Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 49
SKÍRNIR
HVAR ERU ÞÍN STRÆTI?
47
Og borgin sjálf, hin fallna, er hún ekki einnig þaðan komin? „Vei,
vei, borgin hin mikla, Babýlon, borgin volduga, því að á einni stundu
kom dómur þinn.“ (Opinb. Jóh. 18, 10). Og hvílíkur var ljómi þess-
arar borgar! Líktisthún ekki kóral eða sylgju úr drifnu silfri! „Vei,
vei, borgin hin mikla, sem klæddist dýru líni og purpura og skarlati,
og var gulli roðin og gimsteinum og perlum, því að á einni stundu
eyddist allur þessi auður.“ (Opinb. Jóh. 18, 16). Enn segir: „Og
hann [engillinn] hrópaði með sterkri rödd og sagði: Fallin er, fall-
in er Babýlon hin mikla, og orðin að djöfla heimkynni, og fangelsi
alls konar óhreinna anda, og fangelsi alls konar óhreinna og við-
bjóðslegra fugla .. .“ (Opinb. Jóh. 18, 2-3). Borgina föllnu í ljóði
Jóhanns Sigurjónssonar erfa einnig viðbjóðsleg dýr:
Vei, vei!
I dimmum brunnum vaka eitursnákar,
og nóttin aumkvast yfir þínum rústum.
Þessi samkvæmni með Sorg og nokkrum versum í Opinberun Jó-
hannesar virðist mér vera svo greinileg, að hjá því geti naumast
farið að Ijóðið eigi þar undirrót sína, sem aftur skýrir hinn biblíu-
lega mælskustíl þess. Þar við bætist, að einnig má finna samkvæmni
sem er óbeinni en sú sem nú var rakin, þar eð því er að nokkru lýst
í ljóðinu hversu allt umturnast eftir fall borgarinnar og hversu sá,
sem notið hafði gæða hennar, er sleginn örvæntingu:
Gefið mér salt að eta, svo tungan skorpni í mínum munni
og minn harmur þagni.
Og ennfremur:
Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg,
hálsar, sem skýla minni nekt með dufti?
í Opinberunarbókinni standa þessi vers, þá er lýst hefur verið hruni
borgarinnar miklu: „Og gráta munu og kveina yfir henni konungar
jarðarinnar, sem með henni drýgðu saurlifnað og lifðu í munaði, er
þeir sjá reykinn af brennu hennar ...“ (18, 9). „Og allir skipstjórar
og allir farmenn og hásetar, og allir þeir, sem atvinnu reka á sjón-
um, stóðu álengdar, og hrópuðu, er þeir sáu reykinn af brennu henn-
ar, og sögðu: Hvaða borg jafnast við borgina hina miklu? Og þeir
jusu mold yfir höfuð sér, og hrópuðu grátandi og harmandi og