Bændablaðið - 06.03.2014, Side 37

Bændablaðið - 06.03.2014, Side 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 við bæði breskum og hollenskum kúabændum. Í Bretlandi er því spáð að búin muni heldur stækka en að þar í landi verði þó ekki sömu stökkbreytingar og spáð er að verði í mörgum löndum. Bústærðin þar fari úr um 130 kúm í dag í um 150 kýr árið 2020 og meðalframleiðslan úr 7.500 lítrum á árskúna í 8.800 lítra á árskúna. Til samanburðar má geta þess að markmiðsnyt fyrir danska mjólkurframleiðslu árið 2018 eru 11.000 lítrar svo munurinn er gríðarlegur. Í Hollandi er vandinn sá að landið er takmarkandi þáttur og eigi að auka framleiðsluna verulega þarf að bæta við landi, sem er væntanlega ekki mjög raunhæft. Þá kom einnig fram að framleiðslan er í raun afar góð í dag á evrópskan mælikvarða en hollenskir kúabændur ná í dag að framleiða næst mesta magn mjólkur pr. ársverk – eru þó á eftir hinum dönsku kúabændum sem leiða hlaupið í afkastagetu. Áhyggjur af áhrifum bústærðar á dýravelferð var einnig rædd en flestar afurðastöðvarnar í Evrópu gera í raun orðið strangari kröfur um dýravelferð en landslög og reglur svo slíkar áhyggjur ættu að vera óþarfar. Þá voru áhugverð erindi sem þrír kúabændur fluttu um þeirra eigin reynslu af því að hefja kúabúskap og stækka bú sín. Segja má að sameiginleg niðurstaða þeirra hafi verið mikilvægi góðrar menntunar, faglegs undirbúnings ásamt því að hafa tryggan stuðning bankanna! Eitt erindi stóð upp úr, að öðrum ólöstuðum, en það var um landbúnaðarframleiðslu danskra bænda utan Danmerkur. Tilfellið er nefnilega að margir danskir bændur hafa fjárfest í búskap í öðrum löndum, sér í lagi í austurhluta Evrópu. Sérstök félagasamtök eru til í Danmörku fyrir þá bændur sem taka þátt í þessum verkefnum og kallast þau Danish Farmers Abroad en í dag eru 135 aðilar í samtökunum, mest fyrirtæki. Þessir dönsku fjárfestar hafa tekið þátt í landbúnaðarverkefnum í 34 löndum bæði í svína- og nautgriparækt ásamt jarðrækt. Alls reka danskir aðilar nú bú erlendis með samtals 150 þúsund gyltum, 4 milljónum sláturgrísa, 11 þúsund kúm og 375 þúsund hekturum. Sérstaklega var tekið eitt dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í Eistlandi en þar í landi hefur verið tekið einstaklega vel á móti hinum dönsku fjárfestum og þeirri miklu fagþekkingu sem samhliða hefur borið til landsins en þar er nú starfrækt kúabú með rúmlega eitt þúsund kúm á vegum danskra fjárfesta. 3. Fóður Í málstofunni um fóður var komið inn á marga ólíka þætti fóðurs og fóðrunar en erindin um heilfóðurblöndun vöktu vissulega athygli, en nú eru ráðleggingarnar til kúabænda töluvert breyttar frá því sem áður var. Áður var lögð áhersla á að blanda ekki heilfóður of mikið en nú er nánast búið að snúa þessari ráðleggingu við og þegar búið er til heilfóður fyrir kýr á að blanda það svo vel að í raun sé ekki mögulegt að greina hvaða hráefni voru notuð í fóðrið. Blandan á einnig að vera vel rök (klístrast) og stubblengd um 25-35 mm. Sé rétt staðið að gerð heilfóðursins má vænta bæði aukinnar meðalnytar og heilbrigðari kúa sagði fóðurráðunauturinn Niels Bastian Kristensen. Annað erindi, af annars mörgum um fóður og fóðrun, var kynning á svokölluðum fjósaskólum en það er sérstakt kerfi við ráðgjöf sem byggir á því að kúabændur eru fengnir til þess að hittast og ráðleggja hver öðrum. Svolítið önnur nálgun en sk. reynsluhópar þar sem bændur bera saman bækur sínar. Í fjósaskólum setjast fimm kúabændur á skólabekk hver hjá öðrum og fá fyrirlestur um hvernig staðið er að hlutunum á viðkomandi kúabúi og svo eru teknar umræður í lokin. Allir bændurnir hafa sama markmið, t.d. að bæta nýtingu gróffóðurs eða að auka meðalnytina, og svo kenna þeir í raun hver öðrum. Ráðunautar koma ekki að þessu nema að skipulagningu, þ.e. ráðunautarnir eru bara til aðstoðar en ekki til þess að segja hvað er „rétt og rangt“. Vissulega áhugavert kerfi sem væri fróðlegt að reyna á Íslandi. 4. Kýrin og kálfurinn Mörg áhugaverð erindi voru flutt í þessari málstofu en bæði var fjallað um val á kynbótagripum með erfðaefnisgreiningum, leiðir til þess að ná góðum árangri með uppeldi gripa og bætta klaufheilsu kúa. Sem kunnugt er eru sjúkdómar í klaufum kúa nokkuð algengt vandamál í mjólkurframleiðslu erlendis nú til dags. Þá var fjallað um smitvarnir og leiðir til að forðast smitsjúkdóma sem oft má rekja til aðkomufólks og – bíla, s.s. flutninga- eða þjónustubíla sem fara á milli kúabúa. Eitt erindi vakti meiri athygli höfundar þessarar greinar en önnur, en það snéri að frjósemi kúa og leiðum til þess að hámarka nýtingu kúa hvað frjósemi snertir. Undanfarin ár hefur athyglin í auknum mæli beinst að frjósemi kúa og hefur þar verið velt við hverjum steini og horft til bændanna sjálfra, dýralækna, frjótækna og ráðunauta. Þetta hefur leitt til aukinna sæðinga en ekki aukins fanghlutfalls við fyrstu sæðingu. Þetta atriði hefur því verið skoðað sérstaklega og hefur það leitt athyglina bæði að bústjórn og fóðrun sérstaklega. Nú hefur verið þróað nýtt ráðgjafartæki sem kalla mætti „frjósemisgreiningu“ þar sem sérstakur hugbúnaður greinir alla helstu þætti kúabúsins og reiknar út hvað það er á viðkomandi kúabúi sem skýrir lágt fanghlutfall. Bóndinn fær svo í hendur leiðbeiningar með helstu atriðum sem þarf að bæta svo auka megi fanghlutfall búsins, afar gott verkfæri og gagnlegt fyrir kúabændur. Í næsta Bændablaði verður fjallað um stöðu naut- griparæktarinnar eins og hún var kynnt af framkvæmdastjóra og stjórnarformanni dönsku nautgriparæktarsamtakanna við setningu ráðstefnunnar, sem og um aðrar málstofur ráðstefnunnar en ein þeirra fjallaði um mjólkurgæði og – framleiðslu, önnur um fjósbyggingar, sú þriðja um framleiðslustjórn og sú síðasta um kjötframleiðslu. Þá voru jafnframt haldnir ársfundir hinna ólíku kúakynja í Danmörku á ráðstefnunni, en um þá verður þó ekki fjallað sérstaklega. Samantekt: Snorri Sigurðsson, Gestir Kvægkongres 2014 voru um þrjú þúsund í ár, þar af nokkrir Íslendingar! Peter Philipp, stjórnarformaður stjórnar. SK ES SU H O R N 2 01 2 Vatnsveitur á lögbýlum Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000. Umsóknir um framlög til vatnsveituframkvæmda skulu berast til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. mars. Umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Nánari reglur og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á www.bondi.is Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.