Skírnir - 01.01.1973, Page 27
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
25
skyni svosem lagaskrár, ættartölur í sambandi við landnám (gögn í
erfða- og landamerkjamálum) og undirstöðurit um íslenska mál-
fræði, eru rit Ara fróða ein um að vera samansett af „skynsamlegu
viti“ á þessu tímabili, svo höfð séu eftir hin frægu orð úr Fyrstu
málfræðiritgerðinni um þetta mál. í sömu ritgerð segir líka að hér
hafi að upphafi verið gerðar „þýðíngar helgar“, og manni skilst
séu kirkjulegir textar eða guðrækilegir, en hverjir voru þeir textar
nákvæmlega tiltekið? Upphaf ritunar verður ekki ársett. Einginn
veit með vissu hvenær bóklegar þýðíngar á trúarlegum undirstöðu-
textum hafi fyrst séð dagsins ljós á íslensku; svo virðist meira að
segja sem kristniboðar hafi ekki hrapað að því verki þó landslýður
væri kristinn að kalla. Faðirvorið hefur líklega ekki verið tiltækt
almenníngi á móðurmálinu fyren seint og um síðir, enda hefur ekki
verið úttekið með sitjandi sældinni að snara svo útsmognum texta
handa norrænum vættatrúarmönnum sem voru. Af Jarteinabókum
Þorláks frá 13du öld öndverðri verður ekki betur séð en klerkar
hafi kent fátækum mönnum „pater noster“ sem einbera töfrafor-
múlu til að sýngja hinum sæla Þorláki, hver svo mörgum sinnum
sem hann hafði rausn — eða þolinmæði - til, í umbunarskyni fyrir
að bægja frá þeim slysum og fári. Hversvegna ekki „faðir vor“ á ís-
lensku? Pater noster var ekki lesið, heldur fastur liður í messutexta
sem tónaður var með sínu lagi gegnum allar miðaldir eftir reglu
sem fastskorðuð var og fyrirskipuð á dögum Gregoríusar fyrsta, d.
604 (cantilena romana). Það var ekki neitt lag við faðirvorið á ís-
lensku, enda hefði verið hérvilla og háð að sýngja slíkan texta á
öðru máli en kirkjunnar þó til hefði verið. Latneski textinn lærðist
um leið og lagið, þó maður skildi ekkert í honum. Vættatrúarmenn
þektu mátt formúlunnar þó þeir skildu ekki orðin sjálf. Kristindóm-
urinn var orðinn ný og betri fjölkyngi á íslandi frá þeim degi er
steinninn á Giljá var súnginn sundur með saltara. Klerkar eru sál-
fræðíngar og þeim hefur verið ljóst tilgángsleysi þess að troða í
nýskírða heiðíngja hálærðum guðfræðiformúlum, enda hefðu þær
síst orðið mönnum skiljanlegri þó þær væru þýddar. Kaþólsk
ítroðsla fór fram þjáníngalaust með sefjandi saunglist í daglegri
messu og tíðagerð, hjartnæmum lærdómsríkum dæmisögum (ex-
empla) og dýrlíngaævum, jarteinalestrum þeas kraftaverkasögum,
og þó einkum og sérílagi myndlist. Bókmentaleg afrek á íslandi á