Skírnir - 01.01.1973, Page 57
SKIRNIR
EINKENNI NUTIMA
55
Hnitun er hægt að beita á ýmsa vegu, svo sem með því að rjúfa
setningarfræðilegt samhengi í ljóðinu og sleppa úr t. d. frumlagi
eða umsögn. Einnig með því að sleppa skýrandi texta, sem átti
að gefa rökrétt samhengi; og ekki má gleyma notkun tilvitnana og
tilvísana af hinum ýmsu menningarsviðum, sem vekja ný hugrenn-
ingatengsl hjá lesandanum og auka merkingargildi ljóðsins.
Þriðja megineinkenni nútímaljóðlistar er myndmál hennar og
grunkveikjur þess. Erfitt er að skilgreina í hverju tækni myndmáls er
fólgin, en notkun þess er einmitt höfuðeinkenni nútímaljóðlist-
ar að mínu viti. Myndmálið er notað á annan hátt í nútímaljóðlist
en í hefðbundinni, þar sem það hafði aðallega lýsandi eða skreyt-
andi hlutverki að gegna. Hér duga því ekki aðferðir eða skilgrein-
ingar, sem beitt er á mynd- og líkingamál hefðbundinnar Ijóðlistar.
I nútímaljóðinu gegnir myndin sjálf stærra hlutverki en í eldri
ljóðlist, því að hún ber oft á tíðum uppi alla merkingu ljóðsins.
Myndin verður merkingarberandi á þann hátt, að hún vekur grun-
kveikjur hjá lesanda, fær hann til að tengja hana einhverju í hugar-
eða tilfinningaheimi sínum, þar sem áður voru engin tengsl. En ein-
mitt þetta er aðalhlutverk myndmálsins, að vekja grun um eitthvað
nýtt, auðga skilning lesandans og víkka sjóndeildarhring hans með
margræðni sinni. Margræðni orða og mynda, djarfar samsetningar
orða af óskyldum merkingarsviðum og furðulegar, óvæntar hlið-
stæður eru einkenni myndmáls nútímaljóða. Hefðbundið skálda-
mál eldri ljóðlistar er látið lönd og leið, en dregin fram í æ ríkari
mæli orð daglegs lífs í útfærðri merkingu, og því hugmyndaríkari
samsetningar og myndir, þeim mun betra.
Hér hefur verið fjallað stuttlega um það þrennt, sem ég tel vera
megineinkenni nútímaljóðlistar.*) En ljóð verður að hafa fleiri en
eitt þessara þriggja megineinkenna til að teljast „nútímaljóð“. Það
er ekki nóg, að ljóð hafi t. d. bragfrelsi, ef myndmál þess er forn-
legt. Við getum þá sagt, að Ijóð verði að hafa að minnsta kosti tvö
af þessum þremur megineinkennum, svo að telja megi það til nú-
tímaljóða.
Eitt atriði langar mig til að minnast á að auki, en það eru yrkis-
efni nútímaskálda. Ég minntist áðan á, að hefðbundnu skáldmáli
*) Sjá ennfremur um þetta bók Ingemar Algulins: Tradition och modernism.
Sth. 1969.