Skírnir - 01.01.1973, Síða 16
SKÍRNIR
14 HALLDOR LAXNESS
hinsvegar sönnur á að allar enskar ættartölur sem rekja til eingil-
saxa séu tilbúníngur frá rótum, og samsettar laungu eftir The
Conquest.
Af rökum sem seinni mönnum eru óljós virðist forneskja hér á
landi hafa fariS lángt meS aS telja menn hafa tvöfalda veru einsog
kristin trú kennir. Hamíngja karlmanns fylgir honum í kvenmanns-
líki, dýrs eSa vofu. Þessi trú á fylgjur og furSur manna hefur veriS
ekki ókunn hér á landi til skamms tíma. Vofur fylgdu heilum ætt-
um og aSrir menn þektu þær í sjón og vissu hvernig þær hegSuSu
sér. Menn mættu stundum fylgju sinni fyrir feigS. Stundum varS
fylgjum ljóS á munni, ekki síst ef þær voru dísir eSa valkyrjur. Þeir
sem geingu aftur höfSu ævinlega tvo hami, annar lá kjur í gröfinni
blár ogbólginn meSanhinnhljóp útum öll foldarból aS gera óskunda.
Á germönsku svæSi, aS íslandi undanskildu (kanski vegna fátækt-
ar), var siSur aS láta tvö eintök af hverjum grip haugfjár í jörS meS
dauSum manni, eftilvill sinn gripinn handa hvorri veru, í von um
aS kaupa báSar til aS liggja kyrrar? (Athugun á draugagángi í forn-
sögum, Eyrbyggju sérstaklega, verSur aS bíSa betri tíSa.)
í riti sínu Kristnitökunni á Islandi hefur Jón Hnefill ASalsteins-
son taliS saman fjölda staSa í Íslendíngasögum, þar sem vitnaS er
til hamfara. Slíkir menn lögSust undir feld og voru um leiS horfnir í
fjarlæga staSi „aS sínum erindum og annarra; lá þá búkurinn sem
sofinn eSa dauSur“ - má bæta viS eftir Snorra. Margir góSir menn
urSu verúlfar á kvöldin. Egill Skallagrímsson er sagSur kominn af
verúlfi þar sem Kvöldúlfur var, afi hans, þó líklega frekar af tveim-
ur en einum, því lángafi hans Brundabjálfi gæti veriS hamhleypa
eftir nafninu aungusíSur en Kvöldúlfur. Sumir vöfSu héSni aS
höfSi sér, lögSust niSur og feingu vitrun.
Jón Hnefill telur aS frásögn Ara af því er Þorgeir ljósvetnínga-
goSi dró feld á sig á Alþíngi áriS 1000 sé til vitnis um ástand sem
menn hafi látiS fallast í til þess aS fá vitrun. Sá sem hinsvegar tók
sér fyrir hendur aS rita fyrstur undir ægishjálmi kirkjunnar sagn-
fræSi um kristnitökuna, Ari Þorgilsson, treysti sér ekki til aS tala
ljósar um rammheiSiS atferli Þorgeirs í þessum púnkti, né um starf
hans undir feldinum, aS því er Jón Hnefill telur.
Oréttlátt væri aS gleyma meS öllu hlutverki Völsa í trú á NorSur-
löndum og á íslandi. Völsi er ugglaust eldri en Freyr, en Freyr er