Bændablaðið - 06.03.2014, Page 38

Bændablaðið - 06.03.2014, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Talsverðar breytingar urðu í mjólkuriðnaðinum um síðustu áramót. Greiðslumark mjólkur var aukið um 9 milljónir lítra um leið og tilkynnt var að öll umframmjólk yrði keypt af bændum á fullu afurðarstöðvaverði og er nú greitt jafnhátt verð fyrir fitu- og próteininnihald mjólkur. Að undanförnu hefur fituinnihald farið lækkandi í mjólk. Lífland hefur brugðist við þessum aðstæðum með því að breyta uppskriftum á öllu kúafóðri. Breytingarnar felast einkum í auknu innihaldi á mettuðum og ómettuðum fitusýrum, innihaldi sykurrófna og aukinni heildarorku í blöndum fyrirtækisins. Hráefnið Magnapac inniheldur um 50% mettaðar og 50% ómettaðar, kalsíumhúðaðar fitusýrur. Kalsíumhúðin verður þess valdandi að fitusýrurnar komast að mestu ómeltar í gegnum vömb kýrinnar. Ef ekki væri fyrir húðunina væru fitusýrurnar teknar upp í vömbinni en það gæti haft neikvæð áhrif á vambarstarfsemina og þar með neikvæð áhrif á verðefni í mjólk. Þess í stað eru fitusýrurnar frásogaðar í smáþörmum kýr- innar. Mettaði hluti fitusýranna nýtist til mjólkurfituframleiðslu, en ómettuðu fitu- sýrurnar nýtast sem orkugjafi fyrir kúna og hafa jákvæð áhrif á nyt. Magnapac er mjög auðmelt og hefur um 90% meltanleika. Efnið er framleitt úr pálmaolíu en pálmaolía inniheldur hátt hlutfall mettaðra fitusýra. Hlutfallið er misjafnt eftir því úr hvaða hráefni fitusýrur eru unnar og er vert að hafa það í huga við val á fitusýrugjöfum. Hlutfall fitusýra hefur verið stóraukið í blöndum Líflands og fæst nú kjarnfóður sem inniheldur 0,14 – 2,5% Magnapac. Hráefnið er einnig til sölu hjá Líflandi í 25 kg pokum og getur nýst við gerð heilfóðurs. Hlutverk sykurrófuhrats í kjarnfóðri hefur verið útskýrt nokkuð uppá síðkastið m.a. í grein Jónu Þórunnar Ragnarsdóttur, ráðunautar, í 2. tölublaði Bændablaðsins 2014 og því óþarfi að fjölyrða um það. Í stuttu máli má þó nefna að sykurrófuhrat hefur jákvæð áhrif á vambarumhverfi og skilar háu hlutfalli af smjörsýru í vömb sem er eitt megin byggingarefni mjólkurfitu. Hlutfall sykurrófuhrats hefur verið aukið í blöndum Líflands á kostnað hraðgerjanlegra kolvetna og fæst nú kjarnfóður með sykurrófuhlutfalli á bilinu 5% - 37,5%. Lífland selur einnig sykurrófuhrat í 25 kg pokum og stórsekkjum, fyrst og fremst til notkunar í heilfóðurkerfum. Aukin kjarnfóðurgjöf getur haft jákvæð áhrif á mjólkurmagn, en því getur einnig fylgt lækkað verðefnahlutfall. Fituinnihald lækkar m.a. vegna aukinnar própíonsýrumyndunar í vömb á kostnað edik- og smjörsýru, sem eru aðal byggingarefni mjólkurfitu. Próteinhlutfall getur einnig lækkað m.a. vegna þynningaráhrifa þar sem aukning á mjólkurpróteini helst ekki í hendur við mjólkurmagn sem stýrist m.a. af mjólkursykri. Hafa þarf í huga að nægjanlegt framboð sé af hraðgerjanlegum kolvetnum í kjarnfóðri enda eru þau eitt af megin hráefnum mjólkursykurs. Sé skortur á þeim þætti er hætta á að amínósýrur séu nýttar til myndunar mjólkursykurs í stað mjólkurpróteinmyndunar. Jafnvægi í þessum þáttum hefur verið haft að leiðarljósi við breytingar á uppskriftunum. Allar breytingar á kjarnfóðri Líflands eru unnar í samstarfi við hollenska ráðgjafarfyrirtækið Trouw Nutrition. Lífland mun ekki hækka verð á kjarnfóðri þrátt fyrir þessar breytingar. Frekari upplýsingar veita söluráðgjafar Líflands í síma 540-1100. Hraði er oft helsta orsök dráttarvélaslysa Oft hefur hraðinn verið helsta orsök dráttarvélaslysa og annarra umferðarslysa. Með hraðanum eykst skriðþunginn á ökutækinu, því þyngra sem ökutækið er eykst skriðþunginn og bremsuvegalengd eykst í samræmi við þunga. Hámarkshraði í umferð er miðaður við bestu aðstæður, en þegar aðstæður versna, s.s. blautt yfirborð vegs, hálka og myrkur, eru ekki lengur bestu aðstæður. Í Bretlandi er hamrað á því í forvörnum að þegar ljósin séu farin að lýsa veginn séu aðstæður ekki lengur eins og best verður kosið og því ætti að draga úr hraða sem nemur 10% af hámarkshraða. Einnig er mælt með þessari sömu reglu þegar vegurinn er sjáanlega blautur. Bremsuvegalengd lengist eftir þyngd ökutækis Þegar við keyrum á 90 km hraða ferðumst við um 25 metra á hverri sekúndu. Á þessum hraða þarf skyndilega að stoppa og hef ég það fyrir reglu að æfa mig reglulega í nauðhemlun á mótorhjólinu mínu, vitandi það að ég þarf alltaf af og til að nauðhemla af fenginni 40 ára reynslu af akstri mótorhjóla. Viðbragðstími á milli ökumanna er misjafn en ekki er óalgengt að meðalviðbragð sé um hálf sekúnda, og á þessari hálfu sekúndu ferðast viðkomandi rúma 12 metra. Á meðal fólksbíl sem er um 1.200 kg er meðalstöðvunarlengd nálægt 40 metrum. Samtals er þetta nálægt fimmtíu metrum. Sé bíllinn nálægt fimm tonnum er skriðkrafturinn á 90 km hraða það mikill að hann stoppar á nálægt 100 metrum. Dráttarvélar mega fara hraðast í 40 km hraða og án eftirvagns er meðaldráttarvél að stoppa á 28 metrum. Á eftirvagni sem er svipaður að þunga og dráttarvélin og án hemla má bæta við um það bil helmingi stöðvunarvegalengdar dráttarvélarinnar og er þá vegalengdin sem tekur að stoppa komin upp í 42 metra. Það er meira en stöðvunarvegalengd á litlum fólksbíl sem ekið er á 90 km hraða. Að hækka hámarkshraða dráttarvéla er lítil skynsemi Dráttarvélar eru þung vinnutæki og er ekki heimilt að keyra hraðar en á 40 km hraða. Allt of margir vilja komast hraðar á dráttarvélinni sinni, en hugsa þarf þá hugsun til enda. Heyrst hefur af dráttarvélum sem hafa farið í gegnum hraðabreytingu og ná þá allt að 60 km hraða. Sé þetta rétt stöðvast svona dráttarvél ein og sér án moksturstækja og aftanívagns á nálægt 60 metrum. Samkvæmt rannsóknum á slysum írskra bænda eru hraðakstursslys á dráttarvélum þar mjög algeng, en dæmi eru um að Írar hafi einmitt verið að fikta við að breyta dráttarvélum sínum svo að þær komist hraðar. Á þröngum írskum vegum eru oft skurðir við hliðina. Á mikilli ferð við nauðhemlun eru traktorarnir að bremsa undan halla vegarins og fara þá oft niður í skurðina, oft með alvarlegum slysum eða dauða. ÖRYGGI – HEILSA– UMHVERFI liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 15. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2014 Sumarið 2014 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga* og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér er umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2014. Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ* – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2014. Sportbíllinn er léttur og hefur stutta stöðvunarvegalengd og gæti hugsan- lega hafað verið á helmingi meiri hraða en traktorinn þegar þeir þurftu að nauðhemla, en skriðþunginn á traktornum er það mikill að hann þarf mun meiri vegalengd til að stoppa en sportbíllinn. Kjarnfóðurblöndum Líflands breytt sína með því að breyta uppskriftum á öllu kúafóðri.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.