Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 74
72
FKÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
Ég þori aldrei framar
að strjúka ykkur
um vanga á barni.
Ég veit að einhver skilur mig
þó að þið, hendur mínar,
vitið ekki hvað mig grunar:
Bráðum hef ég
engar hendur.
Þetta er mjög einfalt kvæði, en það segir allt sem segja þarf.
- Við sjáum hér í þessum síðustu dæmum, hvað Þorgeir er kominn
langt frá þeirri ljóðhefð, sem ríkti í fyrsta ljóðinu, sem ég tók sem
dæmi úr Vísum Berghóru. Bragfrelsi, hnitun og myndmál er hér
með allt öðrum hætti. Hrynjandin hefur brevtzt, hinn létti Ijóðræni
tónn kvæðanna í Vísum Bergþóru hefur vikið fyrir öðrum tóni, tóni
nútímaljóðs, með hrynjandi sína á mörkum Ijóðs og prósa.
Nú hafa verið athuguð í ljóðum Þorgeirs þau þrjú meginein-
kenni nútímaljóðlistar. sem talin voru hér í upphafi, þ. e. bragfrelsi,
hnitun og myndmál. Við skulum nú líta á niðurstöðurnar af þessari
athugun.
í fyrstu hók Þorgeirs, Vísum Bergþóru, er bragfrelsi hvergi ríkj-
andi. Hnitun kemur aðeins örsjaldan fyrir. Myndmálið er sjaldnast
nvstárlegt eða frumlegt, og margræðni þess er yfirleitt ekki slík,
að veki óvæntar grunkveikjur í huga lesandans. Samsetningar orða
af ólíkum merkingarsviðum eru ekki tíðar. Málfar höfundar er
einfalt og lítið um nýsköpun í orða- og myndavali. Yrkisefnin eru
miög í anda rómantísku skáldanna, náttúrukveðskapur, þar sem
náttúran er persónugerð, og manneskjan, þrár hennar, óskir, vonir
og ást. Lítið er fiallað um nútímann og vandamál hans, nema þá
helzt í ljóðinu Á íslenzlcri heiði, þar sem komið er inn á þjóð-
ernisleg og samfélagsleg vandamál. - Ljóðin í bókinni, sem ekki eru
í hefðbundnu formi, virðast nútímalegri en þau eru í raun og veru
vegna ytri búnaðar þeirra, þ. e. a. s. upplausn hefðbundinna brag-
arhátta og vísuorða. Þessi ljóð eru því flestöll á mörkum hefðbund-
innar og nútímalegrar Ijóðlistar.
Tíu ár líða frá því að Vísur Bergþóru komu út, þar til skáldið