Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 1

Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 1
5. tölublað 2014 Fimmtudagur 6. mars Blað nr. 414 20. árg. Upplag 31.000 Setning búnaðarþings fór nú í fyrsta skipti fram í Hörpunni síðastliðinn laugardag, en venjan hefur verið sú setningarathöfnin fari fram í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir í húsinu í tengslum við setningu búnaðarþingsins og mættu 30 þúsund manns á þá viðburði sem er aðsóknarmet í Hörpu. Í tengslum við setninguna var Matarmarkaður ljúfmetis- verslunarinnar Búrsins haldinn á jarðhæð Hörpunnar og vélasalar voru mættir með dráttarvélar og tæki til sýnis. Sauðfjárbændur buðu gestum og gangandi upp á grillað lambakjöt úr grillvagni Landssamtaka sauðfjárbænda og hægt var að kaupa eðal nautahamborgara úr hamborgarabílnum Tuddanum frá félagsbúinu að Hálsi í Kjós. Þá stóð kokkakeppni Food & Fun hátíðarinnar yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og setning Búnaðarþings fór fram. Vakti þetta nýja snið búnaðarþings mikla athygli og mættu 21 þúsund gestir á viðburði í og við Hörpuna á milli klukkan 11 og 18 á laugardeginum og 9.000 til viðbótar komu á matarmarkaðinn á sunnudeginum eða samtals 30 þúsund manns. Er það fyrir utan fjölda fólks sem mætti á aðra atburði í Hörpunni utan þessa tíma. /HKr. - Sjá nánari umfjöllun á innsíðum um búnaðarþingið og viðburði sem haldnir voru í Hörpunni um helgina . Aðsóknarmet slegið í Hörpu á matarhátíð –Um 30.000 manns komu á Matarmarkað Búrsins, kokkakeppni Food and Fun, tækjasýningu og setningu Búnaðarþings 2014 Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu helgi. Mynd / HKr. Búnaðargjald aflagt sem félagsgjald Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp á haustþingi þar sem gerðar verða breytingar á innheimtu búnaðargjalds. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á búnaðarþingi. Búnaðargjald er lagt á alla þá sem stunda virðisaukaskattskylda búvöruframleiðslu. Gjaldstofn þess er veltutengdur, 1,2 prósent af veltu bús og fer fram með álagningu opinbera gjalda.. Gjaldið rennur svo til Bændasamtaka Íslands, til búnaðarsambanda, búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Innheimtan er ólögleg Frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að lög um iðnaðarmálagjald stæðust ekki ákvæði mannréttinsáttmála Evrópu hefur lögbundin innheimta félagsgjalda til hagsmunasamtaka af hálfu ríkisins smátt og smátt verið felld niður. „Þetta verðum við því miður, fyrir marga ykkar sem telja að það sé ekki gott, að ganga alla leið með. Það verður að finna annað fyrirkomulag. Ríkið getur ekki séð um innheimtu félagsgjalda fyrir neina atvinnugrein í landinu. Það er bannað. Því er ljóst að eitthvað slíkt frumvarp kemur fram í haust“, sagði ráðherra í ræðu sinni. Vilja áframhald á innheimtu Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að drægi að því að innheimtur búnaðargjalds yrði breytt. Bændasamtökin hafa lýst vilja til þess að gjaldið verði áfram innheimt og lögmæti þess treyst. Lagastofnun Háskóla Íslands skilaði áliti varðandi búnaðargjaldið í október 2011. Í samræmi við það álit hafa Bændasamtökin kynnt þá tillögu sína að búnaðargjaldi verið varið í þekkingar- og þróunarstarf landbúnaðarins, upplýsinga- og kynningarstarf í landbúnaði og rekstur Bjargráðasjóðs. Sú breyting sem gerð var fyrir rúmu ári, að færa ráðgjafarþjónustu frá Bændasamtökunum og búnaðarsamböndum í sér félag, og sú endurskoðun sem unnið er að á félagskerfi bænda er í samræmi við þessar tillögur. /fr 20 Örmerkjanámskeið haldið á Akureyri Heimsókn í Kopenhagen Fur 28-31 42 Bærinn okkar Klúka

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.