Skírnir - 01.01.1973, Page 30
28
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNXR
menn fluttu með sér híngað hafi verið þjóðkvæði sem hver kynslóð
kendi annarri. Til að mynda goðakvæðin, þau eru talin hafa verið
einhverskonar einkafarteski manna sem fóru búferlum úr Noregi
til fslands, en hafi síðan af óskýrðri orsök gleymst svo grandgæfi-
lega í Noregi, að þar var holrúm eftir sem kvæði þessi höfðu áð-
ur verið; síðan hafi kvæðin haldið áfram að lifa hér sem fólklor á
vörum almenníngs allan þann tíma sem við vorum ólæsir og óskrif-
andi í 4-5 kynslóðir frammað kristnitöku og 250 árum betur, þeas
allar götur þángatil kvæðunum var safnað og þau skrifuð upp á
seinna helmíngi 13du aldar.
Ovefeingjanleg er sú staðreynd að á ritöld taka menn sér fyrir
hendur að safna saman alskonar fljótandi efni úr munnlegri varð-
veislu með þeim ásetníngi að Ijá því fast form í letri. Það er reynt
að finna botn í þessu dóti og raða því niður, skipa því brotasilfri
saman sem saman á að efni og formi, ritstýra því, þeas yrkja það
upp og inní það, læsa það síðan í afmarkaða flokka undir sérstökum
fyrirsögnum eftir því sem kostur er: sem sagt sú forna aðferð í upp-
skrifun munnmæla; það hefur ekki verið létt verk. Hvernig sem hið
munnlega frumefni kann að hafa verið á sig komið, er augljóst að
kveðskapur eins og td goðakvæði Eddu hafa verið sett saman og færð
í stílinn af harðvítugum málfræðíngum, því slíka menn áttum við
frá því snemma á tólftu öld eða jafnvel fyr. Stafróf og íslenskar
ritreglur hafa amk verið í pallinn fyrir 1118 þegar lögin voru skráð.
Hinir fornu málfræðíngar hafa átt samvinnu við skáld sem voru
liðtæk í betra lagi, ellegar málfræðíngarnir verið skáld sjálfir á
svipaðan hátt og dróttkvæðaskáldin voru að sínu leyti málfræðíng-
ar tíundu aldar, (en sérmál dróttkvæðs skáldskapar verða annars
ekki reifð hér). Fræði sem fram til þessa höfðu svifið í lausu lofti
munnlegrar tilveru hefur verið óhj ákvæmilegt annað en yrkja upp
á nýaleik fyrir skriftina, að þessu sinni fyrir fult og fast, enda bera
eddukvæði eingin merki alþýðukveðskapar eða fólklors. Þetta afrek
íslenskrar bókmentasögu hafa sumir eingilsaxneskir fræðimenn
nefnt „the antiquarian revival“.
Það er ekki heldur ástæða til að efa að mótíf óbundins máls, sem
lifðu einsog kvæðin sínu munnlega lífi í ýmsum myndum, undir-
orpin misheyrnum og rángminnum, háð sífeldum viljandi eða óvilj-
andi breytíngum í munnlegum meðförum frá manni til manns,