Skírnir - 01.01.1973, Síða 46
44
HANNES PÉTURSSON
SKÍRNIR
Að loknum athugunum á ljóðagerð Jóhanns Sigurjónssonar skipti
Toldberg henni niður í fjögur aðalskeið.2 Hið fyrsta lætur hann
ná fram að utanför skáldsins 1899, næsta fram til 1905, þriðja til
1912 og fjórða og síðasta skeiðið upp þaðan til æviloka. Elztu ljóð
Jóhanns á dönsku ársetur Toldberg um 1900-1901, og orti hann
mestmegnis á dönsku á öðru skeiðinu, en þau Ijóð sem hann þá
kvað á íslenzku hafa svip af skólaskáldskap hans fyrir utanförina.
Á þriðja skeiði frumorti Jóhann aftur á móti langmest á íslenzku,
en á dönsku á fjórða skeiði. Þannig víxlast það milli skeiða, hvora
tunguna skáldið notar mest: íslenzku á fyrsta og þriðja skeiði,
dönsku á öðru og fjórða. Toldberg nefnir aðeins eitt ljóð sem Jó-
hann kvæði á íslenzku eftir 1912, þ. e. Kveðju frá Islandi til Noregs
17. maí 1914.3
A tímabilinu 1905-1912 yrkir Jóhann Sigurjónsson á íslenzku
þau ljóð sem lyftu honum upp á bekk meistaranna. Og Sorg er eitt
þeirra. Sigurður Nordal hefur gizkað á, að ljóðið muni vera ort um
1908-09, og hann minnist þess að Jóhann flytti það oftar en einu
sinni á fundum íslenzkra stúdenta í Ilöfn.4
Sorg er sérstök meðal ljóða Jóhanns Sigurjónssonar, hæði um
efnistök og stíl. Ef horft er fram hjá því hvenær ljóðið varð til,
mætti svo virðast sem það markaði upphaf nýrrar aðferðar í Ijóða-
gerð skáldsins, væri nýtt skref stigið fram, þá er hann hafði ort
nægju sína í rímuðu og háttbundnu máli. 1 viðvaningslegum for-
mála bókar5 setti ég umræðu um Sorg einmitt fram eins og svo
væri, ég þóttist þess fulltrúa, að skáldið hefði ort Ijóðið svo síðla
ævinnar að ekki yrði af prentun þess fyrir dauða hans, og því væri
það ekki fram komið fyrr en við hentugt tækifæri síðar. Yið nán-
ari eftirgrennslan sé ég að ekki er staður í þessu: ljóðið hafði legið
árum saman í fórum skáldsins; það er ort á tímabilinu 1905-1912,
jafnhliða hinum stuttu og rímuðu meistaraverkum, og enn er eftir
að vita sönnur á því, hvers vegna skáldið lét prentun þess bíða.
II
Helge Toldberg lætur svo um mælt,6 að Jóhann Sigurjónsson hafi
sem skáld í Danmörku fetað í slóð þeirra höfunda erlendis er störf-