður eystri fær 1,5 milljónir og Djúpavogshreppur fær 1,7 milljónir. – þv Ríkið styrkir sveitarfélög á Austurlandi sakamáL Embætti héraðssaksókn- ara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuð- borgarsvæðinu. Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag vegna málsins. Farið var fram á gæslu- varðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Ákveðið var að kalla til man- salsteymi lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu til að taka þátt í aðgerðum og kanna hvort um man- sal gæti verið að ræða. „Það var vitað eitt og annað áður en farið var af stað. Það sem var vitað gaf tilefni til þess að kalla þá til og þær aðgerðir voru ekki hluti af aðgerðum okkar sem varða brot á skattalögum og bókhaldsbrot. Síðan er spurning um fjárdrátt, peningaþvætti og skjalafals. Rann- sókn á eftir að leiða í ljós hversu mörg brot hafa verið framin,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari. Ólafur segir of snemmt að setja fram kenningar um skipulagða glæpastarfsemi. „Það er ekki rétt að vera með fullyrðingar á þessu stigi og of snemmt að setja fram slíkar kenningar.“ Ólafur segir aðgerðir lögreglunn- ar hafa verið gerðar á sama tíma. „Þetta var stóraðgerð, fjörutíu lög- reglumenn tóku þátt í henni auk sérfræðinga skattrannsóknarstjóra og sérfræðinga í mansali. – kbg Undirbúið í langan tíma Þetta var stóraðgerð. 40 lögreglumenn tóku þátt í henni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari 1 6 . a p r Í L 2 0 1 6 L a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -B 0 4 4 1 9 1 9 -A F 0 8 1 9 1 9 -A D C C 1 9 1 9 -A C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.