Skírnir - 01.01.1973, Page 43
SKÍRNIR
ÞRETTÁN KVÆÐI
41
„Eitt andartak beið ég og sá að á sefgrænum bakka“.
Og í A er 1. Ijóðlína 3. erindis:
„Svo gekk af stað, ég hélt áfram með ánni“.
í B' hefur upphaflega staðið í 1. ljóðlínu 3. erindis „hélt“, en „gekk“ verið
skrifað ofan í það orð.
Model: Varðveitt í einu vélriti, sem kvæðið er hér prentað eftir, og einu
handriti á lausu blaði, skrifuðu með penna. I handritinu er kvæðið sett upp
sem þrjú erindi, tvær ljóðlínur hvert. Textamunur er sá einn, að í síðustu
Ijóðlínu hefur handritið „gat“ í stað „gæti“, og í lok 4. ljóðlínu handritsins
er engin komma, en 5. Ijóðlínan hefst á handstriki.
American style: Varðveitt í einu vélriti og einu handriti, skrifuðu með blý-
anti í Bláu bókinni. Kvæðið er hér prentað eftir vélritinu, nema í 3. Ijóðlínu
3. erindis er bætt við [il og [e].
Texti fyrsta erindis er hinn sami í vélritinu og handritinu, en þar er síðan
áframhald kvæðisins allt annað, þannig:
„Klukkan tíu á morgnana
Kemur mr. Hudson inn á skrifstofu sína
og segir: Hello! Please!
Joe Louis and mr. Hudson is the
american reflection
That is the question!"
I 2. Ijóðlínu hér að ofan hefur „Hudson inn“ verið skrifað ofan línu, en
strikað yfir „William“.
Landslag: Varðveitt í einu vélriti og þremur handritum. Kvæðið er prentað
eftir vélritinu. Eitt handritanna er skrifað með blýanti á laust blað, nefnt A.
Annað er skrifað með penna á laust blað, nefnt B. Hið þriðja er skrifað með
penna í Bláu bókina, nefnt C.
Uppsetning kvæðisins og texti eru nú öldungis eins í öllum handritunum. Sá
einn munur er, að í A eru eingöngu notaðir smástafir, og þar eru engin
greinarmerki. Kvæðið nefnist alls staðar Landslag, og texti og uppsetning
handritanna er þannig:
„Sólskin.
Sjávarströnd.
Klettur, sem rís
upp úr ryðbrúnum sandi
eins og risahönd.
Grár fugl
í gulrauðum þara.
Oj bara!