Skírnir - 01.01.1973, Page 22
20
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
undur forðast einnig einsog heitan eldinn að nefna hann á nafn í
allri bókinni, eftilvill til þess að minna ekki um of á hvílík þórs-
fígúra Egill er. Oðinn er sem fyr segir óþektur í Eyrbyggju.
Ur margvíslegri skrautsmíði sem hafinhefur verið úr jörðu í þeim
nýuppgötvaða fornstað Helgey, og var verslunarmiðstöð og iðnaðar
í Svíþjóð frá því hub AD 200 og frammá lltu öld, þar verður lesinn
samfeldur vitnisburður um menníngu svía í hartnær 900 ár. Vernd-
argripir og listmunir eru þarna samankomnir, ekki aðeins af Norð-
urlöndum og úr Miðevrópu, heldur og af báðum ströndum Mið-
jarðarhafs allar götur út til Litlu-Asíu og Austurlanda, svo og frá
rómverjum, grikkjum, keltum og írum, en einginn gripur meðal trú-
arlegra minja sem þarna hafa fundist leiðir hugann að átrúnaði á
Öðin eða Þór, eða bendir til „ásatrúar“ í Svíþjóð á þeim tæpum
þúsund árum sem kaupstað í Helgey var upp haldið. (Afturámóti
hefur fundist þar Búddhalíkneski indverskt frá því um 500 AD.)
Svo vikið sé að því sem fyr var frá horfið um þórshof Þórólfs í
Þórsnesi, þá er loks mál til komið að minna á það sem laungu var
vitað af öllum sem vita vildu, að germanskar þjóðir til forna, þar-
ámeðal norrænar, íslendíngar ekki undanskildir, háðu þíng og dóma
á víðavángi, og svo helgiathafnir sínar, nema blótveislur voru gerðar
í húsum sveitarhöfðíngja. Orðið hof þýðir á germönskum málum
garður eða „umgersla“, og svo er það enn notað í Þýskalandi;
sveitabær á þýsku er hof, dómhús líka (rechtshof) og konúngsgarð-
ur (königshof). Á Norðurlöndum var orðið fyrst notað í Danmörku
tiltölulega seint, og haft um fólk á konúngsgarði, hirð. Mér er sagt
að í Noregi hafi það ekki verið tekið upp fyren farið var að lesa
Íslendíngasögur, en þá fóru menn líka að finna hof þar í landi.
Við vitum ekki með vissu hvernig orðið hefur farið að tákna heiðið
musteri á íslensku. Ég hef einhverntíma þóst leiða að því rök að
það muni kanski hafa komist inní málið sem þýðíng á saltaraorð-
um einsog templum eða atrium. Hof á íslandi fyrir árið 1000 hafa,
einsog hjá öðrum germönskum þjóðum, sjálfsagt verið einhvers-
konar vé, afgirtir staðir kríngum stóra steina; eða utanum steina-
þyrpíngar uppá hólum (hörgar) og aðrar náttúrumyndanir þar sem
menn áttu sér ármenn. Yfir hörga hafa ugglaust verið reist þök á
stundum til að skýla blótmönnum eða gestum vættarinnar fyrir veðri
og vindum; hátimbraðir hörgar og hof koma fyrir í Eddu, hvaða