Skírnir - 01.01.1973, Síða 77
ANDRÉS BJÖRNSSON
Ár úr ævi Gríms Tliomsens
Hér verður leitazt við að draga upp ofurlitla mynd af einu ári í
sögu Gríms Thomsens erlendis. Vant er að segja, hvort það ár, sem
hér um ræðir, var merkast fyrir einhverra hluta sakir þeirra 30,
sem hann dvaldist í útlöndum, en á þessu ári markaði hann sér þá
braut, sem hann hélt síðan um langt skeið, og á þessu ári hóf hann
langa baráttu, sem lauk reyndar með ósigri og finnast hans seinna
merki í sumum beztu Ijóðum skáldsins.
Arið 1848 var um margt óvenjulegt. Nýjar hræringar brutust
fram í ýmsum löndum með miklu afli. Febrúarbyltingin brauzt út
í Frakklandi og hafði víðtækar afleiðingar í mörgum löndum Evr-
ópu. Einvaldsstjórnir riðuðu til falls og krafizt var lýðfrelsis, prent-
frelsis og félagafrelsis. Menntamenn í Danmörku stofna þjóðfrelsis-
flokk (prófessoraflokkinn), og hvarvetna brestur og gnestur í göml-
um hlekkjum hefðbundins vana og þvingana í úreltu stjórnarfari
einveldisins.
Snemma árs 1848 kemur Grímur Thomsen 27 ára gamall meist-
ari í fagurfræði til Kaupmannahafnar úr utanlandsför, sem staðið
hefur hátt á annað ár. Lengst þess tíma hefur hann dvalizt í París
og London, einmitt þeim höfuðstöSum Evrópu, þar sem miklir at-
burðir gerast. Tíma sinn og hæfileika hefur hann notað ágætlega,
svo vel, að konungurinn, Kristján 8., hefur ritað sendiherra Dana í
Lundúnum, Reventlow, urn störf Gríms þar:
-----Varðandi störf magisters Thomsens í skjalasöfnunum, einkum um
skuldbindingar Englands frá 1720 um Slesvík, sýnist mér ráðlegt, að hann
lialdi þeim áfram, og veiti ég yður gjarnan heimild til að láta greiða honum
frá Hambrosbanka viðbótar ferðastyrk allt að 100 sterlingspund. - - - Ég
met mikils hin þjóðhollu störf meistara Thomsens.