Skírnir - 01.01.1973, Page 13
SKIRNIR
FORNESKJUTAUT
11
Western Philosopliy að ártalið þúsund merki ildepil evrópskrar
siðmenníngar. Tignun mildrar Maríu var þá enn ekki komin til
skjalanna að leysa kristinn dóm úr viðjum.
Onnur hlið forneskju var trúin á goðmagn málsins í lofi sem
lasti. Níð var vígsök. 1 níði var morð framið á því lífi manns sem
eitt var eilíft, en það var orðstír hans. Þar var sú ein vörn til, að sá
er níði var níddur dræpi þann er skóp honum níð, eða heita hvers
manns níðíngur ella. Þegar þessi þýski biskup hafði verið níddur á
íslandi með öllu því klámi sem þar heyrir, þá „skildi hann ekki
skensið“, og hélt ekkert væri auðveldara en mæta slíkum hégóma
með þrætubók, díalektík, og sanna með lærdómi að hann hefði ekki
alið Þorvaldi Koðránssyni börn. Höfundur Kristnisögu lætur hinn
íslenska félaga hans í trúboðinu, Þorvald, taka níðið svo nærri sér
að heiðnum hætti feðra sinna, að hann drap þá menn sem nítt
höfðu biskupinn; þetta varð trúboðunum að vinslitum. Þór kemur
hér ekki við sögu. „Ásatrú“ á sér aungvan stað í myndinni.
Íslendír.gabók hefur því miður ekki svona skilmerkilega mynd í
samsvarandi frásögn um Þángbrand. Þó svo kynni að reynast að
Kristnisaga haldi aungvan sannleikskjarna, utan það sem tekið er
eftir stuttri frásögn Ara, og sé ekki heldur það kaþólskt áróðurs-
plagg sem hún hefur átt að vera, þá verður ljóst af ofangreindum
tveim dæmum að þetta er merkileg bók. Minníngar um Þór á Islandi
eru hinsvegar svo lítilfj örlegar, þegar frátalin eru mannanöfn og
staða kend við þennan guð, svo og fastir liðir í kenníngum skáld-
skapar, að þær jaðra við að vera aungvar. Þó að Þór sé af seinni
mönnum talinn hér fremstur í þeirri hvirfíngu ása sem menn ímynda
sér að verið hafi íslenskt goðaþíng, eða, ef vill, nokkurskonar heið-
in communio sanctorum, þá sér þess þó ýmis merki að trú sem
ríkti hér í heiðni hafi verið af öðrum toga spunnin en átrúnaður á
Þór.
Kristnisaga hefst á dæmi um trú íslendínga á steina og var göm-
ul ekki síður en trú á stokka, og ekki víst nema við höfum þá trú
enn; að minstakosti varð mikill goluþytur hér í fyrra þegar vega-
gerðarmenn spreingdu stóra steininn hjá Grafarholti; dagblöðin
fluttu tíðindi af ógæfu sem fljótlega hefði dunið yfir þá menn sem
áttu þátt í steinbrotinu. Þessi trú á náttúrumyndanir er stundum
kölluð náttúrutrú á Norðurlöndum, en hér á landi kjósa menn held-