Skírnir - 01.01.1973, Page 44
42 STEINN STEINARR SKÍRNIK
I C hefur 1. ljóðlínan, væntanlega sem pennaglöp, upphaflega verið skrifuð
„Klettur", en síðan verið strikað yfir hana.
Nýr heimur: Varðveitt í tveimur handritum, báðum skrifuðum með blý-
anti. Annað er á lausu blaði, og er kvæðið hér prentað eftir því, hitt er í Bláu
bókinni. Bæði handritin hafa öldugis sama texta, staf- og greinarmerkjasetn-
ingu. Eini munurinn er sá, að í Bláu bókinni er kvæðið nafnlaust.
Neitun: Varðveitt í tveimur handritum, báðum skrifuðum með blýanti.
Annað er á lausu hlaði, og er kvæðið hér prentað eftir því. Hitt er í Bláu bók-
inni. Texti og stafsetning eru hin sömu í báðum handritum, nema í Bláu bók-
inni eru engin greinarmerki, og þar vantar „ég“ í 2. Ijóðlínu 2. erindis.
Tíminn og eilíjðin: Varðveitt í tveimur vélritum og tveimur handritum, báð-
um skrifuðum með blýanti. Kvæðið er hér prentað eftir öðru vélritanna, nema
í heiti kvæðisins hefur verið bætt við [Fj. Hitt vélritið geymir nákvæmlega
sama texta, en þar er kvæðið án heitis og eingöngu notaðir smástafir og engin
greinarmerki.
Annað handritið er í Bláu bókinni, nefnt A, hitt á lausu blaði, nefnt B.
Bæði handritin hafa nú sama texta og hér er prentaður, en í A hefur í 1. ljóð-
línu 1. erindis verið strikað yfir „dagsins“ og í staðinn skrifað „tímans". Þar
hefur og upphaflega staðið í 3. ljóðh'nu 2. erindis „blóðlausi", en verið breytt
í „blóðkaldi", og í 1. Ijóðlínu 3. erindis hefur upphaflega staðið „bæn mín“,
en verið breytt í „bæn þín“.