Skírnir - 01.01.1973, Page 41
SKIRNIR
ÞRETTÁN KVÆÐI
39
í A er 6. Ijóðlínan:
„Nú má sín ekki meir hinn hviki maður“.
B varðveitir sömu gerð og C.
I A er 7. Ijóðlínan:
„Rís upp úr þinni fyrnd, þú, fallni maður“.
B varðveitir sömu gerð og C.
Hugnvynd: Varðveitt í einu véhiti og þremur handritum. Kvæðið er hér
prentað eftir vélritinu. Eitt handritið er skrifað með blýanti á laust blað, hér
nefnt A. Annað er skrifað með penna á laust blað, nefnt B, og hið þriðja með
penna í Fjólubláu bókina, nefnt C.
I A eru einvörðungu notaðir smástafir og engin greinarmerki. Textamunur
er þessi:
í A er heiti kvæðisins „við lækjartorg", í hinum handritunum báðum
„Hugmynd".
I öllum þremur handritunum eru tvær fyrstu ljóðlínurnar:
„Sál mín er eins og spurning,
sem svarað er út í hött.“
I A og B er 2. erindið sett upp með sama hætti og í vélritinu, en í C eru
tvær fyrstu Ijóðlínur þess settar upp sem ein.
I A og B er 1. Ijóðlína 3. erindis sett upp sem tvær:
„Gamall maður
í gulum frakka".
í C er þessi Ijóðlína með sama hætti og í vélritinu. í öllum handritunum er
síðasta Ijóðlína 3. erindis:
„og tautar í sífellu:“
I A er 1. ljóðlína 4. erindis sett upp sem tvær línur:
„faðir vor
þú sem ert á himnum".
I B og C er sama uppsetning og í vélritinu.
Ameriskur hermaður: Varðveitt í einu vélriti og einu handriti, skrifuðu með
penna, á Iausu blaði. Kvæðið er prentað eftir vélritinu, nema í 4. Ijóðlínu er
bætt við [að]. Textamunur er þessi:
I handritinu er kvæðisheitið „Amerískur hermaður".
I handritinu er 3. Ijóðlínan sett upp sem tvær:
„Aumingja barnið,
langar mann til að segja.“
Og í handritinu eru tvær síðustu ljóðlínurnar þannig:
„Stalingrad, Smólensk, Warsjá, Verdun, Marne.
Það er gott - að þú færð að deyja."
Hundrað og fimmtíu þúsund naglbítar: Varðveitt í einu vélriti og tveimur
handritum á lausum blöðum, báðum skrifuðum með blýanti. Kvæðið er hér
prentað eftir vélritinu. Annað handritið er í mun minna broti, nefnt A, hitt
er hér nefnt B.