Skírnir - 01.01.1973, Side 50
48
HANNES PÉTURSSON
SKÍRNIR
sögðu: Vei, vei, borgin bin mikla, sem allir þeir er skip eiga á sjón-
um auðguðust á, vegna yfirlætis hennar; því að á einni stundu var
hún í eyði lögð.“ (18, 17-19).
Þótt víða í helgri bók sé lýst falli borga sem guðs reiði dynur
yfir, þá sýnast mér þau vers í Opinberun Jóhannesar, sem hér hafa
verið tekin upp, nær því en aðrir áþekkir biblíustaðir að hafa lagt
Jóhanni Sigurjónssyni ljóð hans á tungu. Þó er freisting að álykta
að orðið sorg, sem notað er í ljóðinu sem andstæða lífs, shr. niður-
lagslínurnar:
Sól eftir sól hrynja í dropatali
og fæða nýtt líf og nýja sorg,
eigi sér biblíulega skírskotun út fyrir Opinberunarbókina, því svo
segir um eyðingu Zíonsborgar í Harmljóðunum:
Drottinn hafði ásett sér að eyða
múr dótturinnar Zíon.
Hann útþandi mælivaðinn, aftraði eigi
hendi sinni að eyða
og steypti sorg yfir varnarvirki og múr;
þau harma bæði saman. (2, 8).
IV
I eiginhandarritum Jóhanns Sigurjónssonar, þeim sem nú eru í
vörzlu Landsbókasafns Islands, er töluvert um drög að ljóðum hans
og hreinritanir þeirra. Einkum eiga í hlut ljóð sem hann frumorti
á dönsku þegar fram í sótti, en í handritunum er heldur lítinn fróð-
leik að fá um þau ljóð á íslenzku sem hann orti árin 1905-1912, þó
má finna danskar þýðingar sumra þeirra meðal annars. Hvergi
vottar þarna fyrir vinnu hans að Sorg. Það þarf ekki að vekja furðu,
því ekkert sýnir að Jóhann hafi verið geyminn á handrit Ijóða
sinna, þótt slyndra af þeim sé varðveitt, svo til alfarið á lausum
blöðum. Þess hefur ekki heldur orðið vart að Jóhann léti þetta ljóð
fylgja hréfum til ættingja, eins og honum var gjarnt um ýmis ljóð
sín önnur.
Sá var stundum háttur Jóhanns Sigurjónssonar framan af Hafn-
arveru hans, tíu eða tólf fyrstu árin, að fjalla um sama viðfangs-