Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 26
24
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
manna og kristinna ílandinu, sérílagi áÞíngvöllumkristnitökuvorið,
væru mestan part kaþólskur áróður, saman settur til að stækka hlut
trúboðsins; amk held ég einginn einlægur söguskoðari, nema kanski
þýskir ríkisréttarfræðíngar einsog Konrad Maurer, hafi látið sér
detta í hug að áttföld mannblót á Þíngvöllum daginn fyrir kristni-
töku, sem tæpt er á í klerkaritum fornum, séu annað en kaþólskur
rógur um heiðna menn.
Yið megum aldrei gleyma því að allar fornbókmentir okkar
íslendínga eru samdar af kaþólskum mönnum. Heiðnir menn eru
þar ekki til frásagnar. Það var ekki til í erfðavenjum né hugarfari
norðurþjóða að berjast um ídeólógíur - útaf öllu öðru kanski. Sá
hugsunarháttur er ættaður úr Miðjarðarhafsbotnum. Orsök þess að
kristnin hrósaði auðveldum sigri í þessum átökum á Þíngvöllum
virðist hafa verið sú að fylkíngarbrjóst heiðinna manna var veikt,
ef það var þá til. Ætli kristnitakan á Þíngvöllum haldi ekki áfram
að vera sagnfræðíngum leyndardómur eins leingi og því er trúað
að þarna hafi lostið saman tveim herskáum og ofstækisfullum rétt-
trúnuðum. Með því forneskja var hvorki réttrúuð né óumburðar-
lynd, sýnist líklegra að fyrri menn hafi skort forsendur að skilja
andlega alríkisstefnu hinnar rómversk-kaþólsku kenníngar, sem
bæði var réttrúuð og óumburðarlynd. Kaþólsk kirkja hafði hæði
biflíu og páfa; forneskjan hafði hvorugt, - aðeins svífandi goðsagn-
ir í ætt við ævintýri, og allar í einum graut að hætti munnmæla,
sem þær enda voru. Fjölkyngi var hin eina trú sem þessu fólki
var illa við og taldi þá menn ólífismenn sem seið stunduðu, ekki af
því þeir tryðu því að seiður væri hégilja, heldur af því þeir trúðu
að seiður væri raunveruleiki. Að kvöldi sama dags og Þorgeir reis
undan feldi sínum, eftir að hafa tekið við opinberuninni, var Þór
fallinn jafn þjáníngalaust og hann féll útskýríngalaust samkvæmt
okkar kaþólsku sagnfræði; og gervallur þíngheimur hefði getað
tekið undir með þjóðskáldinu okkar sem orti tæpum þúsund árum
síðar: Þór er fallinn, Þór er fallinn, þjóðin trúir á Krist.
Séu bókmentir á íslandi athugaðar í réttri tímaröð kemur í ljós
að kristniboðsrit, einkum í mynd þýddra sagna af dýrlíngum, trú-
boðskonúngum, postulum og öðrum heilagmennum (einsog sagt er
á norsku), sitja í fyrirrúmi hjá okkur altfráþví farið var að nota
stafróf og þángað til um 1200. Ef frá er skilin skrift í gagnsemis-