Bændablaðið - 06.03.2014, Page 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Starfshópur um fyrirkomulag og
framkvæmd refa- og minkaveiða
hefur skilað skýrslu til umhverfis-
og auðlindaráðherra. Hópurinn
telur brýnt að bæta skipulag
veiðanna en telur að nauðsynlegar
umbætur rúmist innan ramma
núgildandi laga.
Meðal annars telur starfshópurinn
mikilvægt að draga fram eðlismun
refaveiða annars vegar og
minkaveiða hins vegar. Bendir
hópurinn á að uppruni, eðli og atferli
þessara dýrategunda sé ólíkt sem og
forsendur, tilgangur og markmið
veiðanna. Er lagt til að sett verði skýr
markmið fyrir veiðar á ref og mink
sem mótuð verði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Starfshópurinn telur að Umhverfisstofnun eigi að hafa áfram
umsjón með og stjórn á opinberum
aðgerðum sem ætlað er að hafa áhrif
á stofnstærð og útbreiðslu villtra
dýra. Sömuleiðis að sveitarfélög eigi
að hafa áfram staðbundna umsjón
og stjórn á aðgerðum innan sinna
umdæma. Leggur hópurinn til að
gerðir verði samningar milli ríkis
og sveitarfélaga, til 3-5 ára í senn,
um áherslur og fyrirkomulag veiða á
minkum og refum. Einnig er lagt til
aðreglugerð um refa- og minkaveiðar
verði endurskoðuð.
Loks er lagt til að komið verði
á sérstökum samstarfsvettvangi
hlutaðeigandi aðila um framkvæmd
refa og minkaveiða í því skyni að
auka samræmingu og skilvirkni.
Dekkjainnflutningur
15% afsláttur af öllum dekkjum
til 30. mars 2014
Eigum á lager flestar stærðir
traktora-, vagna-, vinnuvéla-
og vörubíladekkja.
Einnig mikið úrval fólksbíla-
og jeppadekkja.
Jason ehf.
Hafnarstræti 88
Akureyri
Vinsamlegast hafið samband við
Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail jasondekk@simnet.is
Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124
TIL SÖLU
Jarðir og fyrirtæki á Suðurlandi
Jarðir:
Jörð Staðsetning Verð
Árbær Rangárvellir Tilboð
Bjarkarland Eyjafjöll Tilboð
Borg Þykkvibær 67 milljónir
Efri-Þverá Fljótshlíð Seld
Fosshólar Holtin 80 milljónir
Gerðar Landeyjar 34 miljónir
Hátún Landeyjar 65 milljónir
Hávarðarkot Þykkvibær Tilboð
Hellatún 1 Ásahreppur 55 milljónir
Húnakot Þykkvibær 59 milljónir
Jaðar Þykkvibær 28 milljónir
Lindartún Landeyjar 65 milljónir
Pula Holtin 90 milljónir
Steinar 2 og 3 Eyjafjöll 48 milljónir
Stórólfsvöllur (hluti ) Við Hvolsvöll Tilboð
Svínhagi Rangárvellir 39 milljónir
Vorsabær 1 ( hluti) Skeiðin Tilboð
Fyrirtæki:
Bifreiðaverkstæðið Bílvellir á Hvolsvelli Tilboð
Gistiheimilið Brenna á Hellu Tilboð
Varahlutaverslun Björns, Lyngási við Hellu 44 milljónir
Þvottahúsið Rauðalæk Tilboð
Höfum einnig til sölu 49.85 hluti í Kartöfluverskmiðju Þykkvabæjar hf, að nafnvirði kr. 21.000.
Söluverð kr. 5.000.000,-
Allar nánari upplýsingar og myndir má nálgast á heimasíðu okkar www.fannberg.is og á
skrifstofu.
FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími-4087-5028
ÞRÚÐVANGI 18- 850 HELLU
Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur
Leggja til umbætur á refa- og minkaveiðum