Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 82
80
ANDRÉS BJÖRNSSON
SKÍRNIR
París og Lundúnum 1846-48. MeS ráðningu Gríms til þessa starfs
mátti segja, að brautin væri mörkuð og framtíS hans ráSin.
SumariS 1848 hélt áfram aS líSa og þingaS var um ófriSinn út
af hertogadæmunum án þess nokkuS gengi eSa ræki, fyrst í Lund-
únum, en síSan í Málmey í SvíþjóS, og 26. ágúst náSist samkomu-
lag um sjö mánaSa vopnahlé.
Um svipaS leyti birtist ítarleg grein í Dansk Tidskrift eftir Grím
Thomsen, sem hann nefnir: Danmarks Alternativer eSa Valkostir
Danmerkur. Greinin var síSar sérprentuS. I riti sínu leitast Grím-
ur viS aS kryfja sem rækilegast afstöSu stórveldanna til stríSsins.
Hann bendir á þaS, sem þegar hefur gerzt, aS Nikulás Rússakeisari
hefur neytt Wrangel hershöfSingja út úr Jótlandi meS hótunum í
maímánuSi. Á hinn bóginn hafa Svíar og NorSmenn sent Dönum
liSsauka. Um þetta segir hann:
Ef svo er, sem sumir telja, að Rússum hafi heppnazt um stundarsakir að
brjóta Skandinavismann á bak aftur með einbeittu stjórnarskeyti, sem olli j)ví,
að Wrangel hershöfðingi hvarf frá Jótlandi og kom þannig í veg fyrir sam-
vinnu sænskra og dansk-norskra herja, þá vita rússneskir diplomatar fullvel,
að sérhver ósanngjörn fóm, sem Danmörk kynni að neyðast til að færa, mundi
þrátt fyrir fortölur þeirra vekja sterka, lifandi samúð nágranna vorra og af-
leiðingarnar verða öfugar við það, sem Rússland og ef til vill einnig England
stefna að.
Þó aS Grímur geri sér enn hálft í hvoru vonir um, aS Frakkar og
Englendingar muni vilja standa viS fornar skuldbindingar sínar viS
einvaldskonunga Danmerkur um sameiningu Slesvíkur, virSist hann
þó, þegar hér er komiS, hallast eindregiS aS þeirri skandinavisku
stefnu, sem hann fylgdi æ síSan, þó aS samvinna frændþjóSanna á
hernaSarsviSi reyndist ákaflega haldlaus, þegar í harSbakkann sló
aS lokum. En þessari stefnu fylgdi þaS, aS þjóSerni skæri úr um,
hvaSa landsvæSi yrSu innlimuS í Danmörku, og Slesvík sem heild
væri gefin upp á bátinn. Þeir, sem stefnunni fylgdu voru nefndir
Eider-danskir og landamæri ríkisins miSuS viS ána Eideren í Sles-
vík.
Hverjir voru þá valkostir Danmerkur eins og málin stóSu sumariS
1848? Því svarar Grímur svo:
Staðan er þessi: Af stórveldunum vilja Rússland og Stóra-Bretland frið
umfram allt. Frakkland getur ekki ennþá háð styrjöld. Minni lönd, þar sem