Skírnir - 01.01.1973, Page 8
6
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
ar í Ara Þorgilsson sem var aS skrifa bækur á þessum slóðum 150
árum á undan honum; sömuleiðis í laxdæluhöfund, þriSja breiS-
firSínginn, samtíSismann sinn, sem hann hlýtur aS hafa þekt per-
sónulega. Því er oft haldiS fram af þeim sem telja Laxdælu ýngra
verk en Eyrbyggju, aS þar sem hin síSarnefnda vitnar í Laxdælu,
muni sú ívitnun vera innskot seinni manna. Vant er aS sjá hvaSa
tilgángi þaS hefSi átt aS þjóna, eSa hver hefSi getaS taliS sér ávinn-
íng í þessari skírskotun til Laxdælu, nema eyrbyggjuhöfundur sjálf-
ur. Einkennilegt aS eyrbyggjuhöíundur nefnir til sögu sinnar Þor-
gils Hölluson sem er augljós skáldsögupersóna í Laxdælu, hvaS sem
hann kann aS vera annarstaSar; enda hefur Eyrbyggja lítil sem
eingin not af honum; afturámóti fyrirfinst Kjartan Ólafsson ekki í
Eyrbyggju. Eftirminnileg er mynd sú er Eyrbyggja gerir af Snorra
goSa, og í Laxdælu varS aldrei annað en aukapersóna, kanski af
því sá höfundur hafSi mikinn farángur annan aS antvistast. VarS-
andi þá spurníngu, hvor sé eldri, Laxdælusnorri eða Eyrbyggju-
snorri, lángar mig aS leggja fram aSra spurníngu: Ætli laxdælu-
höfundur hefSi hætt á aS setja Snorra goSa inní sína sögu ef Eyr-
byggja hefði verið komin á undan? Hefði slíkt ekki verið álíka fá-
sinna og reyna aS taka saman aðra bók um Brennunjál eftir að búið
var aS skrifa Brennunjálssögu?
Einar Ólafur Sveinsson, sem er manna fróðastur um þennan
undraverða breiðfirska skóla, hefur bent á nokkrar íslendíngasögur,
en einkum sturlúngurit, sem eyrbyggjuhöfundur hafi aS fyrirmynd
um orðalag, auk dróttkvæðra vísna og kvæðabrota eldri sem hafa
verið að flækjast í munnmælum og ýmsir höíundar þessa tíma virð-
ast hafa geingið í og ort upp hver eftir sínum þörfum. Hér mætti
einnig bæta því viS aS höfundur Eyrbyggju hefur lesiS sérstaka
gerð af Jómsvíkíngasögu, þar sem allir Jómsvíkíngar voru reknir
á skóga í SvíþjóS. Ekki má heldur gleyma því, að í Eyrbyggju verS-
ur endurborin kona ein suðreysk, ættuð úr Ólafs sögu Tryggvasonar
eftir Gunnlaug Leifsson, og á hvergi annarstaðar heima, Þórgunna
barnsmóðir Leifs hepna.
Texti Eyrbyggju hefur þann eiginleika sumra bestu skáldverka
frá þessum tíma, aS mörgum frásögnum er raðað uppá hillu einsog
krukkum hlið við hlið, stundum án mikils sambands sín í milli, þó
rennur alt í fasta heild fyrir sjónum manns þegar skoðaS er úr rétt-