Skírnir - 01.01.1973, Page 56
FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
Einkenni nútíma
í ljóðum Þorgeirs Sveinbjarnarsonar
Munur hefðbundinnar ijóðlistar og nútímalegrar liggur að mestu
leyti í ytri gerð ljóðsins, uppbyggingu, málnotkun og stíl, en slíkt
hefur auðvitað um leið áhrif á innri gerð þess, því að svokallað
form og efni eru ekki aðskildir heldur samslungnir þættir ljóðs.
Fyrsta megineinkenni nútímaljóðs, og það sem mest er áberandi,
er splundrun hins hefðbundna ljóðforms. Algjört bragfrelsi verður
ríkjandi. Bragfræðilegar reglur eldri ljóðlistar gilda ekki lengur.
Notkun hefðbundinna bragarhátta hverfur og með þeim hefðbund-
in Ijóðstafasetning og rím. Að vísu nýta mörg nútímaljóðskáldin
enn hið gamla góss eldri ljóðlistar, að svo miklu leyti sem það
hentar þeim til að ná fram ákveðnum áhrifum og/eða hrynjandi í
ljóðinu, en það er þá gert án þess að fylgja reglum bragfræðinnar.
Þannig verður að líta á hvert nútímaljóð sem sjálfstætt listaverk án
eldri fyrirmynda í bragfræðilegu tilliti. Skáldið gefur ímyndunarafli
sínu lausan tauminn og öllum bragreglum langt nef. Það getur ort
langlokur, þar sem hlaðið er upp fjölda ósamstæðra mynda og efnið
fylgir hvergi hefðbundinni rökvísi, sbr. ljóð súrrealista; eða tekið
tónlistina til fyrirmyndar og fylgt þeim reglum, sem gilda við samn-
ingu tónverka; eða það getur byggt ljóðið upp á örstuttri samþjapp-
aðri augnabliksmynd, líkingu eða stemningu í stíl við japanska
Ijóðagerð.
Annað megineinkenni er samþjöppun eða hnitmiðun málsins,
sem ég hef valið að nefna „hnitun“: „kompression“ á erlendum
málum. - Skáldið nýtir eins fá orð og unnt er, til að gefa tjáningu
sinni aukna áherzlu og víkka um leið merkingarsvið hennar. I raun
byggir öll Ijóðlist á slíkri hnitmiðun að einhverju leyti, en nútíma-
Ijóðlistin hefur tekið þetta stílbragð svo markvisst og meðvitað í
þjónustu sína, að telja verður það eitt af megineinkennum hennar.