Skírnir - 01.01.1973, Page 23
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
21
hugmyndir sem skáld kunna að hafa þar fyrir sér (Völuspá, Grímn-
ismál). Leingi hafa vafist fyrir mönnum þau orð Islendíngabókar
að Grímur geitskór hafi um 930 gefið til hofa þóknun sína (peníng
á hvern íslendíng) fyrir að „kanna ísland alt“.
Nýar rannsóknir sem gerðar hafa verið til að leita af sér grun
um hof í Skandínavíu, og þá einkum fornleifafræðilegar, hafa leitt
fram niðurstöður í þessu máli. Þar hefur Olaf Olsen, hinn danski
fornleifafræðíngur, brotið í blað með doktorsritgerð sinni, Hörg
hov og kirke. Hann hefur rannsakað Norðurlönd í þessu skyni og
ekki gleymt fslandi, því landi sem samkvæmt rómantískri fræði-
mensku var gert að höfuðlandi mustera í germanskri heiðni. Ekki
verður annað séð en flestir einlægir fræðimenn hafi beygt sig fyrir
rannsóknum Olafs Olsen og hans manna. Ég hef td fyrir framan
mig nýlegt rit Peters Foote, prófessors í norrænum fræðum í Lund-
únum, sem er þó ekki sérlega kunnur að bráðlæti í því að endur-
skoða úreltar rómantískar hugmyndir breta um Íslendíngasögur. Mr.
Foote segir: The most recent studies of temples in heathen Scand-
inavia show however, that the name hof is to be taken to mean not
a special building containing images of the gods exclusively reserved
for cult gatherings, but rather a farmstead at which was custom to
foregather for cult celebrations.
Leingi létu íslendíngar heimafyrir öll heilabrot um þessi mál
liggja á milli hluta; önnur efni úr fornsögum voru þeim hugstæð-
ari. A Napóleonstímunum, um það bil er sú stefna hófst er nefnd
hefur verið þjóðernisrómantík, höfðu þrjár eða fjórar tóttir á ís-
landi verið tilgreindar af bændum sem líklegar hofrústir. Árið 1702
athugaði Árni Magnússon „hofrústir“ Þórólfs mostrarskeggs í Þórs-
nesi af þeirri skarpskygni sem honum var lagin. Jón Helgason
bendir mér á að í söfnum Árna Magnússonar um staðfræði á ís-
landi standi orðrétt: „1702 um haustið sá ég þessa tóft, og sýnd-
ist mér hún ei líklegri til hofs en annars girðis. Kynni það, sem
mér sýndist, að hafa verið byrgi eða eitthvað þvílíkt.“ Fleiri
íslenskir lærdómsmenn á átjándu öld, þar á meðal Eggert Ól-
afsson, töldu fjarri að kalla tóttarbrot sem þeim voru sýnd hof-
rústir úr Íslendíngasögum. Segja má að trúin á hof á íslandi sé
grundvölluð snemma á 19du öld. Einn helstur öldúngur norrænna
fræða á þeim tíma Finnur Magnússon æsir upp þessa trú í bændum