Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 8
orkumál Hefðu áform um bygg­ ingu álvera í Helguvík og á Bakka gengið eftir hefði það útheimt tæp­ lega þúsund megavött af orku, en orkuþörf tveggja kísilvera sem eru að taka þar til starfa á næstu miss­ erum er aðeins tíundi hluti þess sem rekstur álveranna tveggja hefði útheimt. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkj­ unar, á ársfundi fyrirtækisins á fimmtudag, sem gerði grein fyrir rekstri fyrirtækisins og þeim breytingum sem eru staðreynd í viðskiptaumhverfi fyrirtækisins. Þar vísaði hann til áforma um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Helguvík og á Bakka sem hefur um árabil verið á teikniborðinu. Í stað álveranna hafa komið kísilver PCC á Bakka þar sem aflþörfin er 58 megavött (MW) fyrir fyrsta áfanga og hins vegar kísilvers United Sili­ con með aflþörf upp á 35 MW. Þetta eru tveir nýjustu viðskiptavinir Landsvirkjunar sem hefja rekstur á þessu og næsta ári. Hörður lýsti því að eftirspurn eftir raforku fyrirtækisins væri meiri en hægt er að anna – og það eru ekki aðeins stóriðjufyrirtæki sem berja að dyrum. Það eru gagna­ ver sem hafa tekið til sín 30 MW frá árinu 2012 til dagsins í dag. Það er líka grænn iðnaður, aukin notkun rafmagns á almennum markaði, í ferðaþjónustu og rafvæðing í sjávar­ útvegi. Orkuskipti í samgöngum, nefndi hann einnig. Þeirri spurningu var beint til Harðar á fundinum hvaða skila­ boð stjórnendur Landsvirkjunar hefðu tekið til sín úr nýrri skoðana­ könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir verkefn­ isstjórn rammaáætlunar, og sýndi að sextíu pró sent lands manna væru and víg því að virkja til að auka stór­ iðju á Íslandi en aðeins fimmtán pró sent væru því fylgj and i. Hörður sagði að niðurstaðan „mótaðist kannski af góðu efna­ hagsástandi“ en það væri áhugavert að í sömu könnun hefði komið fram að 75 prósent svarenda væru því fylgjandi að virkja fyrir fjölbreyttan iðnað, sem mikil eftirspurn væri eftir, og rúmlega 80 prósent fylgj­ andi því að virkja fyrir orkuskipti. „Þannig að það fer mjög mikið eftir því í hvað orkan er notuð hver stuðningurinn er, og ég held að það sé hlutur sem við þurfum að taka tillit til,“ sagði Hörður í svari sínu. svavar@frettabladid.is Álverin hefðu tekið 90% meiri orku Álver í Helguvík og á Bakka hefðu útheimt mun meiri orku en kísilverin sem eiga að rísa munu fá. Aflstöð Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal var komin í fullan rekstur árið 2007 – uppsett afl er 690 MW. FréttAblAðið/GVA Þyrfti Kárahnjúka og Neðri-Þjórsá til að brúa bilið Sé orkunotkun álveranna tveggja sem byggja átti í Helguvík og á Bakka við Húsavík sett í sam- hengi við kísilverin sem þar rísa þá munar um 900 MW á orkuþörf þeirra. l Uppsett afl Kárahnjúkavirkj- unar er 690 MW. l Uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár – Hvamms- virkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar – sem að óbreyttu verða í nýtingarflokki rammaáætlunar þegar hún verður samþykkt, er 220 MW. Þannig að það fer mjög mikið eftir því í hvað orkan er notuð hver stuðningurinn er, og ég held að það sé hlutur sem við þurfum að taka tillit til. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Rannsóknir sýna að fjölbreytileiki hefur góð áhrif á rekstur fyrirtækja, eykur starfsánægju og getur veitt samkeppnisforskot. 8:30 Skráning og morgunverður 9:00 Fundur settur Hvers vegna fjölbreytni? Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR Fjölbreytileiki á vinnumarkaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands Fjölmenning til framfara Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa Er fjölbreytni forréttindi? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslustjóri Securitas Hvað hefur íslenskur vinnumarkaður kennt okkur? Reynslusögur starfsmanna IKEA Hvað geta forstjórar gert? Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís Fundarstjóri er Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Skráning á vr.is eða í síma 510 1700. Eru allir eins í þínu fyrirtæki? Morgunverðarfundur um fjölbreytni og rekstur fyrirtækja, þriðjudaginn 19. apríl kl. 9:00–11:00 á Grand Hótel Reykjavík 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -E B 8 4 1 9 1 9 -E A 4 8 1 9 1 9 -E 9 0 C 1 9 1 9 -E 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.