Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 75
SKÍRNIR
EINKENNI NÚTÍMA
73
sendir frá sér næstu bók sína, Vísur um drauminn. Og nú kveður
nokkuð viS annan tón. - Bókin skiptist í fjóra hluta, og hefst hver
hluti á margræSri tileinkun:
Kjarrið
á rætur sínar
í himninum.
er tileinkun fyrsta hluta bókarinnar, og vísar hún á þann tón, sem
er ríkjandi í ljóSum þessarar bókar. — Bragfrelsi er orSiS mun
meira en áSur. LjóS meS hefSbundnu sniSi eru í miklum minni-
hluta, öfugt viS þaS, sem var í fyrri bókinni. Hnitun notar höfund-
ur einnig í mun ríkari mæli og á fjölbreyttari hátt. En einkum er
þaS myndmálið, sem hefur breytzt, orSiS margræSara, og vekur
fleiri grunkveikj ur. Málfar Þorgeirs er ljóst í þessari bók sem í
hinni fyrri, en meira er um margræS orS, „steinelfur“, „lífbrún“,
„tónmjúkt“, allt orS, sem eru samsett úr orSum sitt af hvoru merk-
ingarsviSinu. Yrkisefni þessarar bókar eru alvarlegri en í Vísum
Bergþóru. Heimspekilegar íhuganir og trúmál leita mjög á hug
skáldsins. LandiS og náttúran eru Þorgeiri enn jafn hugstæS og í
fyrri bók hans, en lýsingarnar verSa margræSari og innhverfari.
Glettnin og skopiS, sem var svo ríkur þáttur í Vísum Bergþóru, hef-
ur nú vikiS fyrir alvarlegri tón, þótt hann bregSi enn stundum á leik
og skopist aS tilverunni. - MeginuppistaSa þessarar bókar teljast
því nútímaljóS, samkvæmt skilgreiningunni hér aS framan.
í síSustu bók Þorgeirs, Vísum jarðarinnar, er ekkert ljóS í hefS-
bundnu formi, og bragfrelsi hefur enn aukizt frá tveimur fyrri bók-
um og er nú nær algert. Hnitun beitir höfundur á líkan hátt og í
Vísum um drauminn, en markvissara. Myndmálið er mjög marg-
rætt, og mynd/myndir bera í flestum tilvikum, ef ekki öllum, uppi
merkingu ljóSsins. Myndirnar eru óvæntar og skapa ný hugrenn-
ingatengsl meS margræSni sinni. Þær eru mjög oft byggSar á and-
stæSum eSa á orSum völdum af ólíkum merkingarsviSum líkt og í
Vísum um drauminn. Mál Þorgeirs er hér sem fyrr ljóst og skýrt. -
Eitt einkenni á málnotkun Þorgeirs í öllum bókum hans er, aS hann
notar orS oft í bókstaflegri merkingu sinni, þ. e. í þeirri merkingu,
sem orSiS sjálft segir til um, t. d. „kvíSbogi“ í merkingunni bogi
kvíSans, „landslag“, „flæSisker“ o. fh, en þetta skapar einmitt ný
og oft á tíSum óvænt hugrenningatengsl. - Yrkisefni þessarar bókar