Skírnir - 01.01.1973, Page 80
78
ANDRÉS BJÖRNSSON
SKÍRNIR
manna erlendra, sem komu til Kaupmannahafnar. Ekkert bendir til
að meistarinn ungi hafi verið neitt úr hófi hlédrægur eða uppburð-
arlítill.
Um daglegt líf Gríms Thomsens sumarið 1848 eru fremur glopp-
óttar heimildir eins og oftar, en samt má sjá, að hann hefur um-
gengizt allmikið tvær þekktar borgarafj ölskyldur í Kaupmanna-
höfn, það er að segja heimili Jörgens Hansen Kochs (1787-1860)
arkitekts, og tengdaföður hans, Peters Wulffs, flotaforingja, sem
var aldraður orðinn, en háttsettur maður. Hafði hann embættisbú-
stað í Amalienborg og sumarbústað í Frederiksborg. Börn Wulffs
flotaforingja og konu hans voru Ida (f. 1806), sem gift var Jörgen
Koch, Henrietta, sem hefur varðveitt nafn sitt með óbilandi um-
hyggju sinni og stuðningi við H. C. Andersen, sem lifði undir
verndarvæng þessarar fjölskyldu, og sonurinn Christian Wulff sjó-
iiðsforingi (f. 1810), sem fór um þessar mundir út á herskipi til að
stríða fyrir ættjörðina. Grímur hefur skrifað Christian Wulff nokk-
ur bréf þetta sumar, sem sýna tengsl hans við fjölskyldurnar, Koch
og Wulff.
Þessu fólki var fleira vel gefið en herstjórnarlist. Það var
andlegur aðall Kaupmannahafnar, menntað á mörgum sviðum og
listfengt. Christian Wulff var vel að sér í tónmennt og vinur tón-
skáldanna Weise og Hartmanns. Hann fékkst líka við að yrkja.
Heimilisvinir ásamt Grími voru þeir H. C. Andersen, sem hafði átt
athvarf hjá gömlu hjónunum í fjölda ára, og J. J. J. Worsaae forn-
fræðingur, einnig nýkominn úr Englandsför, þá ungur maður, mjög
aðlaðandi í framgöngu og fríður sýnum svo að af þótti bera. Fólkið
nefndi hann sín á milli „vininn með augun“, en hann var eygður
manna bezt.
Þessara heimilisvina getur Grímur í bréfum sínum til Christians
Wulffs. Hann segir meðal annars:
H. C. Andersen, þessi indæla sál, er eymdin uppmáluð sem stendur. Hann
situr hjá mér stúrinn og kveinandi.
Worsaae segir hann ásamt fleirum, (Steenstrup og Forchammer)
úti við Leiru að rannsaka hina fornu konungsborg.
Um sjálfan sig segir Grímur í bréfi til Christians Wulffs, 10.
apríl þetta ár: