Skírnir - 01.01.1973, Side 52
50
HANNES PÉTURSSON
SKÍRNIR
innblásiS af flugþyt máls, mynda og líkinga Opinberunarbókarinn-
ar, allri hinni spámannlegu ræSu, og þá hafi um leið sótt fram í
pennann þau atriði þaSan sem marka ljóSinu stefnu.
V
Eg hef á öSrum staS13 nefnt Sorg „eins konar eftirmæli um æsk-
una og hamingjuna“. Mér þykir ekki hlýSa aS taka athugasemda-
laust undir þau orS nú, er ég hef kynnt mér IjóSiS að nýju og komið
hefur í ljós að það er ort allmiklu fyrr en ég hugði. Yfirleitt er svo
að sjá sem menn hýsi með sér ólíkar skoðanir á merkingu ljóðsins,
hiki jafnvel við að skilgreina það. „Hver er reiðubúinn að koma
með endanlega skýring á þessu kvæði? En það er,“ ritar Sveinn
Skorri Höskuldsson.14 Tómas GuSmundsson hefur einnig vikið að
ljóðinu15 og sett fram nokkrar athugasemdir við form þess, en þær
geiga að verulegu leyti fyrir þá sök, að hann kemur ekki auga á
tengsl þess við biblíulega orðlist. Hann kveðst sjá þess merki í ljóð-
inu að það „sé ort að lokum heimsstyrjaldar“ og varpar fram þeirri
spurningu, hvort Jóhann Sigurjónsson sé ekki hér aS harma þá góðu
og glötuðu veröld sem var fyrir styrjöldina 1914. Þetta getur að
sjálfsögðu ekki verið, þar sem Sorg er ort nokkrum árum fyrr en
álfan tók að brenna.
Helge Toldberg er eini ritskýrandinn, það ég viti, sem fullyrðir
hvernig á IjóSinu standi.16 Hann segir að þaS lýsi angurværð
(Toldberg notar orðiS ,,vemod“) skáldsins, þá er hann vissi að
einn vinur hans hafði sturlazt á geði, og hafi þessi maður, eftir vasa-
bókarheftum skáldsins að dæma (,,notesb0gerne“) verið „en dansk
gr0nlandsmaler“; í ljóSinu séu „ungdommens himmelstormersym-
boler delvis omskabt til tegn pá katastrofen (ve over den faldne
by!)“.
I handritum Jóhanns Sigurjónssonar í Landsbókasafni17 er með-
al annarra vasabókarhefta eitt, sem skrifað hefur verið framan á:
Prosadigte, með hendi ekkju skáldsins að því er ráða má. Þarna eru
nokkur riss, sem næst öll á dönsku. Eitt þeirra er ritað meS blýanti
og harla torlesið. ÞaS tekur yfir liðlega fjórar síður, og er eyða í
miðjum klíðum. Segir hér frá málara sem dvelst á Grænlandi, í ein-
semd, en sá sem frásöguna rekur er vinur hans og hafði farið til