Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 10

Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Fréttir Fimmtudaginn 6. febrúar birtist grein í Morgunblaðinu eftir Sigmund Guðbjarnarson, prófessor emeritus og fyrrverandi háskólarektor, með fyrirsögninni „Varasöm efni í innfluttu kjöti.“ Þar vakti hann athygli á efnum sem farið er að nota við eldi dýra og geta valdið dýrunum og þeim sem neyta þeirra heilsutjóni. Beindi hann sjónum sérstaklega að tveimur vaxtarörvandi efnum (ractopamine og zilmax) sem eru svokölluð beta-adrenvirk efni og notuð eru til að mynda í Bandaríkjunum til að auka vöðvamassa dýra og minnka fitumagn í vöðvunum. Enginn grunur um óleyfilega notkun vaxtarörvandi lyfja Í svörum Sigurðar Arnar Hans- sonar, for stöðu manns mat- vælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun (MAST), við fyrirspurn Bændablaðsins kemur fram að á Íslandi sé bannað að nota vaxtaraukandi efni í búfjáreldi. Bann sé við notkun beta-adrenvirkra efna til vaxtarauka hjá búfé, en vefjaaukandi stera má aðeins nota fyrir dýr með heimild Lyfjastofnunar. Sigurður segir ekki hafi vaknað grunur um óleyfilega notkun lyfja til að auka vaxtarhraða búfjár. Um eftirlit með lyfjaleifum og aðskotaefnum í búfjárafurðum, segir Sigurður að það sé í höndum MAST en hafi áður verið í umsjá Embættis yfirdýralæknis og síðan Landbúnaðarstofnunar. „Reglubundið eftirlit með lyfjaleifum og aðskotaefnum í búfjárafurðum hófst árið 1989 með mælingum á sauðfjárafurðum. Smátt og smátt bættust við fleiri búfjárafurðir og undanfarin 14 ár hefur þetta eftirlit og mælingar náð til allra búfjárafurða. Sýnatökuáætlun er gerð í samræmi við i ákvæði í viðeigandi löggjöf, áætlunin og niðurstöður úr mælingum eru sendar til ESA og einnig til yfirvalda í öðrum markaðslöndum fyrir íslenskar búfjárafurðir. Niðurstöður úr eftirlitinu eru birtar á heimasíðu Matvælastofnunar og í ársskýrslum hennar og þeirra stofnana sem voru fyrirrennarar hennar. Sýni af dýraafurðum sem tekin eru hafa verið ríflega 1.000 árlega. Sýni eru tekin í öllum sláturhúsum og einnig er farið á býli og tekin mjólkur- og þvagsýni. Skimað er fyrir fjölda lyfja og aðskotaefna, en stór hluti sýnanna er sendur til greininga í nágrannalöndum. Íþyngjandi en nauðsynlegar reglur Sigurður segir að sýnatökuáætlanir og niðurstöður úr mælingum hafa verið sendar viðkomandi yfirvöldum í helstu markaðslöndum fyrir íslenskar búfjárafurðir. „Ætíð hefur verið kappkostað að bregðast við ábendunum sem borist hafa um eitthvað sem þyrfti að betrum bæta. Geta má þess að umrædd sýnataka af b ú f j á r - a fu rðum hér á landi er mjög m i k i l m i ð a ð við fram- le iðs lu- magn af þ e s s u m a f u r ð u m hér á landi, en vissulega skiptir líka máli að sýnatakan sé hnitmiðuð og markviss. Sífellt er leitast við að taka sýni af afurðum þar sem mestar líkur eru taldar á að aðskotaefni og lyfjaleifar geti fundist. Sömu leiðis er mikil vægt að benda á að nauð- synlegt er að líta á þetta matvæla- ferli í heild, frá frumframleiðslu til lokaafurða, nauðsyn þess hafa góða löggjöf varðandi lyfjanotkun og mengunarvarnir í þeim tilgangi að fyrirbyggja að aðskotaefni og lyfjaleifar berist í og séu í afurðum. Í þessum tilgangi hafa verið sett ákvæði í lyfjalöggjöf og í löggjöf um búfjáreldi sem miða að því að skýrar reglur séu um ávísun og notkun dýralyfja, skráningar á sjúkdómsgreiningum og notkun lyfja, einstaklingsmerkingar búfjár og nauðsynlega gagnagrunna svo slátur- leyfishafar og eftirlitsdýralæknar geti sannprófað nauðsynlegar upplýsingar. Allar þessar reglur, sem mörgum bændum hafa þótt íþyngjandi og jafnvel ónauðsynlegar, eru settar til að tryggja svo sem kostur er að ekki berist á markað afurðir sem geta verið hættulegar fyrir neytendur. Mikilvægt er að hafa í huga að góðar forvarnir eru mun áhrifaríkari en eftirlit með lokaafurð og að þessar ströngu reglur stuðla að því að bæta ímynd íslenskra búfjárafurða. Treyst er á vottorð innfluttra afurða Varðandi innfluttar búfjárafurðir segir Sigurður að lengi hafi verið gerð krafa um að yfirvöld í útflutningslandinu vottuðu að afurðirnar væru af dýrum sem ekki hafa fengið vaxtaraukandi efni af neinu tagi. „Fylgst er með því að skilyrði þetta sé uppfyllt. Sýnataka til mælinga á lyfjaleifum í innfluttum afurðum hefur þó ekki verið framkvæmd.“ Sigurður segir að um kjötafurðir frá Bandaríkjunum gildi krafa um vottun lyfjaleifa og aðskotaefna frá þriðju ríkjum — utan EES. „Öll slík framleiðsla; það er frumframleiðsla, slátrun, skurður, pökkun og geymsla, þarf að vera samkvæmt reglum Evrópusambandsins ef flytja á afurðirnar inn á EES. Ennfremur er rétt að benda á að sýnatökuáætlunin gerir ekki greinarmun á því hvort um er að ræða hitameðhöndlaðar eða hráar afurðir frá þriðju ríkjum. Verðum þó að hafa í huga að sáralítill sem enginn innflutningur er á hráum búfjárafurðum beint frá þriðju ríkjum.“ Mælingum aldrei sleppt þótt þær hafi þurft að gera erlendis Sigurður segir að Matvælastofnun og fyrri stofnanir hafa alla tíð þurft að láta mæla erlendis, stóran hluta af þeim efnum sem mæld hafa verið í sýnum til mælinga á lyfjaleifum og aðskotaefnum. Efnin ractopamine og zilpaterol eru meðal þeirra lyfja sem leitað er að á hverju ári en leifar af þeim hafa aldrei fundist í íslenskum dýraafurðum. Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið sleppt mælingum á efnum sem ástæða hefur þótt til að mæla þó mælinguna þyrfti að gera við erlenda rannsóknastofu. Það er hins vegar mikill ávinningur að unnt sé að gera mælingarnar við rannsóknastofu hér á landi,vænta má þess að niðurstöður berist fyrr, sendingarkostnaður sparast og auk þess er dýrmætt að auka sérfræðiþekkingu hér á landi á þessu mikilvæga fagsviði, bæði hjá Matvælastofnun og hjá Matís. /smh Eftirlit með efnanotkun í dýraeldi: Treyst á vottorð innfluttra afurða — ekki vaknað grunur um ólöglega notkun á vaxtaraukandi lyfjum á Íslandi Samtök ferðaþjónustunnar: Mótmæla hugmyndum um gjaldtöku landeigenda Stracta Hotels á Hellu: Sólborg Lilja ráðin hótelstjóri – Kjartan Lárusson sér um markaðsmálin Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hefur verið ráðinn hótelstjóri fyrsta Stracta Hotelsins á Íslandi en það verður opnað á Hellu 15. maí í vor. Sólborg er Skaftfellingur í húð og hár, fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri. Hún er gift Tryggva Þórhallssyni og samtals eiga þau sex uppkomin börn og þrjú barnabörn. Sólborg hefur starfað lengi, sem hótelstjóri, nú síðast á Icelandair Hotel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Starfsferillinn hófst þó á Hótel Eddu og hefur hún starfað fyrir vestan, austan og norðan. Þá hefur Kjartan Lárusson verið ráðinn til að sjá um markaðsmál hótelsins. Leist strax vel á verkefnið „Eigendur og forsvarsmenn Stracta Hotels á Íslandi höfðu samband við mig í byrjun árs og vildu kanna hvort ég hefði áhuga á að koma til starfa á Hellu sem hótelstjóri. Mér leist strax vel á verkefnið. Það er mjög gaman að taka þátt í uppbyggingarstarfi sem þessu og vera með frá byrjun. Ég er líka landsbyggðarkona í hjarta mínu og fyrir þær sakir finnst mér þetta vera kjörið tækifæri sem ég get ekki látið framhjá mér fara“,segir Sólborg þegar hún er spurð um ráðninguna. Áhugaverð framtíðarsýn Sólborg segir að nýja starfið leggist mjög vel í sig, það er gaman að kynnast öllu því fólki sem stendur að verkefninu og öðrum sem koma til með að vinna með hennig og eigendum hótelsins að uppbyggingu og rekstri hótelsins. „Það er mikill metnaður fyrir hótelinu og keðjunni allri. Framtíðarsýn Stracta Hotels er áhugaverð og nauðsynleg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á landsbyggðinni og mér finnst þetta vera frábært tækifæri til að taka þátt í stefnumótun þar sem reynsla mín og kraftar nýtast svo vel“, segir hún. Þegar Stracta Hotel á Hellu hefur verið byggt og reynsla er komin af rekstrinum er ætlunin að byggja hótel á Húsavík og í Skaftárhreppi. Sólborg segir að nú þegar hefur verið mynduð stefna hjá Stracta Hotels er varðar ýmsa lykilþætti í rekstri hótelanna allra, svo sem umhverfismál, aðbúnað fyrir einstaklinga, hópa og fjölskyldur sérstaklega, nærumhverfi hótelanna, afþreyingu og náttúruskoðun. //MHH Á myndinni eru Kjartan Lárusson sem vinnur við markaðsmál hjá Stracta, Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hótelstjóri og Hermann Hreiðarsson, sem er eigandi hótelsins ásamt föður sínum, Hreiðari Hermannssyni. Mynd / MHH Úrklippa úr grein Sigmundar Guðbjarnarsonar í Morgunblaðinu 6. febrúar. Sigurður Örn Hansson. til að auka vaxtarhraða búfjár á Íslandi.Svona mun Stracta hótelið á Hellu líta út. Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau mótmæla boðuðum gjaldtökuhugmyndum land- eigenda. Telja þau vegið að framtíð greinarinnar. „Undanfarnar vikur hafa nokkrir landeigendur stigið fram og kynnt áætlanir sínar um að hefja gjaldtöku við nokkrar af náttúruperlum landsins. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og fordæmir stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) þá leið sem þarna er farin,“ segir í tilkynningunni. Horft sé til heildarlausna Fram kemur einnig að Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, hafi ávallt lagt áherslu á að við útfærslu á gjaldtöku sé horft til heildarhagsmuna ferðaþjónustunnar, hvort heldur verið sé að meta möguleika til gjaldtöku eða við útfærslu á uppbyggingu ferðamannastaða. „Þá verður líka að tryggja að þær tekjur sem af gjaldtökunni verða skili sér örugglega að fullu til áframhaldandi uppbyggingar ferðamannastaða víðs vegar um landið.“ Nú liggi fyrir að iðnaðar- og viðskiptaráðherra muni um mánaðamótin kynna útfærslur að heildstæðri lausn hvað varðar fjármögnun til uppbyggingar ferðamannastaða. Telja samtökin mikilvægt að horft sé til slíkra heildarlausna frekar en farið verði af stað með staðbundnar lausnir. Þannig eru heildarhagsmunir einnar stærstu og mest vaxandi atvinnugreinar landsins best tryggðir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.