Bændablaðið - 06.03.2014, Side 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Fréttir
Félag kúabænda í Eyjafirði heiðrar Kristján Gunnarsson fyrir mjólkureftirlitsstörf:
Tókst að færa hlutina til betri
vegar með „hæglætisfrekju"
„Kristján Gunnarsson var einn
af þeim mönnum sem fórnuðu
sér fyrir starfið. Eiginkona hans
hefur örugglega oft fundið fyrir
því. Það var alveg sama hvenær
hringt var í Kristján – alltaf var
hann mættur til að kippa hlutum
í lag, nýársdag og jólanótt og er
ég alveg viss um að einhvern tíma
hefur hann stokkið af stað úr
matarboði og þvíumlíku, nánustu
fjölskyldumeðlimum til lítillar
gleði,“ sagði Trausti Þórisson á
Hofsá, formaður Félags kúabænda
í Eyjafirði. Félagið heiðraði
Kristján fyrir störf sín á fundi í
Hlíðarbæ nýverið, en hann sinnti
störfum mjólkureftirlitsmanns á
svæðinu um árabil.
Kristján lærði rafvirkjun og tók
þátt í uppbyggingu Mjólkursamlags
KEA sem formlega var tekið í notkun
sumarið 1980, en það varð til þess
að hann réð sig til starfa þar sem
viðgerðar- og eftirlitsmaður árið
1981. Sinnti hann mjólkureftirliti á
samlagssvæðinu allt þar til síðsumars
2013.
Þrettán tíma ferð á Hvanneyri til
að taka próf
Fram kom í máli Trausta að Kristján
hefði verið einkar duglegur að
bæta við sig kunnáttu sem nýttist
honum í starfa, en hann hefur um
árin sótt yfir 40 námskeið bæði
hér heima og erlendis. Samkvæmt
mjólkurreglugerð sem eitt sinn var
í gildi var öllum eftirlitsmönnum
gert að taka próf á Hvanneyri.
Daginn sem leggja átti prófið fyrir
var snarvitlaust veður, en Kristján
barðist engu að síður suður yfir
heiðar frá Akureyri, 13 tíma ferð, tók
prófið og stóðst það með glans. Var
hann sá eini sem tók prófið og varð
þannig eini maðurinn hér á landi sem
státað getur af því að kallast löggiltur
mjólkureftirlitsmaður.
Bara einu sinni hótað lífláti
„Það að vera mjólkureftirlitsmaður
felur í sér að vera með leiðindi. Það
hefur Kristjáni aldrei tekist,“ sagði
Trausti í ávarpi sínu. Oft hefði hann
mætt þrjósku bænda sem ekki voru
með hlutina á þann veg sem þeir áttu
að vera, en Kristjáni tókst oftar en
ekki að færa það sem aflaga fór til
betri vegar – með hæglætisfrekju,
eins og Trausti nefndi það. „Fyrir
vikið ávann hann sér traust bænda
og vinsældir, sem endurspeglast í því
að honum hefur ekki nema einu sinni
verið hótað lífláti í störfum sínum.“
Trausti nefndi að Kristján hefði
lyft Grettistaki í öllu því er við
kemur mjólkurgæðum á svæði
MS-Akureyri, sem best sæist á
fjölda þeirra viðurkenninga fyrir
úrvalsmjólk sem veitt væru árlega.
„Fyrir það og góða viðkynningu
viljum við sýna þér þakklæti fyrir
vel unnin störf í okkar þágu,“ sagði
Trausti.
/MÞÞ
Málþingið Nýsköpun og
framtíðarsýn í sveitum verður
haldið í Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri lauguardaginn
8. mars eða degi eftir Landsýn
- vísindaþing landbúnaðarins.
Málþingið verður opið öllum og
vonast er til þess að sem flestir
bændur láti sjá sig og allir
áhugamenn um afurðaframleiðslu
í sveitum. Einnig þeir sem hafa
áhuga á byggðamálum almennt.
Framsögumenn eru einvalalið,
sérfræðingar á sínu sviði.
Fyrirlestrarnir verða stuttir og
skorinortir, og markmiðið að frjóar
umræður skapist í kjölfar þeirra.
Er gestum á Landsýn föstudaginn
7. mars bent á að hægt sé að slá
tvær flugur í einu höggi með því að
dvelja eina nótt í Borgarfirðinum og
skella sér svo á nýsköpunarþingið á
laugardeginum.
Dagskrá ve rður á
vegum Búdrýginda í Ársal
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
laugardaginn 8. mars klukkan 13 –
16. Þá verða kaffiveitingar í hléi á
vegum kvenfélagsins 19. júní.
Dagskrárstjóri verður Kolfinna
Jóhannesdóttir skólameistari
Menntaskólans í Borgarnesi.
Framsögumenn og erindi verða
eftirfarandi:
• Vilhjálmur Egilsson rektor
á Bifröst. Ávinningur
af nýjum námskeiðum í
matvælarekstrarfræði á Bifröst.
• Dominique Pledel Jónsson,
Slow Food Reykjavík.
• Slow food - íslenskar sveitir og
samfélag.
• Brynhildur Pálsdóttir hönnuður,
Fundur bænda og hönnuða og
Vík-Prjónsdóttir
• Gildi hönnunar við vöruþróun
og markaðssetningu.
• Gunnþórunn Einarsdóttir, Matís.
• Matís - matvælaþróun og
nýsköpun
• Arnheiður Hjörleifsdóttir,
Bjarteyjarsandi.
• Sjálfbær fortíð og fókus til
framríðar
• Davíð Freyr Jónsson, Arctic
Seafood.
• Arctic Seafood og eldhússmiðja
í Borgarbyggð
• Guðrún Bjarnadót t i r,
meistaranemi við LBHÍ eigandi
Hespu
• Hespuhúsið - grasnytjar,
ullarhandverk og fræðsla.
Á myndinni afhendir Trausti Þórissonar á Hofsá, formaður Félags kúabænda
fyrir skömmu.
Landstólpi, Fóðurblandan og
Lífland hafa öll hafið framleiðslu
á kjarnfóðurblöndum sem eiga
að stuðla að auknu fitumagni í
mjólk. Þá Bústólpi býður sínum
viðskiptavinum upp á fóðurblöndu
úr sykurrófum sem hægt er að gefa
með kjarnfóðurblöndum í sama
skyni. Sláturfélag Suðurlands
(SS) er að skoða sín mál hvað
þetta varðar. Ástæðan er síaukin
eftirspurn eftir fituríkum
mjólkurafurðum sem kom berlega
í ljós fyrir síðustu jól þegar
Mjólkursamsalan (MS) þurfti að
flytja inn írskt smjör í vinnsluvörur
til að anna eftirspurn.
Fulltrúar MS funduðu með
kjarnfóðursölum fyrir skemmstu
í því skyni að kanna leiðir til að
auka fitumagn í mjólk. Á fundinum
fór norskur sérfræðingur yfir þær
aðgerðir sem gripið hefur verið til
þar ytra, sem meðal annars felast í
því að auka magn sykurrófa í fóðri og
einnig að auka ákveðnum tegundum
af húðaðri eða sérgerðri fitu í fóðrið.
Með þessu hefur tekist að auka
fitumagn í mjólk í Noregi. Vonir
fóðurframleiðenda og -sala standa
til þess að hið sama geti orðið uppi
á teningnum hér á landi.
Landstólpi brást við á síðasta ári
Landstólpi réðst strax í nóvember í
að setja á markað fóðurblöndu sem er
ætlað að auka fituinnihald mjólkur.
Sú blanda inniheldur um 20 prósent
sykurrófur, sem eru mjög vel til þess
fallnar að auka fituinnihald. Sævar
Örn Gíslason hjá Landstólpa segir að
til skoðunar sé að bæta hugsanlega
enn meira í blönduna. „Hjá sumum
bændum hefur þetta hentað mjög vel
en hjá öðrum ekki. Það er fyrst og
fremst sykur sem vantar í gróffóður
eftir afar lélegt heyskaparsumar hér
á Suðurlandi, og strax og fór að
bera á skorti á mjólkurfitu á síðasta
ári brugðumst við við með þessum
hætti.“
Framleiðsla hafin hjá Líflandi
Lífland hóf í síðustu viku framleiðslu
á fóðurblöndum sem bætt hefur verið
í efnum sem auka eigi fituinnihald
í mjólk. Það kjarnfóður ætti að
koma á markað á næstu vikum
að sögn Rannveigar Hrólfsdóttur.
„Þessi breyting nær til flestra
kjarnfóðurblanda hjá okkur. Við
erum að auka við efni í þeim sem fer
í gegnum vömbina á kúm og eykur
fituupptöku sem skilar sér í fituríkari
mjólk. Þá höfum við líka aukið magn
sykurrófa sem fara í blöndurnar.“
Hjá Líflandi vonast fólk til þess
að breytinga í fituhlutfalli verði vart
mjög fljótlega eftir að byrjað verður
að gefa fóðrið. Það sé hins vegar
möguleiki á að auka enn frekar við
umrædd efni ef ekki næst tilætlaður
árangur. Rannveig segir að þrátt fyrir
að breytingarnar auki kostnað hjá
fyrirtækinu hyggist það ekki hækka
verð á kjarnfóðri.
Gagnast einkum búum þar sem
fituinnihald er lágt
Hjá Fóðurblöndunni er að fara af stað
framleiðsla á kjarnfóðurblöndum
sem innihalda talsvert magn af
sykurrófum, þurrfitu og hafkalki
til að koma í veg fyrir súra vömb
mjólkurkúa við mikla kjarnfóðurgjöf.
Erlendur Jóhannsson, fóðurfræðingur
hjá Líflandi, segir að þessar
fóðurblöndur henti fyrst og fremst
á þeim búum þar sem fituinnihald
er lágt en sé minna gagnlegt þar
sem fituinnihald er í meðallagi
eða hátt. Þá sé líka ljóst að þessar
fóðurblöndur verði talsvert dýrari en
þær sem nú eru í boði, þar eð hráefni
sem notuð eru í hana séu dýr.
SS skoðar sín mál
Elías Hartmann Hreinsson,
deildarstjóri búrekstrardeildar SS,
segir að ekki sé búið að taka ákvörðun
um það hjá fyrirtækinu hvort
búnar verði til kjarnfóðurblöndur
til að auka fituinnihald mjólkur.
Fleiri leiðir séu til í þeim efnum.
Ekki hafi verið eftirspurn eftir
slíkum kjarnfóðurblöndum í hópi
viðskiptavina SS fram til þessa en
málið verði skoðað.
Bústólpi býður viðskiptavinum
sínum sykurrófuhrat til að gefa
meðfram öðru fóðri. Sömuleiðis
hyggst fyrirtækið kanna möguleika
á að bæta húðaðri fitu inn í
kjarnfóðurblöndur hjá sér. /fr
Reyna að auka fitu í mjólk með
breytingum á kjarnfóðri
Landbúnaðarháskóli Íslands 8. mars:
Málþing um nýsköpun og
framtíðarsýn í sveitum
Hvanneyri föstudaginn 7. mars:
Landsýn – vísindaþing
landbúnaðarins
Ráðstefnan Landsýn –
vísindaþing landbúnaðarins
verður haldin á Hvanneyri í
Borgarfirði föstudaginn 7. mars
2014. Ráðstefnan með svipuðu
sniði var haldin í mars 2013.
Aðstandendur ráðstefnunnar
eru MAST, Veiðimálastofnun,
Landgræðsla ríkisins, Skógrækt
ríkisins, Hólaskólinn á Hólum
og Landbúnaðarháskóli Íslands.
Skráning er á vefsíðu lbhi.is
Fundarstjóri verður Hjalti
Andrason en dagskrá vísindaþingsins
er sem hér segir:
10:00 Inngangur.
10:10 Ný lög um dýravelferð
– hvað er nýtt
Þóra Jóhanna Jónasdóttir
frá Matvælastofnun.
10:50 Kaffihlé.
11:10 Ástand fjárhúsa á Íslandi
- Sigtryggur V. Herbertsson
frá Matvælastofnun.
11:30 Hvernig mælir maður
dýravelferð?
Þóra Jóhanna Jónasdóttir
frá Matvælastofnun.
11:50 Samantekt um rannsóknir
á útigangi hrossa -
Sigtryggur V. Herbertsson
frá Matvælastofnun.
12:10 Hádegishlé
13:00 Áverkar í munni íslenskra
keppnishesta - Sigríður
Björnsdóttir frá
Matvælastofnun.
13:20 Munnur hestsins við
frumtamningu - Christina
Mai frá Háskólanum
á Hólum og Sigríður
Björnsdóttir frá
Matvælastofnun.
13:40 Þróun bóluefna gegn
lungnapest í sauðfé -
Þorbjörg Einarsdóttir,
Sigríður Hjartardóttir,
Ólöf Sigurðardóttir og
Eggert Gunnarsson frá
Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði.
14:00 Áhrif Startvac bóluefnis
á júgurheilbrigði mjólkurkúa
- Grétar Hrafn Harðarson og
Jóhannes Sveinbjörnsson frá
Landbúnaðarháskóla Íslands.
14:20 Ræktun kregðubakteríu
og þróun bóluefnis -
Sigríður Hjartardóttir,
Þorbjörg Einarsdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir og
Eggert Gunnarsson frá
Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði.
14:40 Fyrirspurnir og umræður.