Bændablaðið - 06.03.2014, Side 31

Bændablaðið - 06.03.2014, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Bjuggust við verðlækkunum Björn Halldórsson, formaður SÍL og bóndi á Akri í Vopnafirði, hefur starfað í þessari grein í 13 ár. Hann sagðist þokkalega sáttur með niðurstöður uppboðsins í Danmörku miðað við stöðu markaðarins. „Við vissum allir að það hlaut að koma að verðlækkunum þó að við vissum ekki hversu miklar þær yrðu. Ég held að flestir íslensku loðdýrabændurnir hafi samt verið vel undir þetta búnir. Þetta er í raun hátæknigrein sem byggir á mikilli sérþekkingu. Það er að skila okkur þeirri stöðu sem við njótum í dag. Ef menn hefðu ekki passað vel upp á öll smáatriðin við ræktunina sem máli skipta værum við ekki í þeim sporum sem við erum í núna. Þá verðum við líka að fylgjast vel með tískustraumum í heiminum. Við megum ekki slaka á eitt augnablik til að dragast ekki aftur úr.“ Mikilvægt að upplýsa fólk Í máli forsvarsmanna Kopenhagen Fur kom greinilega fram að við óvægin öfl er oft að etja í minkaræktinni. Þar hafi vel skipulagðir hópar andstæðinga loðdýraframleiðslu verið duglegir við að slá fram neikvæðum fullyrðingum um minkaræktina. Sannleikurinn sé þá ekki endilega hafður að leiðarljósi. Björn segir því afar mikilvægt að bændurnir séu vel meðvitaðir um mikilvægi þess að sinna sínu ræktunarstarfi eins vel og kostur er og vanda til verka. „Það er ekki hægt að halda jákvæðri ímynd greinarinnar ef bændurnir eru að slugsa við störf sín heima fyrir. Ef hlutirnir eru ekki í lagi, þá verður framleiðslan heldur ekki í lagi. Þá hafa menn heldur ekkert í höndunum til að berjast fyrir tilvistarrétti greinarinnar. Þetta byggist allt á að menn séu að vinna vinnuna sína og að bændur séu tilbúnir og ófeimnir að sýna öðrum fram á það,“ segir Björn. Hann segir að velferð dýranna skipti gríðarlegu máli eins og stjórnendur Kopenhagen Fur hafi verið að benda á. Loðdýrabændur séu vel meðvitaðir um þetta. Í landi sem býður upp á eitt besta velferðarkerfi gagnvart almenningi eins og á Íslandi, sé erfitt að ímynda sér að sú hugsun skili sér ekki alla leið inn í landbúnaðinn. Meiri áhugi fyrir skinnum en búist var við Skarphéðinn Pétursson, stjórnar- maður í SÍL, býr að Hrísum skammt sunnan við aðalbyggðina í Dalvík en er með minkabú í Dýrholti í Svarfaðardal. Hann segir að febrúaruppboðið í Kaupmannahöfn hafi komið sér nokkuð á óvart. „Það er heldur meiri áhugi en maður bjóst við í kjölfar niðurstöðu uppboðsins í desember. Auðvitað er lækkunin samt mikil og höggið töluvert hvað tekjur varðar. Vegna gæða íslensku skinnanna erum við þó betur settir en margir aðrir. Það kemur greinilega fram á þessu uppboði að það er verið að borga hlutfallslega mun meira fyrir gæðin. Verðmunurinn milli gæðaflokka í skinnum hefur aukist og þar stöndum við sterkt að vígi.“ Skarphéðinn segir að einhver gæðamunur sé á milli framleiðslu íslenskra bænda en flestir séu á mjög góðu róli hvað gæði skinnanna varðar. „Ég hef sagt það talsvert lengi að það mætti búast við verðlækkun og hafði af því nokkrar áhyggjur. Þegar verðið er farið að lækka um 40 til 50% frá því sem það var í september 2013 er það orðið dálítið mikið. Mín skoðun er sú að skinnaverðið til okkar megi helst ekki fara mikið niður fyrir 350 danskar krónur á skinn, eða um 7.300 íslenskar krónur.“ Lærði loðdýrarækt í Noregi Skarphéðinn fór til Noregs árið 1971 til að læra loðdýrarækt og er því meðal brautryðjenda í greininni hér á landi. Hann segist búinn að starfa við þetta að mestu síðan og hóf rekstur á eigin búi 1982. Hann gerði þó hlé á loðdýraeldinu í einn sex ár eða til áramóta 1996-97. „Þegar ég hóf loðdýrabúskap í Dýrholti í Svarfaðardal byrjaði ég með ref, en ég hætti alveg með refinn 1999 og 2000. Þá breytti ég refahúsunum í minkahús.“ Skarphéðinn varð fyrir miklu tjóni í desember 2002 þegar fjöldi minka drapst hjá honum í eldsvoða. „Fyrir tveim árum keypti ég loðdýraskála og 30 hektara land á Auðbrekku í Hörgárdal. Þar er ég með hvolpahús fyrir minkaeldið sem ég nota frá seinni hluta júní fram í nóvember. Nú er ég með 1.800 læður.“ Skarphéðinn hefur verið að endurnýja búr, og vélbúnað minkabúsins og segist hafa hugsað sér að stækka það. Vegna verðfallsins á markaðnum hafi hann þó ákveðið að hinkra með stækkunina. „Maður sér bara til hvernig framvindan verður. Á uppboðunum í apríl og í júní fara menn væntanlega að sjá hvernig árið verður í heildina. Á þau uppboðum fer stærsti hlutinn af okkar skinnum,“ segir Skarphéðinn. /HKr. EIGNARNÁM Réttarstaða landeigenda við eignarnám. - Skilyrði eignarnáms. - Ákvörðun um eignarnám – Málsmeðferðarreglur. - Samningar um verklega þætti og eignarnámsbætur. - Áhrif eignarnámsþola á framkvæmd eignarnáms. - Mat eignarnámsbóta. Dæmi um eignarnám: - Land tekið undir vegi og reiðstíga. - Land tekið vegna skipulags þéttbýlis. - Lands- og vatnsréttindi vegna virkjana – Raforka- Hitaveita- Vatnsveita. - Land tekið vegna lagna í jörðu. - Land tekið undir mastur og línur. Jörundur Gauksson, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali, veitir ráðgjöf um rétt landeigenda við framkvæmd eignarnáms. Kaldaðarnes II, 801 Selfoss. S: 892-0372 jorundur@logbyli.is www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI GOTT ÚRVAL DRIFSKAFTAHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.