Skírnir - 01.01.1973, Page 66
FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
Dagurinn!
Eftir það er einskis spurt,
því nóttin hefur numið daginn
burt.
Mynd. næturinnar, sem hernemur daginn, er mun margræðari en
myndin í fyrra dæminu. Orðaval og samsetningar eru mjög í anda
nútímaljóða: geigur, ótti, kvöl, kalt tóm, fræ næturóttans, o.s.frv.
Efni ljóðsins og myndmál skapa hér margræðni. En ljóð af þessari
gerð eru ekki mörg í Vísum Bergþóru.
Höfundur persónugerir mjög náttúruna að hætti rómantískra
skálda, og kemur hann þar oft með óvæntar og skemmtilegar mynd-
ir, svo sem í Lœkjarspjalli, þar sem lælcur kemur feiminn
----með Helgakver undir hendi;
í spánnýjum fötum,
farinn að ganga til prestsins,-
Sitt hvað er nú að persónugera lækinn, eða láta hann koma labbandi
með Helgakver undir hendinni! Myndin kemur á óvart, þótt oröið
„Helgakver“ tímasetji ljóðið, eða réttara sagt höfund þess. Lýsing
lækjarins, þar til hann
----festir ráð sitt í hafi
og sekkur.
er lífslýsing, svo sem oft er um persónugeröar náttúrulýsingar. Önn-
ur skemmtileg persónugerving er í Ijóðinu Við Svarthöfða, þar sem
lax talar í 1. persónu. Stundum vefst fyrir lesanda að sjá, hvort „ég“
ljóðsins á við laxinn, eða hvort það er höfundurinn sjálfur, sem
talar:
Oft á kvöldin lá ég úti í glugga
og lét mig dreyma---
Af framhaldinu sést, að „ég“ á við laxinn, sem þarna er kippt
út úr eðlilegu umhverfi sínu. Laxinn sér manninn standa við ána,
og stara niöur í dökkan hylinn:
Og áin hringaðist við fætur hans
og flæddi
inn í hugann,