Fréttablaðið - 16.04.2016, Page 4
Tölur vikunnar 10.04.2016 – 16.04.2016
sinnum
kaupa konur sér föt og fylgihluti
á ári, en karlar 12,8 sinnum.
landsmanna
eru fylgjandi lögleiðingu kanna-
bisefna, samkvæmt könnun MMr.
flugfélög
munu fljúga
til Íslands á
þessu ári.
4 konur
eru í 20 manna
stjórn Samtaka
atvinnulífsins.
2,5% hagvexti
spáir AGS á Íslandi
á næstu árum.
222. sæti
skipar Háskóli
Íslands á lista Times
Higher Education
yfir bestu háskóla
heims.
Kristín Ástgeirsdóttir
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
sagði það dapurlega ásýnd að
konur væru einungis fimmtungur
nýrrar stjórnar
Samtaka
atvinnulífsins.
Samtökin væru
mjög valda-
mikið afl í
samfélaginu og
greinilegt væri að
karlar gæfu ekki svo glatt eftir.
Tryggvi Gunnarsson
umboðsmaður Alþingis
sagði á fundi með stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd, að brotalöm væri
á siðareglum ráðherra og að það
væri Alþingis að ganga eftir því að
þær yrðu lagaðar.
Hann ætlar ekki
að hafa frum-
kvæði að því
að kanna hæfi
fyrrverandi
forsætisráðherra
og tengsl hans við
aflandsfélag nema verulega mikið
nýtt komi í ljós í máli hans.
Sveinn Allan Morthens
forstöðumaður gistiskýlis
vill að utangarðsmenn borgi lítil-
ræði fyrir matinn og gistinguna
sem hingað til hefur verið ókeypis.
Þannig geti þeir haldið meiri reisn.
Hann segir þjónustuna við utan-
garðsmenn almennt
góða en ekki
nægilega mark-
vissa. Valdefling
sé ekki fólgin
í því að setja
menn í bómull
og tryggja að
þeir verði ekki fyrir
hnjaski í sinni neyslu.
Þrjú í fréttum
Kynjahlutfall,
siðareglur og
utangarðsmenn
xxx
14 tonn
vegur ný ofur-
tölva í húsnæði
Veðurstofunnar.
25,3 23% 25
HeilbrigðisMál Aðgerðir sem fyrir-
byggja krabbamein í brjóstvef eru
flokkaðar af Sjúkratryggingum
Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki
niðurgreiddar. Talið er að einstak-
lingar með BRCA-stökkbreytingu
séu með um 80% líkur á að fá brjósta-
krabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð
Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjósta-
skurðlæknis býður upp á fyrirbyggj-
andi aðgerðir en þjónusta þar er ekki
niðurgreidd af Sjúkratryggingum
Íslands. Umsækjendur fá höfnun á
grunni þess að ekki sé heimild fyrir
niðurgreiðslu í reglugerð um lýta-
lækningar. Leikkonan Angelina Jolie
vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu
þegar hún gekkst undir fyrirbyggj-
andi brjóstnám árið 2013.
Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður
BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á
Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari
konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir
að Kristján Skúli stofnaði brjóstamið-
stöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún
símtal frá Landspítalanum og henni
var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi
þó þekkt Kristján og treyst honum
sem lækni og ákveðið að fara til hans.
„Í raun er fremsti sérfræðingur lands-
ins ekki starfandi á Landspítalanum.
Ef konur vilja fara til hans þurfa þær
að borga fullt verð.“
Inga Lillý segir konu úr samtök-
unum hafa óskað eftir greiðsluþátt-
töku frá Sjúkratryggingum Íslands
fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið
hafi verið svohljóðandi að ekki væri
heimild í reglugerð um lýtalækningar
til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist
þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal
sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita
skuli undanþágu,“ segir í reglugerð-
inni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar
eru til lýtalækninga eru þó niður-
greiddar, til dæmis brjóstaminnkun
vegna ofvaxtar.
Inga Lillý segir fyrirbyggjandi
aðgerðir settar undir vitlausan hatt.
Ekki sé um lýtalækningar að ræða
heldur leiðréttingu á erfðagalla.
„Greiðslan virðist fylgja húsinu sem
aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem
ber genið. Þetta er stórundarlegt
vegna þess að þó að þetta kosti ein-
hvern pening er verið að spara ríkinu
margar milljónir í krabbameins-
meðferð. Í mínu tilfelli var sagt að
um 75-80% líkur væru á að ég fengi
brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý.
Sigríður Snæbjörnsdóttur, fram-
kvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla,
segir að ekki séu til heildstæðir samn-
ingar um aðgerðir á BRCA-konum
nema að litlum hluta. „Aðgerðir
sem gerðar eru utan stofnana, eins
og til dæmis Landspítalans, þurfa
að byggja á samningum við Sjúkra-
tryggingar til þess að aðgerð sjúk-
lings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru
gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan
stofnana en ekki hefur náðst samn-
ingur um það hérlendis, þrátt fyrir
að umræður hafi staðið um nokkurt
skeið,“ segir Sigríður. – hh
Lífsnauðsynleg viðbrögð eru
flokkuð sem lýtaaðgerðir
Leiti konur ekki á Landspítala fá þær brjóstnám ekki niðurgreitt. Formaður samtaka BRCA-arfbera segir
ekki um lýtaaðgerð að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. Aðgerðirnar eru niðurgreiddar víða erlendis.
Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97%.
Nordicphotos/Getty
Staðreyndir um BRCA
l Um 5% til 10% brjóstakrabba-
meina eru ættgeng og því veldur
stökkbreytt gen sem erfist frá for-
eldri til barns.
l Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur
minnkað líkur á brjóstakrabba-
meini um 97%.
l Konur með BRCA-stökkbreytingu
geta minnkað líkurnar á brjósta-
krabbameini um 50% ef þær láta
fjarlægja eggjastokkana á barn-
eignaraldri.
l Samkvæmt erfðagreiningardeild
LSH hafa rúmlega 260 konur verið
greindar með breytingu í BRCA2.
Greiðslan virðist
fylgja húsinu sem
aðgerðin fer fram í, ekki
þeim sem ber genið.
Inga Lillý Brynjólfs-
dóttir formaður
Brakka
HeilbrigðisMál Verði meðferð
vegna þunglyndis og kvíða ekki
bætt getur það haft alvarlegar efna-
hagslegar afleiðingar á heimsvísu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO, um afleiðingar þess að
taka ekki andleg veikindi alvarlega.
Þeim sem glíma við andleg veik-
indi hefur fjölgað verulega á undan-
förnum árum. Árið 1990 voru þeir
416 milljónir en árið 2013 var fjöld-
inn 615 milljónir.
Í viðtali við breska blaðið The
Guardian er haft eftir aðalfram-
kvæmdastjóra WHO, Margaret
Chan, að sjá verði til þess að allir
karlar, konur og börn fái aðgengi
að heilbrigðisþjónustu vegna and-
legra veikinda.
Nær tíu prósent jarðarbúa glíma
við andleg veikindi. Reiknað hefur
verið út að tólf milljarðar vinnudaga
tapist á hverju ári fram til ársins
2030 verði ekki brugðist við.
Höfundar skýrslunnar, sem birt
er í Lancet Psychiatry, hafa reiknað
út að fyrir hvern dollara sem varið
er í betri meðferð við þunglyndi og
kvíða fáist fjórir dollarar til baka
þar sem batinn verði skjótari og
viðkomandi komist fyrr til starfa.
Rannsóknin er meðal annars byggð
á kostnaði vegna heilbrigðismála í
36 löndum. Skýrsluhöfundar leggja
áherslu á að þótt vandamálið sé
ekki alls staðar jafnmikið þurfi öll
lönd að gefa því gaum.
Skýrslan var birt fyrir fund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash-
ington núna um helgina. Meðal
fundarefna á dagskrá er hvernig
bæta má andlega heilsu. – ibs
12 milljarðar vinnudaga tapast
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að séu andleg veikindi ekki tekin alvarlega
muni það hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Nordicphotos/Getty
1 6 . a p r Í l 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
1
9
-C
4
0
4
1
9
1
9
-C
2
C
8
1
9
1
9
-C
1
8
C
1
9
1
9
-C
0
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K