Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 38
Ég er mikið fyrir að dunda mér og sökkvi mér niður í fínvinnuna. Ég er komin með mitt horn á vinnuborðinu og sit þar og bardúsa meðan þeir eru að gera við harmóníum. Það er mjög kósí stemming hjá okkur. Við erum mjög ánægð hérna. Þetta var „meant to be“. Myrra Rós tónlistarkona er flutt til Stokkseyrar þar sem hún smíðar fuglsvængi á verkstæði tengdaföður síns. Mynd/Jan IngaRden Júlíus er lærlingur hjá föður sínum Björgvini Tómassyni en Björgvin er eini orgelsmiðurinn á landinu. Hrafnsvartir vængir eftir Myrru en hún vinnur hverja einustu fjöður og límir svo saman. Mynd/MyRRa RóS Á Facebook má skoða smíði Myrru undir heitinu Fjaðrafok. Mynd/MyRRa RóS „Ég hélt alltaf að ég væri voða mikil borgarpía en það er æðis- legt að vera í rólegheitunum hér á Stokkseyri,“ segir tónlistarkon- an Myrra Rós en hún og eiginmað- urinn, Júlíus Björgvinsson, fluttu úr Mosfellsbænum til Stokkseyr- ar um áramótin. Ástæða flutning- anna er sú að Júlíus er lærling- ur í orgelsmíði hjá föður sínum, Björgvini Tómassyni, sem er eini orgelsmiðurinn á landinu. Myrra hreiðraði svo óvænt sjálf um sig á verkstæðinu og smíðar þar fuglsvængi úr viðarþynnum sem falla til við orgelsmíðina. FjaðraFok verður til „Ég var bara að hanga einn dag- inn á verkstæðinu hjá þeim og datt þá í hug að ég gæti kannski búið eitthvað til úr afgöngunum. Úr urðu fuglsvængir en mig lang- aði að búa til vængi sem kæmu út úr veggnum. Ég þreifaði mig áfram með það hvernig viðurinn hagaði sér og hvað væri best að nota. Ég hef alltaf verið handlagin en Júlíus hjálpar mér með tækni- atriðin,“ segir Myrra. Hún segir stemminguna á verkstæðinu afar notalega. FjaðraFok tónlistarkonu á verkstæði orgelsmiðsins Tónlistarkonan Myrra Rós hefur hreiðrað um sig á verkstæði Björgvins Tómassonar orgelsmiðs á Stokkseyri. Þangað er hún flutt ásamt eiginmanninum Júlíusi og smíðar fuglsvængi úr viðarþynnum sem falla til við orgelsmíðina. Hún kann vel við kyrrðina og náttúrufegurðina á Stokkseyri og hefur fundið sveitastelpuna í sér. Guðríðarkirkju, en það verkefni hefur verið stopp frá því hrunið varð. Elstu hljóðfærin okkar eru að detta á viðhaldsaldurinn. Það verða verkefnin næstu árin, en við erum alls ekki af baki dottn- ir,“ segir Bjögvin. stutt í bæinn Myrra segir smíðina nú eiga hug sinn allan en sinnir þó tilfallandi tónlistargiggum. Hún hefur búið til Facebook-síðu um fuglsvæng- ina sem hún kallar Fjaðrafok og segir þau Júlíus farin að leita sér að varanlegu húsnæði á Stokks- eyri. „Okkur langar að kaupa hús og setjast alveg að hérna. Svo er stutt að keyra til Reykjavíkur ef mann langar í bæinn. Vinum okkar í bænum finnst líka mjög gaman að heimsækja okkur út í sveit. Við erum mjög ánægð hérna. Þetta var „meant to be“. heida@365.is „Ég er mikið fyrir að dunda mér og sökkvi mér ofan í fínvinn- una. Ég er komin með mitt horn á vinnuborðinu og sit þar og bar- dúsa meðan þeir eru að gera við harmóníum. Það er mjög kósí stemming hjá okkur.“ tengdapabbi ánægður En hvað finnst Björgvini um það að tengdadóttirin sé komin inn á verkstæðið? „Við höfum bara gott af því, þessir gömlu kallar, að fá ungt fólk hingað inn,“ segir hann hress. „Það er gaman að fá Myrru og Júlíus hingað til Stokkseyrar. Ég vonast til þess að við Júlíus verðum saman í þessu í nokkur ár og svo taki hann við rekstrin- um,“ segir hann. Björgvin er eini orgelsmiður landsins og hefur smíðað hátt í fjörutíu orgel sem dreifð eru um allt land. Þó segir hann hafa dreg- ið verulega úr nýsmíði eftir hrun. „Ætli síðasta nýsmíði hafi ekki verið pípuorgel í Vídalínskirkju sem vígt var 2013. Svo fer von- andi að ljúka orgelsmíði fyrir Sumargjöfin fæst í Safnbúðinni Forvitnir ferðalangar, valkyrjur og víkingar Mikið úrval af vönduðum miðalda- og víkingabúningum og leikföngum. Föndraðu fugla 1.995 kr. Sólúr 1.550 kr. Togarahöfn í tinboxi 2.550 kr. Smásjá 1.995 kr. Njósnapenni 850 kr. Lærðu að binda hnúta 1.550 kr. Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar 10–17 (frá 1. mai) 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e l G i n 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 A -2 6 C 4 1 9 1 A -2 5 8 8 1 9 1 A -2 4 4 C 1 9 1 A -2 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.