Bændablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 25

Bændablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Munið að panta lambamerkin ATHUGIÐ: Síðustu forvöð til að panta lambamerki svo þau berist fyrir sauðburð er 20. mars n.k. Pantanir má einnig senda á netfangið einaro@thor.is Munið að panta fyrir 20 mars 2014 28,- án vskáprentuninnifalin Einföld merki á frábæru verði. Helmingsafsláttur af ísetning- artöngum með fyrstu pöntun. Tagomatic 68,- án vskáprentun innifalin Rototag Þessi gömlu góðu sem endast og endast. Hert nælon og merkingin er brædd í merkið. REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Þ Ó R H F | R e y k j a v í k : K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | A k u r e y r i : L ó n s b a k k a | S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5 | w w w. t h o r. i s og gerður verði sér samningur fyrir hverja búgrein. Nauðsynlegt er að meta árangur núgildandi samninga, tollaumhverfis og skoða hvernig skynsamlegast er að þróa stuðningsumhverfið til framtíðar litið. Mikilvægt er að slíkt frumkvæði komi frá bændum. Á grunni búnaðarlagasamnings verði gerður rammi að starfsumhverfi landbúnaðarins. Afar mikilvægt er að starfsumhverfi þar með talið tollar leggi grunn að íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Þingið leggur ennfremur áherslu á að staðið verði við núgildandi búvörusamninga og góður tími sé gefinn til aðlögunar að breytingum sem kunna að verða. Skipaður verði starfshópur samningsaðila til að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd samninganna. Bændasamtök Íslands fylgi málinu eftir gagnvart sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. » Gjaldtaka vegna búfjáreftirlits Búnaðarþing 2014 mótmælir harðlega boðaðri innheimtu vegna búfjáreftirlits. Almennt búfjáreftirlit hefur fram til þessa ekki verið gjaldskylt. Þingið beinir því til stjórnar Bændasamtakanna að leita allra leiða til að svo verði áfram. » Dýralæknaþjónusta – þjónustusamningar Búnaðarþing 2014 átelur velferðarráðuneyti harðlega fyrir þann seinagang sem orðið hefur á að vinnuhópur, sem falið var að yfirfara löggjöf og reglur um afhendingu lyfja til bænda á grundvelli þjónustusamninga, hefji störf. » Reikningar Bændasamtaka Íslands og Nautastöðvar BÍ voru samþykktir. » Fjárhagsáætlun Bændasamtaka Íslands og Nautastöðvar BÍ var samþykkt. Mál dregin til baka: • Umsýsla með eignir BÍ. • Póstþjónusta í dreifbýli. Mál sem ekki voru afgreidd úr nefnd: • Jarðeignir ríkisins. • Kjördagur sveitarstjórnarkosninga. • Varnarlínur sauðfjársjúkdóma. • Kúasæðingar. • Framkvæmd búfjáreftirlits. • Svört atvinnustarfsemi. • Brunatryggingar landbúnaðarbygginga. • Skoðun ökutækja í dreifbýli. Málum sem var vísað til stjórnar BÍ: • Vegamál í dreifbýli. • Hagtölur í landbúnaði. • Bjargráðasjóður. • Refa- og minkaveiðar. • Sauðfjársjúkdómar. • Gæðahandbók fyrir umráðamenn búfjár. • Upprunamerkingar á matvælum. • Notkun íslenska fánans á búvörum. • Rekjanleiki matvæla. Danskir lífeyrissjóðir hafa tekið upp þá stefnu að kaupa jarðir og leigja þær bændum til að auðvelda nýliðun í landbúnaði. Þessi stefna lífeyrissjóðanna dönsku sýnir trú þeirra á landbúnað þar í landi sem sterkrar atvinnugreinar sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Ræða ætti við íslenska lífeyrissjóði um áhuga þeirra á svipuðu verkefni. Þetta kom fram í máli Jóhanns Niku lássonar, bónda í Stóru-Hildisey II og búnaðarþingsfulltrúa, í almennum umræðum á búnaðarþingi. Jóhann greindi frá því að lífeyrissjóðir í Danmörku keyptu jarðir til að leigja þær bændum til tíu ára eða þar um bil. Að þeim tíma liðnum gæfist bændum tækifæri á að kaupa jarðirnar eða endurnýja leigusamninginn. Jóhann sagði að þó Lífeyrissjóður bænda hefði kannski ekki bolmagn til að kaupa fjölda jarða í þessu skyni væru reknir margir öflugir lífeyrissjóðir hér á landi og full ástæða til að kynna þeim þessar hugmyndir. Gerður var góður rómur að máli Jóhanns á þinginu. Lífeyrissjóðir gætu leigt bændum jarðir Ráðgjafarmiðstöðin rekin með halla Tap á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins var 40,85 milljónir króna á síðasta ári. Síðasta ár var fyrsta rekstrarár fyrirtækisins en það hóf sem kunnugt er starfsemi sína í byrjun árs 2013 þegar það tók yfir alla leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði sem áður hafði verið á hendi Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambanda. Þetta kom fram á búnaðarþingi en starfsemi Ráðgjafarmiðstöðvarinnar var kynnt þar og tekin til umræðu. Rekstrartekjur á síðasta ári námu rúmum 439 milljónum en rekstrargjöldin ríflega 480 milljónum króna. Stofnkostnaður sem sem gjaldfærður var á árinu 2013 var um 27 milljónir króna. Fólst hann meðal annars í kaupum á búnaði, lífeyrisskuldbindingum og kostnaði sem féll til á árinu 2012, í aðdraganda stofnunar fyrirtækisins. Að þeim kostnað frádregnum nam því rekstrartap fyrirtækisins um 14 milljónum króna. E i r í k u r B l ö n d a l stjórnarformaður fyrirtækisins og Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að rekstur fyrirtækisins hefði gengið vel á árinu þrátt fyrir hallarekstur. Flest m a r k m i ð sem sett hefðu verið við stofnun hefðu náðs. Sérhæfing starfsfólks og hreyfan- leiki þess hefði aukist, útseld vinna einnig þó markmið fjárhagsáætlunar ársins 2013 hefðu ekki náðst að fullu. Áætlað er að rekstrarkostnaður á yfirstandandi ári verði 454 milljónir og eru áætlaðar tekjur á pari við þá tölu. Þar af er áætlað að rúmar 340 milljónir króna komi til með framlögum til rekstrar en afgangurinn verði sértekjur. Ljóst er því að auka þarf sértekjur fyrirtækisins um 23 milljónir á þessu ári en í fyrra námu þær 91 milljón króna. Í umræðum lýstu búnaðar- þingsfulltrúar ánægju sinni með starfsemi fyrirtækisins á árinu og lýstu skilningi á því að kostnaður við stofnun hefði verið talsverður. Þeir brýndu hins vegar forsvarsmenn fyrirtækisins til að ná jafnvægi í rekstri þess. Ljóst væri að ekki væri hægt að reka það til langframa með tapi. /fr Tap á rekstri Bændasamtakanna Fjörutíu milljóna króna tap varð á rekstri Bændasamtaka Íslands á síðasta ári. Sindri Sigurgeirsson formaður samtakanna gerði þá staðreynd að umfjöllunarefni þegar hann flutt skýrslu formanns á búnaðarþingi. Fá þyrfti botn í það hvernig fjármögnun samtakanna yrði háttað sem allra fyrst. Sindri sagði að stór hluti af tekjum Bændasamtakanna væri tilkominn í gegnum innheimtu ríkisins á búnaðargjaldi. Nú lægi fyrir að ráðherra landbúnaðarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði boðað breytingar á gjaldinu og yrði frumvarp þess efnis lagt fram á haustþingi. Því væri ljóst að hugsa þyrfti til framtíðar um hvernig fjármögnun hagsmunagæslu í landbúnaði yrði háttað og mikilvægt væri að fá svör frá ráðherra um í hverju boðaðar breytingar myndu felast. Í þessu samhengi gerði Sindri félagskerfi bænda og breytingar á því einnig að umtalsefni. Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu voru lagðar fram tillögur, í samræmi við ályktun búnaðarþings í fyrra, sem áttu að einfalda félagskerfið, gera það ódýrara og tryggja virkni bænda. Þó nokkrar breytingar hafi verið gerðar á samþykktum Bændasamtakanna á þinginu er vandséð að þau markmið hafi náðst. Bændasamtökin tóku afstöðu með neytendum Sindri benti á að bændur þyrftu að taka ímyndar- og kynningarmál sín til endurskoðunar. Upp á síðkastið hefði landbúnaðarkerfið setið undir árásum, meðal annars frá versluninni, sem hefði verið í herferð gegn tollvernd landbúnaðar og meðal annars dregið velferð búfjár inn í þá umræðu. Það væri ómaklegt en vissulega hefðu afurðastöðvar gert mikil mistök varðandi upprunamerkingar á síðustu misserum. Tiltók hann þar sérstaklega innflutning á írsku smjöri fyrir síðustu jól. Ljóst hefði verið að óhjákvæmilegt var að flytja smjörið inn vegna yfirvofandi skorts en krafa neytenda um að fá upplýsingar um uppruna vörunnar væri skýlaus. Sjálfsagt og eðlilegt hefði því verið að Bændasamtökin tækju afstöðu með neytendum, líkt og gert var. Merkja hefði átt hverja pakkningu vara sem írska smjörið hefði verið nýtt í en það hefði ekki verið gert og væri það óásættanlegt. Bændasamtökin hefðu með samkomulagi við Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin um upprunamerkingar innlendra búvara sótt fram á jákvæðan hátt og taldi Sindri að það samkomulag væri gæfuspor. Semja verður um gagnkvæma tollkvóta Sindri sagði varðandi tollamál að hann fagnaði þeirri afstöðu sem birtist í ræðu landbúnaðarráðherra, um að tollar yrðu ekki felldir niður einhliða. Semja yrði um gagnkvæma tollkvóta eða innflutningskvóta við viðsemjendur Íslands, til að mynda Evrópusambandið. Hann lýsti þó þeim erfiðleikum sem það hefði í för með sér að samningar af því tagi væru oft gerðir á þann hátt að gefnir væru út tollkvótar sem byggðust á því að fyrir hvert kíló af útfluttri vöru mætti flytja inn kíló af einhverri annarri. Það væri óásættanlegt fyrir Ísland í ljósi smæðar markaðarins hér. /fr > Framhald af ályktunum Búnaðarþings 2014

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.