Skírnir - 01.01.1973, Page 42
40
STEINN STEINARR
SKÍRNIR
Textamunur er þessi: í A er heiti kvæðisins skrifað „150000 naglbítar“, en
í B með sama hætti og í vélritinu.
1 B hafa tvö fyrstu erindin sama texta og vélritið, en í A eru þau þannig:
„Gef mér harm hins liðna,
gef mér hamingju komandi dags.
Gef mér hundrað og fimmtíu þúsund naglbíta
strax!
Eg vil dylja mig sjálfan
í dýrð þess, sem aldrei mun ske.
Eg vil draga naglann
úr krossins heilaga tré.“
I A hefur skáldið slegið krossi yfir 3. erindið, sem þar er þannig:
„Ég er hugmynd, sem enginn
í heiminum kannast við.
Gef mér hundrað og fimmtíu þúsund naglbíta
- og frið!“
I B er 3. erindið þannig:
„Ég er hugmynd, sem engum
á himni né jörð kemur við.
Gef mér hundrað og fimmtíu þúsund naglbíta
- og frið!“
í A er loks 4. erindi þannig:
„Ég er hugmynd, sem enginn
í heiminum trúir á
Gef mér 150000 naglbíta.
- Og sjá!“
Áin: Varðveitt í þremur handritum. Eitt þeirra er í Bláu bókinni, skrifað
með blýanti, hér nefnt A. Annað er á lausu blaði, skrifað með blýanti, nefnt
B. Hið þriðja er einnig á lausu blaði, þar sem tvö fyrstu erindin og 1. Ijóðlína
hins þriðja eru skrifuð með penna, en kvæðislokin með hlýanti. Það er hér
nefnt C.
B og C geyma öldungis sama texta. Munur handritanna er sá einn, að í C
eru eingöngu notaðir smástafir og engin greinarmerki. í B hefst hvert erindi
á stórum staf, en ekki eru þar greinarmerki, nema komma í lok 1. Ijóðlínu 3.
erindis. Kvæðið er hér prentað eftir þessu handriti.
A er ofurlítið frábrugðið hinum tveimur. Þar er heiti kvæðisins „Draumur-
inn og áin“. Þá er hvert erindi þrjár ljóðlínur, þannig að 1. og 2. ljóðlína
hinna handritanna eru í A settar upp sem ein. Textamunur er að öðru leyti
sá, að 1. ljóðlína 2. erindis er þannig í A: