Skírnir - 01.01.1973, Side 21
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
19
er fátt kunnugt af NorSurlöndum á þessum tíma og deilt um hvort
hún hafi yfirleitt verið nokkur - utan þær dularfullar freysmyndir
tvær, eða völsar, sem ég áður nefndi, önnur af íslandi hin úr Sví-
þjóð, og svo eru fágætar að enn hefur ekki fundist skýríng á þeim.
Kríngda hausa uppá súlum hafa fornmenn skorið út sem vættahöf-
uð að storka öðrum vættum; arabískur norðurlandafari af Spáni
sá slíkar súlur í Heiðabý á 8undu öld. Þesskonar hausar hafa verið
á níðstaungum; td nefnir Reykdæla „karlhöfða“ á endanum á níð-
staung. Einhverskonar fælur í líki ófreskjuhausa hafa menn haft
gegn illvættum á húsum sínum, húsasnotrur. Drekahöfuð voru á
skipstöfnum og kvað svo hafa verið fyrirmælt í Ulfljótslögum að
slík höfuð skyldu ofan tekin af skipum þegar nálgaðist land, svo
landvættir skelfdust ekki. Alt eru þetta vættatrúarmerki. Peter Foote
telur þetta hafa verið „wooden pillars with a human face“. Mér er
nær að halda að hér hafi síður verið um að ræða eftirlíkíng manna
en dýra sem þeirra vættur var tignuð.
Ekki er úr vegi að minna hér á Egilssögu þar sem lýst er níð-
staung Egils; þá er hrosshaus á endanum. Egluhöfundur lætur hetju
sína ekki aðeins snúa níði á hendur Eiríki konúngi í Noregi, heldur
„á landvættir þær er land þetta byggva“, uns þær reki konúng af
löndum. Níðskáldið heitir sér til fulltíngis á bönd, rögn, landálf og
landás osfrv, alt ónefndar vættir. Vegna skáldskaparhefðar fær nafn
Oðins að fljóta með í níðinu, en það er líka í hið eina skifti sem
það er nefnt í Egilssögu; Njörður og Freyr koma þar reyndar
tvisvar fyrir í vísum sem dauð nöfn. Hinsvegar er með öllu brent
fyrir að nokkurstaðar sé nefndur Þór í allri Egilssögu, öðruvísi en
fastur liður í nafni eða kenníngu, og var hann þó tískuguð Noregs
á tíma sögunnar. Hér skyldi þó ekki vera enn ein óbein röksemd
fyrir þeirri tilgátu Sigurðar Nordals, sem margir telja sannaða, að
Snorri hafi samið Eglu, sá höfundur sem geingið hefur manna
fremst í því að geya Þór í Gylfaginníngu, gera guð þenna „lifandi
eftirmynd hins fákæna norræna búandkarls“ (de Vries), sem ekki
sé í húsum hæfur. Athyglisvert, þegar Eyrbyggj a og Egla eru lesnar
í einu, og hér eru tvö snildarverk eftir nágranna sem lifað hafa
samtímis sinn hvorumegin Snæfellsness, þá er samt einsog þeir hafi
aldrei hist; eitt til merkis um það er að breiðfirðíngurinn reynir að
koma Þór að hvenær sem færi gefst, en borgfirðíngurinn egluhöf-