Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 25
auglýsingastofu, sem er búin að vera úr tísku mjög lengi þótt þar sé allt nýtt og flott, og biður fólkið um að gera fyrir sig auglýsingu. Það grípur um sig slík örvænting og friðleysi að þau stökkva á verkefnið án þess að vita hvað þau eiga að auglýsa. Svo spyr einhver að því hvað eigi að auglýsa og fær bara svarið: Hvaða dónaskapur er þetta? Þetta snýst ekkert um hvað við erum að auglýsa heldur hvernig við auglýsum það. Það er svona soldið farsinn í þessu. En ég held að fólk geti lesið þetta verk mikið til út frá því sem er í gangi í samfélaginu núna og það finnst mér mjög skemmtilegt án þess að hafa ætlað mér slíkt.“ Heima að tröstespísa Tyrfingur segir að það sé óneitanlega búið að vera undarlegt að horfa á atganginn í stjórnmálunum að und- anförnu og sem leikskáld hefur hann þetta að segja: „Þetta er soldið eins og að horfa á Ibsen-leikrit en maður skilur ekki neitt. Ibsen á óskiljanlegu tungumáli. Endalaust plott og vesen og bitrar persónur. En ég verð að játa að mér finnst þetta gaman því ég hef alltaf gaman af sviðsetningu sama hvar hún er og þó að fólk sviðsetji sjálft sig þá þýðir það ekki endilega að það sé að ljúga, því fólk setur sig alltaf í karakter. En eins og ég horfi á þetta þá finnst mér reyndar að margir mættu kynna sér klassíkina betur og þá gætu þeir orðið aðeins betri í þessu. Það er eiginlega pín- legast hvað þetta er vond svið- setning og mikið melódrama. Við óttuðumst aðeins að Auglýsing árs- ins væri aðeins of mikil sýra en eftir að hafa séð fréttir um fyrirhugaðar geimferðir þessara snillinga þarna þá hurfu þær áhyggjur eins og dögg fyrir sólu.“ Þrátt fyrir velgengni Bláskjás, síðasta verks Tyrfings, sem gekk afskaplega vel þá segist hann ekki finna fyrir mikilli pressu. „Kannski bara vantar eitthvað í mig. Málið er að það kemur enginn eins brjálæðis- lega illa fram við mig og ég sjálfur. En það er líka vel haldið utan um mig í Borgarleikhúsinu og þar er skilning- ur á því að leikskáld þurfa á ritstjórn að halda eins og önnur skáld. En af því að ferlið er erfitt þá brotna ég saman oft á leiðinni, er bara heima að tröstespísa og á rosalega bágt, því þarna er ég svakalega dramatískur. En annars er ég mjög góður í að fela það enda loka ég mig bara af. Þarf að vera soldið vondur En þegar maður er búinn að fara í gegnum langt átakaferli við að skrifa þá gerir það líka að verkum að maður er með leikrit í höndunum þegar kemur að æfingatímabilinu. Þá þarf ekki að vera að ráðast í einhverjar björgunaraðgerðir. Ég er hræddur um að í íslensku leikhúsi þyrftum við oft að gefa okkur meiri tíma. Vegna þess að þegar maður er að eiga við eitthvað sem er svona gamalt í forminu þá eru reglurnar margar og ef maður ætlar að brjóta þessar reglur þá þarf maður að vita hvað það er sem maður er að brjóta. Átta sig á því á móti hverju maður er að vinna. Ef þú ætlar ekki að setja klæmax þá þarftu að setja anti-klæmax. Á Íslandi erum við leikhúslega svo föst í klisjunni um að þetta snúist um það að segja sögu. Þessi sögu- dýrkun stendur okkur aðeins fyrir þrifum. Það er kannski ljótt að segja þetta en amatörar elska epík og það er oft að þvælast fyrir fólki og þess Ég var því roslega feginn þegar Ég var búinn að skila skömminni og aumingja leikararnir sátu uppi með hana. vegna set ég fyrirvara við þá sem rumpa hlutunum af. Þú þarft frekar að þræða þig í gegnum hlutina því að jafnvel í aðeins einni senu þar sem tvær manneskjur eru að tala saman en fleiri í rýminu þá þarf líka að skrifa og skilja hvað hinir eru að hugsa. Að mörgu leyti er þetta því bara handavinna eða eins og Bergur leikstjóri hefur sagt þá er þetta níu- tíu prósent handverk. Að skrifa leik- rit er að skrifa marglaga texta en þá þarf maður að gæta sín á því að fólk er ekkert rosalega interessant fyrr en það er komið upp að vegg. Sem höf- undur þarf maður því að vera soldið vondur við sínar persónur og ýta þeim stöðugt nær brúninni, koma þeim í klandur og gefa sér tíma til þess að vinna sig til baka. Æðislegt að ljúga Ég verð að játa að ég mynda persónu- legt samband við mínar persónur. Ég var t.d. einn í Póllandi með þeim í þrjár vikur og þetta er ekki góður félagsskapur. Þannig að ég gerði talsvert af því að hringja í mömmu, hún vinnur á geðsviðinu, því þetta er hættulegt fólk. Ég var því rosalega feginn þegar ég var búinn að skila skömminni og aumingja leikararnir sátu uppi með hana. Þá breyttust líka sumar persónurnar, t.d. kom ein út úr skápnum og ég var auðvitað alveg miður mín eins og allir feður, en það var samt ekki mitt vandamál lengur. Fyrsta rennslið reyndist svo auðvitað vera alveg hræðilegt. Ég hugsaði bara um að þetta væri sem sagt jarðarför- in á mínum ferli. Svona lýkur þessu, allt í góðu, þetta er búið að vera frá- bært. En svo kom næsta rennsli og þá byrjaði þetta að smella. En ég valdi mér þetta hlutskipti að skrifa leikrit svo ég get ekkert kvartað. Ég held reyndar að það hafi gerst eitt- hvað í uppeldi mínu sem orsakar þetta. Mamma, sem hefur alltaf gert mikið af því að lesa og svona, var svo áhugasöm um manneskjur. Hún er geðhjúkka og hefur alltaf spáð í það hvernig fólk talar og annað slíkt þann- ig að það var alltaf mikil umræða um mannlega hegðun inni á heimilinu. Ein af mínum fyrstu minningum er frá því ég var svona fimm ára og mamma spurði mig hvar ég hefði verið. Þá horfði ég framan í hana og sagði: „Ég var í sjoppunni.“ Ég var að ljúga og hún leyfði mér það. Það var æðisleg tilfinning. Rússið að ljúga ein- hverju og komast upp með það er svo geggjað. Ætli það hafi ekki verið rótin að þessu, að finna hvað það er æðis- legt að búa til veruleika sem hefur aldrei átt sér stað. Það er dásamleg tilfinning.“ Inntökupróf fara fram laugardaginn 23. apríl 2016 Rafræn skráning á www.listdans.is Grunndeild, árgangar 2005 – 2007 klukkan 11:30, árgangur 2004 og eldri fá boð í prufutíma Framhaldsdeild, árgangur 2000 og eldri koma í inntökupróf klukkan 14 Tekið verður inná bæði nútíma listdansbraut og klassíska listdansbraut Nám við Listdansskóla Íslands er góður undir bún­ ingur fyrir frekara nám og/eða atvinnumennsku. Nemendur fá fjölmörg tæki færi til að sýna á sýn­ ingum skólans sem og við önnur tækifæri eins og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Myndirnar eru teknar á sýningum skólans Ljósmyndari: Steve Lorenz Skólaárið 2016 – 2017 Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi Staður Engjateigur 1 105 Reykjavík Nánari upplýsingar www.listdans.is 588 91 88 Stofnaður 1952 farsæl starfsemi í yfir 60 ár h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 1 6 . A p R í l 2 0 1 6 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -F 5 6 4 1 9 1 9 -F 4 2 8 1 9 1 9 -F 2 E C 1 9 1 9 -F 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.