Bændablaðið - 06.03.2014, Page 4

Bændablaðið - 06.03.2014, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Fréttir Íslendingar hafa náð einstökum árangri í baráttunni við kampýlóbaktersýkingar bæði í fólki og í alifuglum á síðustu 14 árum. Til ársins 1996 var einungis frosinn kjúklingur á markaði á Íslandi. Það ár var hins vegar leyft að selja ferskan kjúkling og neyslan jókst um helming, frá 6 kg upp í 11 kg á hvern íbúa á ári. Í kjölfarið fylgdi kampýlóbakterfaraldur í fólki sem náði hámarki árið 1999. Á árinu 2000 sammæltust alifuglabændur og stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Allir voru sammála um að til þess að mega selja ófrysta kjúklinga yrðu kjúklingahópurinn að vera laus við kampýlóbakter. Þannig var allur kjúklingur frystur sem í greindist kampýlóbakter fyrir slátrun, en með því að frysta smitaðan kjúkling er hægt að fækka bakteríum um allt að 90 prósent. Tveimur árum síðar var þessi krafa sett í reglugerð. Til þess að framleiða kampýlóbakterfrían kjúklinga þarf mjög strangar smitvarnir til þess að koma í veg fyrir að bakterían berist inn í kjúklingahús, því bakterían finnst mjög víða í umhverfinu. Þetta tókst íslenskum alifuglabændum og afurðir úr mjög fáum hópum þarf núna að frysta vegna kampýlóbaktersmits. Einungis tvö prósent kjúklinga þurfti að frysta á síðasta ári Nýjasta vörnin gegn smiti eru svo flugnanet sem varna því að flugur beri smit í eldishúsin um loftinntak þeirra. Árangurinn af þessu átaki er að á síðasta ári var einungis um tvö prósent kjúklinga sem þurfti að frysta og hefur aldrei áður mælst jafnlág smittíðni. Tíðni kampýlóbaktersmits í Íslendingum í dag er um þriðjung lægra en í nágrannalöndum okkar. Vegna þess hversu góðum árangri Íslendingar hafa náð, leituðu Bretar fyrir skemmstu til Matvælastofnunar (MAST) og óskuðu eftir upplýs- ingum um hvernig Íslendingar hafa nánast náð að vinna bug á kampýlóbaktersýkingum. Árangurinn er hertu aðhaldi að þakka Brigitte Brugger, sérgreinadýra- læknir hjá MAST, segir að það sé óhætt að segja að árangurinn hér á Íslandi hafi fyrst og fremst verið hinu herta aðhaldi að þakka. „En á sama tíma var gert átak í að upplýsa neytendur um smithættu og þeim kennt að fyrirbyggja krossmengun í eldhúsum sínum. Það hefur örugglega haft jákvæð áhrif á þeim tíma, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að slíkar aðgerðir duga oftast í stuttan tíma. Það eru orðin 14 ár liðin frá því að átakið var gert og ljóst að það sem bar mestan árangur var að fækka menguðum afurðum úti á markaði; með því að fyrirbyggja að eldishópar menguðust á eldistímanum og á leiðinni í sláturhúsið. Bretarnir báðu mig sérstaklega um að svara því hvernig það var hægt að fá íslenska kjúklingabændur til að fara eftir þeim smitvarnareglum sem settar eru á búum. Það er í sjálfu sér góð spurning: Af hverju ætti Jón Jónsson umsjónarmaður að virða það að honum ber að fara í yfirhafnir og þvo sér um hendur áður en hann gengur inn í kjúklingahúsið, bara út af því að gæðastjórinn er að segja honum það? Það er ekkert bónuskerfi í gangi hérlendis hjá framleiðendum, enda væri það ósanngjarnt þar sem kjúklingar geta líka smitast með öðrum hætti, t.d. með flugum eða menguðu vatni. En framleiðendur segja mér að það sé einfaldlega mikill áhugi hjá umsjónarmönnum á búum að skila sem heilnæmustum fuglum til slátrunar. Þeir eru meðvitaðir um smitvarnir eftir margra ára reynslu — og eru líka mjög strangir ef öðru fólki (til dæmis viðgerðarfólki) er hleypt inn í hús meðan fuglarnir eru inni í eldi. Frystikrafan sem gildir hérlendis er þó drifkrafturinn. Framleiðendur vilja dreifa ferskum kjúklingi, það er það sem markaðurinn biður um.“ Bretar geta ekki sett sína eigin frystireglu „Í Bretlandi eru engar kröfur gerðar og engar þvinganir til staðar. Ef bóndinn sendir neikvæðan hóp til slátrunar, er það frábært. Ef hann passar sig ekki, þá gerist ekkert nema að hópurinn – og þar með afurðir – er mengaður. Þeir öfunda okkur af því að við getum sett okkar eigin reglur hérlendis. Þeir geta það ekki með frjálst flæði afurða innan evrópska efnahagssvæðisins. Ef þeir frysta sínar menguðu kjúklingaafurðir þá kemur einfaldlega ferskur kjúklingur annars staðar frá til þeirra. Þeir sögðu mér á fundinum sem ég sat með þeim, að þeir hefðu gert tilraunir með umbun fyrir góðar smitvarnir. Það bar engan árangur, en sennilega vegna þess að tímabilið var of stutt. Einn fulltrúi, innan vinnuhópsins á fundinum, sagði að smitvarnir þurfi að þróast hjá þeim eins og notkun bílbeltis þurfti að þróast. Það fannst mér góður samanburður. Þegar nýr starfsmaður hefur störf á kjúklingabúi á Íslandi, þá lærir hann þessar umgengisreglur undir eins; þær eru bara sjálfsagðar og allir virða þær. Ég hef líka tekið þátt í öðrum fundum erlendis, þar sem íslenska frystikrafan var rædd. Þá hefur það komið í ljós að erlendis þora menn ekki að gripa til þessara aðgerða, þar sem þeir telja að það sé of íþyngjandi fyrir greinina og markaðinn. Smittíðni í eldishópum sé of há og að frysta þurfi þá of mikið af kjöti. En þá gat ég upplýst að tíðni hérlendis hafi líka verið há á þeim árum áður en smitvarnir voru bættar og sláturaldurinn var lækkaður. Í raun var tíðnin svipuð og í öðrum löndum Evrópu. En það var auðvelt að fá samþykki allra hérlendis, bæði framleiðenda og neytenda, fyrir íþyngjandi aðgerðum, vegna þess að faraldur braust út eftir að leyft var að dreifa ófrosnum kjúklingi og eitthvað þurfti að gera því mjög margir veiktust. Rannsóknir hafa sýnt að kjúklingar smitast yfirleitt ekki fyrir en eftir fjögurra vikna aldur. Þess vegna var sláturaldurinn lækkaður hér eftir 2003 yfir sumartímann, því betra var að framleiða litla kampýlóbakterfría kjúklinga frekar en stóra mengaða sem varð að frysta. Bretar spurðu einmitt líka út í það hvernig okkur hefði tekist að fá neytendur til að sætta sig við minni kjúkling á markaðnum. Þar er kjúklingum slátrað yfirleitt um sjö vikna gömlum. Heilir kjúklingar í neytendapakkningum eru hjá þeim mun stærri en hérlendis. Ég sagði þeim að það hafi svo sem ekki verið erfitt hér, því það var ekki mikil hefð fyrir neyslu á kjúklingakjöti þá. Það er ljóst að árangur náðist hérlendis með frystikröfunni og því ætti það líka að nást í Evrópu ef samstæða næðist meðal Evrópulanda.“ Kampýlóbakter smitast af yfirborði alifuglanna Kampýlóbaktersýking er algengasta iðrasýking í fólki í hinum vestræna heimi. Hún getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, en einnig litlar eða jafnvel engar. Kampýlóbakter er umhverfisbaktería sem finnst víða í umhverfinu og í mörgum búfjártegundum og fuglum. En hvers vegna skyldi fólk smitast helst af þessari bakteríu í gegnum neyslu alifugla? „Bakterían lifir í raka, drepst fljótlega í þurrki og súrefnisríku umhverfi og einnig í frosti ef líður nægilega langur tími. Ástæðan fyrir því að fólk smitist helst af kjúklingum er að kampýlóbakter finnst í miklu meira mæli á kjúklingasláturskrokkum en á öðrum skrokkum. Það er vegna þess að skinnið er ekki tekið af skrokkum við slátrun, en innanúrtaka við kjúklingaslátrun fer þannig fram að það er ekki hægt að fyrirbyggja mengun á skrokkum,“ útskýrir Brigitte. „Síðan eru skrokkarnir ekki látnir þorna á yfirborðinu, líkt og gert er með sláturskrokka annara dýrategunda. Eins og ég nefndi þá drepst sýkillinn fljótlega í þurrki. Það eru væntanlega minni líkur á kampýóbakter í skinnhlausum kjúklingabitum eins og t.d. bringum, en hætta á krossmengun er þó ætíð til staðar við úrbeiningu. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur stuttan tíma frá því að kampýlóbaktersmit berst í kjúklingahóp þar til allir fuglar eru smitaðir. Það er vegna þess að kjúklingar eru mjög duglegir að pikka í undirburðinn, þar sem dritið fellur. Aðrar dýrategundir eru ekki síður smitaðar en alifuglar, en vegna slátrunaraðferða smitast fólk síður af öðru kjöti.“ /smh Íslendingar veita Bretum ráðgjöf vegna kampýlóbaktersýkinga: Árangur náðist vegna frystikröfu – næðist líka annarsstaðar ef samstaða væri um slíka kröfu Landssamband kartöflu- bænda hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra að útreikningur á uppgjöri á tjóni sem varð í Þykkvabæ vegna frosta sumarið 2009 verði endurskoðað og að stjórn Bjargráðasjóðs fái skýrar reglur til að unnt sé að leggja fram breytt mat á tjóninu. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, segir að Bjargráðasjóði hafi verið falið að ganga frá lokauppgjöri vegna þess tjóns sem varð í kartöfluræktun í Þykkvabæ, en tjónið var metið á 47,9 milljónir króna. Aðeins hafi 15,8 milljónir króna verið greiddar í bætur, en dregist hafi að gera upp tjón. Til greiðslu nú eigi að koma ríflega 32 milljónir króna. Vanmat á tjóni Bergvin segir kartöflubændur í Þykkvabæ telja sig hafa orðið fyrir forsendubresti þegar tjón var metið. „Flestir þeir sem urðu fyrir tjóni telja að vanmati hafi verið á því tjóni sem þeir urðu fyrir, en matið fór þannig fram að eftir að uppskerutíma lauk um haustið var reiknað úr það magn sem var í geymslum og það borið saman við meðaluppskeru áranna á undan. Síðar kom svo í ljós að töluvert magn af þeirri uppskeru sem var í húsi varð óseljanlegt vegna þess hve kartöflurnar voru smáar og gæði lök. Henda þurfti stórum hluta af þeirri uppskeru sem var í húsi, menn mátu það svo að hún væri ónýt. Sex bændur fyrir tjóni en töldust ekki með Nokkrir bændur á svæðinu, sex talsins lentu í því að vera með uppskeru í húsi þegar mat á tjóni fór fram, uppskeru sem síðar reyndist ónýt. Þeir sitja að sögn Bergvins eftir með sárt ennið og fá tjón sitt ekki bætt. Frá þeim tíma sem liðinn er hafa tveir framleiðendur sem rétt áttu á bótum farið í gjaldþrot og segir Bergvin að uppi sé nokkuð snúin staða varðandi þá. Þeir hafi verið úthluta fjármunum í bætur, búin hafi verið gerð upp og reikningum lokað. Sýslumaður bendi á þegar greiða eigi út bæturnar að viðtakendur fjárins séu ekki lengur til. „Þetta er dágóð upphæð og við vitum sannast sagna ekki hvað við eigum að gera við hana,“ segir Bergvin. Kartöflubændur hafa því farið fram á að settar verði nýjar reglur um úthlutun á því viðbótarfjármagni sem til ráðstöfunar er. „Við höfum lagt til að reglum verði breytt og tjón verði gert upp að nýju, á nýjum forsendum. Málið er í vinnslu í ráðuneytinu er okkur sagt, en staðan er sú að við höfum fengið munnlega neitun við beiðni okkar. Skrifleg neitun hefur enn ekki borist,“ segir Bergvin. /MÞÞ Landssamband kartöflubænda: Vill endurskoða uppgjör á tjóni í Þykkvabæ Brigitte Brugger, sérgreinadýra- læknir hjá Matvælastofnun. BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8701 Nánari upplýsingar á www.funi.is FR U M - w w w .f ru m .is Sæluathvarf – „Svefntunna“ Tunnan er einnig fáanleg sem (Sauna) Sánatunna eða heitur viðarpottur. Hentar sérlega vel þar sem ekki er heitt vatn eða rafmagn. Hagstæð verð. Svefntunna Sýningarhús á staðnum! Íslenkir kjúklingaframleiðendur eru mjög meðvitaðir um smitvarnir hjá sér, að sögn Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknis Matvælastofnunar. Mynd / smh vilja fá endurmat á tjóni sem varð vegna frosta sumarið 2009. Kanna upplifun ferðamanna Ferðamálafélag Austur-Húna- vatnssýslu stendur fyrir átaki til að efla ferðaþjónustu og handverk í sýslunni. Sett hefur verið á laggirnar sérstök hugmyndasmiðja þar sem fólk hittist einu sinnií viku og vinnur að því að finna og þróa nýjar hugmyndir eða efla þá starfsemi sem fyrir er. Fjölmörg áhugaverð verkefni hafa nú þegar litið dagsins ljós og er unnið hörðum höndum að þróun þeirra. Þekkingarsetrið á Blönduósi er aðili að átaksverkefninu og hefur verið ákveðið að gera rannsókn í tengslum við það, þar sem ætlunin er að kanna upplifun ferðamanna sem koma á svæðið og ástæður fyrir dvöl þeirra. Þetta er nauðsynlegt að vinna í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu enda munu þeir koma til með að fá gagnlegar upplýsingar fyrir eigin starfsemi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.