Skírnir - 01.01.1973, Síða 31
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
29
kynslóð til kynslóðar, hafi myndað kjarna í mörgum frásögnum ís-
lendíngasagna, og sum slík mótíf jafnvel verið frumkveikja þeirra,
td brennusagan í Njálu, hvernig sem hún kann að vera til orðin, (hin
ómannlega rökvísi örlaganna), eða brynhildarmótífið í Laxdælu
(konan sem drepur elskhuga sinn). Onnur hafa augljóslega verið
feingin að láni úr erlendum bókum ellegar soðin uppúr reikisögum.
Samt er hin frjálsa sköpun skáldanna umfram alt annað smiðvél
þessarar máttugu listar. Hvað í hinu skrifaða pródúkti íslenskra
fornsagna á uppruna sinn í munnlegu efni? Hvað er málfræðínga-
skáldskapur eða verk lærðra ritstjóra gullaldar í Ijóðagerð Eddu?
Og að lokum, hvað af fornri póesíu eru óbreytt orð skálda úr forn-
eskju, sem ekki voru leingur orðin nema einber nöfn í minni mannaá
13du öld, og eins líklegt að ekki einusinni nöfnin hafi leingur verið
rétt munuð; kanski tilbúníngur? Hér gæti orðið bið á svari, eftilvill
af því að ekki er rétt spurt.
Jafnleingi má velta hinu fyrir sér, hvort nokkurntíma hafi til
verið á jarðríki þvílíkir menn sem yrtust á orðum og andsvörum
einsog persónur Njáls sögu; eða Laxdælu. Ætli hver og einn verði
ekki enn um sinn að halda um þetta það sem honum þykir líkast.
Mann undrar við lestur Eddu að til skuli hafa verið fróðir menn
sem héldu að þannig, einsog skáld goðakvæðanna, yrktu einhverjir
trúaðir menn um guð sinn eða guði. Kanski hafa þeir sem það héldu
verið góðir málfræðíngar og stálfræðíngar, en varla að sama skapi
sálfræðíngar, — svo maður hætti sér ekki útfyrir orðafar Sölva
Helgasonar. Einnig hefði verið óskandi að menn einsog Liestöl og
Heusler hefðu ekki lagt vísindin um lögmál munnlegrar varðveislu
á hilluna þegar þeir fóru að rannsaka uppruna íslenskra fornbók-
menta. Nú er þó svo komið að ýmsir fræðimenn hafa, einkum af
málfræðilegum ástæðum þó ótrúlegt sé, komist að þeirri niður-
stöðu að nokkur hin helstu meðal eddukvæða kunni að hafa verið
ort á íslandi í kristni, og er ekki erindi þessa máls að rekja þær
rannsóknir (í þessu máli eru einnig hetjukvæðin látin eiga sig í bili).
Hitt mætti nefna, sem snertir umræðuefni hér, að í helstu goða-
kvæðum er Þórs, hins íslenska „höfuðguðs“, aðeins lítillega getið
og als ekki í nokkrum hinum listfeingustu þeirra, fremur en hann
hefði aldrei verið til. En svo bregður við í þeim kvæðum sem Þór
eru helguð að einhverju leyti, þá fylgja skáldin fordæmi Snorra úr