Skírnir - 01.01.1973, Side 11
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
9
maður sem á tímum eyrbyggjuhöfundar vill rekja ætt sína tu Þór-
ólfs mostrarskeggs að eiga sér yfir hálfa miljón forfeðra jafnskylda
Þórólfi ef hverjum afkomanda eru reiknuð þrjú börn í ættlið, en
Þórólfur átti tvo sonu.*
Trúarbragðasaga Eyrbyggju verður síst óhnýsilegri af þessum
sökum. A yfirborðinu amk geyma Islendíngasögur í því máli
vitnisburð um söguskoðun sem kirkjan virðist hafa myndað sér,
haldið fram og hagað sér eftir frá fyrstu tímum trúboðsins, og inn-
prentað síðan kristnum mönnum. Kirkjan taldi Þór þann einan guð
eða andguð á íslandi sem þeir gætu látið af sér spyrjast að taka
mark á sem höfuðóvini Krists, enda virðist ekki hafa verið trúað á
önnur goð að marki hér eða í Noregi. Trúboðið var útlistað fyrir
mönnum sem einvígi milli Krists og Þórs. Eyrbyggja saga lætur
sem hún sé upprunnin á fornu höfuðsvæði þórsdýrkunar. Laxdæla
getur Þórs hvergi á sama svæði.
Sagan um kristnitökuna var upphaflega kaþólsk sagnfræði, og er
enn. Hinn kaþólski málstaður er borinn fram í öllum Islendínga-
sögum. Sumir fræðimenn eru enn þann dag í dag „kaþólskir í höfð-
inu“ að því leyti sem þeir virðast trúa að hér hafi staðið stríð milli
tvennskonar réttrúnaðar, tveggja kaþólskna, annarsvegar rómversk-
kaþólskrar kirkju, hinsvegar þaulskipulagðrar ásakaþólsku sem haft
hafi á að skipa fjölda mustera, stundum mörgum í hverri sveit og
hafi þar verið tignaður grúi skúrgoða, blótað mönnum og dýrum,
hafðir prestar, goldin musteristíund (hoftollur) osfrv. Mart bendir
þó til þess að svo einfalt hafi málið ekki verið.
Frásögn af kristnitökunni árið 1000 stendur að upphafi hjá Ara í
Íslendíngabók. Þó stuttorður sé, virðist hann vita það lítið vitað var
um málið á hans dögum, en einsog gefur að skilja var hvergi til um
það stafur í sagnfræðilegum heiinildum áður. En þegar fram líða
stundir fara menn að þykjast vita miklu meira um efnið en Ari
* Höfuðhetja Eyrbyggju, Snorri goði, var fæddur árið 963. Hann eignaðist 22
börn sem flest jóku kyn sitt. Ef ætti að reikna niðjatal hans, og úthluta
hverju barr.a hans þrem afkvæmum, sem ekki virðist ofílagt, með sömu við-
komu í þrjár aldir, þá mundu niðjar hans á ritunartíma Eyrbyggju vera
orðnir 72 160 4-x; mínustalan er óviss, en táknar áa-samruna vegna innan-
ættarbarneigna. Niðjatal manna annarsvegar og ættartala hinsvegar mynda
tvo pýramída sem standa hvor á annars toppi, en botnlínur pýramídanna
liggja í óendanlegleikanum.