Skírnir - 01.01.1973, Side 20
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
1 o
lo
líkíng sem nú eru saunghús í kirkjum (þe kór), og stóð þar stalli á
miðju gólfi sem altari. .., á stallanum skyldi og standa hlautbolli
og þar í hlautsteinn sem stökkull væri“ (í kirkjum notaður við
ádreifíngu vígsluvatns). Umhverfis stallann í afhýsinu var líkneskj-
um goðanna skipað. „Til hofsins skyldu allir menn toll gjalda“, -
semsé skipulögð kirkjutíund. Hofgoðinn átti að sjá um að svæfð
væru þau „kvikindi er goðunum var fórnað“, vonandi hefur hofið
þó ekki verið sláturhús; síðan átti hofgoðinn að halda blótveislur
„inni“, þeas í húsum sínum, og virðist það hafa verið frumskylda
hans. Á trúarathafnir er ekki minst, bænahald eða prédikanir og
þvísíður saung, svo ekki verður glögglega séð til hvers hofið er not-
að. En í afhúsinu sem samsvarar kór í kirkju, standa líkneskjur
goðanna kríngum stalla einsog kaþólskar dýrlíngamyndir umhverf-
is altari.
Höfundur reynir að koma sér hjá því að fjölyrða um þessa
myndasýníngu, enda er víst nokkurnveginn örugt að fullyrða að í
fornum átrúnaði Norðurlanda hafi skúrgoðadýrkun verið á lág-
marki. Myndhöggvaralist er ekki stunduð á þessum slóðum fyren
í kristni að hafin er kaþólsk líkneskjusmíð. Norðurlandamenn til
forna kunnu ekki að búa til kríngdar fígúrur af því tagi sem á
nýskandínavísku heitir rundplastik. Eftir að helluristum sleppir á
bronsöld, og tilheyra öðru menníngartímabili en hér er í umræðu,
var myndlist skandínava einkum fólgin í útskurði sem flokkast und-
ir skrautlist, og upp kom seint á víkíngatíma, auk útsaums og glit-
vefnaðar sem var list kvenna. Ristan var ýmist gerð á sléttan
eða lítillega búngaðan myndflöt einsog er td á rúnasteinum, eða
upphleypt útflúr á súlum sem stundum vindur sig í gorm um súl-
una. Kanski veit eyrbyggjuhöfundur þetta, því þær einar myndir sem
hann lætur vera í hofinu eru „súlurnar11 sem Þór flutti á land í Þórs-
nesi. Súlurnar voru tvær og „þar var Þór skorinn á annarri“. Hvað
var á hinni, og hversvegna voru þær tvær, og hvurnin höfðu þær
samflot? - við svona hégómlegum spurníngum er aldrei neitt svar í
fornsögum. Manni skilst súlurnar hafi verið þakstoðir úr skála Þór-
ólfs heima í Mostur. Útskurður hefur líka verið tíðkaður á stól-
brúðum og eflaust á „öndvegissúlum“, vilji menn hugsa sér að út-
vegsbændur úr eyum, dölum og fjarðarplássum í Vesturnoregi hafi
haft öndvegi, í merkíngunni hásæti, í húsum sínum. Um málmsteypu