Skírnir - 01.01.1973, Page 81
SKIRNIR
ÁR ÚRÆVI GRÍMS THOMSENS
79
Sjálfur lifi ég og syndi í fúapolli kæruleysisins, því til hvers skyldi ónýtur
bókmenntamaður grufla eða ganga með draumóra, þegar hann getur ekkert
aðhafzt og má það kannski ekki heldur. En ég er nú hvað sem tautar heim-
spekingur og meistari með láði og minnist orðanna: Every dog has its day,
og minn dagur rennur upp einhverntíma.
Bréf Gríms til Christians Wulffs bera þess glögg merki að hann
metur vináttu þeirra mikils. Oðrum þræði eru þau glettnisleg, þar
sem rætt er um sameiginlega kunningja, en annars fjalla þau um
stríðið, stjórnmál og listir. Grími er auðsjáanlega mikið í mun að
sýna, að hann sé í öllu hollur konungi og Dönum. Hann bregzt hart
við, þegar hann þykist kenna efagirni vinar síns í því efni. Hins
vegar er hann alls ófeiminn að gagnrýna ljóðagerð og skáldskapar-
smekk Christians Wulffs, en það gerir hann þó með fullri hæ-
versku.
í síðasta bréfinu, sem til er frá Grími til Wulffs 31. júlí 1848,
segir hann svo:
(Oskandi er), að ég fái betra tækifæri á vetri komanda til að sýna, að ég
eigi skilið þá vináttu, sem þér hafið auðsýnt mér svo fagurlega og hjartan-
lega og veitt hefur mér svo margar ánægjustundir með yður og yðar elsku-
legu fjölskyldu. Eg þarf á að halda nokkrum slíkum, sem ég get óhræddur sýnt
trúnað.
Ef til vill finnst yður ég dáh'tið hrærður í dag, en stundum bráðnar
reyndar Islandsklakinn, og þessa dagana hefur einmitt hagað svo til.
Varla er um það að efast, hvað brætt hefur þelann í brjósti Gríms
þessa miðsumardaga. Það er vinsemd sú og traust, sem utanríkis-
ráðherra, Knuth greifi, sýnir honum og verður upphaf vináttu
þeirra, sem entist þau fáu ár, sem greifinn átti ólifuð.
Með breytingum á skipan utanríkisráðuneytisins 8. ágúst, eða
viku eftir að bréfið til Christians Wulffs er dagsett, var Grímur
ráðinn kancellisti í utanríkisráðuneytinu með 500 rdl. í laun. Ekki
var það há staða, en til að bæta kjör Gríms fékk Knuth greifi því
til leiðar komið, að hann hlaut sérstaka þóknun, 300 ríkisdali á
ári, fyrir að gegna eins konar blaðafulltrúastarfi, þ. e. a. s. koma á
framfæri greinum í erlend blöð. Flutti Knuth greifi tillögu um
þetta á ríkisráðsfundi 14. júlí og vildi binda fj árveitinguna við
nafn Gríms. Ekki fékk hann það samþykkt, en í reynd tók Grímur
þó að sér þetta starf, og kom honum þar auðvitað vel ágæt kunn-
átta í erlendum málum og sú þekking, sem hann hafði aflað sér í