Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
HVAR ERU ÞÍN STRÆTI?
45
uðu laust fyrir aldamótin; í fyrstu lagt sig mjög fram um að líkja
eftir J. P. Jacobsen, en því næst tileinkað sér aðferðir („rytmer og
genrer“) Drachmanns, svo og sinna eigin jafnaldra og höfunda sem
voru lítið eitt eldri að árum.
í leit sinni að áhrifum á Jóhann Sigurjónsson úr þessari átt rakst
Toldberg á órímað ljóð eftir Herman Bang, Saa stort er vort Hjerte,
sem birtist í Illustreret Tidende hinn 1. október 1899, haustið sem
Jóhann sigldi utan til náms. Toldberg staðnæmist í bók sinni við
þetta ljóð og segir að Sorg kunni síðar að vera sprottin af upphafs-
línum þess;7 hugsar hann sér að þær hafi setzt fyrir djúpt í huga
Jóhanns og orðið svo sem ómeðvitað kveikjan að Sorg. Hann vitnar
til þeirra, en fjallar ekki um ljóðið í heild sinni, og má því ætla að
hann fyndi þar ekki annað sem styddi tilgátuna.8 Þannig hljóðar
umræddur staður í ljóði Bangs:
Gaar der ikke Sagn om,
at Byer sank i Jorden,
Byer, hvor kongelige Tanker
havde bygget Paladser,
Paladser med stræbende Spir
og Taarne, der gennemskar Himlen.
Vel getur verið, að Jóhann Sigurjónsson hafi einhvern tíma lesið
þetta ljóð eftir Herman Bang og rímleysa þess og frjáls hrynjandi
orkað á tilfinningar hans. Samt sem áður er langsóttur samanburð-
urinn við upphaf Sorgar:
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og ljóshafið, yndi næturinnar?
Allt er hér með annars konar blæ og langtum þytmeira. Þegar í
upphafi er slegið á biblíulegan streng málsins, og hann hljómar
síðan ljóðið á enda. Fyrir því er Sorg allt annan veg stíluð en upp-
hafslínurnar í ljóði Bangs: líkt og með einu snöggu handtaki setur
Jóhann yrkisefnið fyrir sjónir lesandans, í hiklausum setningum,
Bang hefur mál sitt í setningum sem eru með sveigju umhugsunar,
í játandi spurnarformi. í báðum Ijóðunum er að vísu ort um borgir
sem státa sig ekki lengur, en það efnisatriði eitt dugar ekki í stoð