Skírnir - 01.01.1973, Page 83
SKÍRNIR
ÁR ÚRÆVI GRÍMS THOMSENS
81
við eigum helzt vinum aS mæta, þora ekki aS slíta friði nema með samþykki
stórveldanna. Vér eigum í styrjöid gegn miklu ofurefli, Prússlandi og Þýzka
sambandinu, og það er ólíklegt, að fært sé að halda henni lengi áfram hjálp-
arlaust. En það vitum vér, að jafnskjótt, sem Þjóðverjar fara yfir Konungsá
koma Svíar og Norðmenn oss þegar til hjálpar.
Valkostir eru: Áframhald styrjaldar, tafarlaus friður eða vopnahlé. Fjórða
kostinn þekkjum vér ekki.
Grímur telur óráölegt að halda styrjöldinni áfram. Hafnbann og
sjóhernaður Dana þrýsti þýzku ríkjunum fastar saman, svo að þau
muni leggja sig ennþá meir fram til að vinna stríð, sem sé þeim öll-
um til skammar og tjóns. Hins vegar telur hann ástandið í málum
Evrópuríkja þannig, að friðarsamningur sé óheppilegur. Varla hafi
nokkur stjórn í Evrópu vald til að undirrita slíkan samning þannig
að hann hafi nokkurt gildi. Grímur mælir eindregið með vopnahléi.
Ef Þjóðverjar bjóði það, geti Danir ekki neitað, því að slíkt mundi
spilla aðstöðu þeirra gagnvart öðrum þjóðum. Ef hins vegar Prúss-
ar eða bandamenn þeirra yrðu því til hindrunar, yrði það Dönum
í hag og mundi vekja andúð annarra ríkja á andstæðingunum.
Vopnahlé mætti nota til mikils gagns dönskum málstað.
Vopnahléið stóð tilskilinn tíma, en styrjöld hófst að nýju vorið
1849, og friður var loks saminn 2. júlí 1850. Bergmál frá sumrinu
1848 heyrist í blaðinu Kjpbenhavnsposten þremur dögum eftir að
friðarsamningar eru undirritaðir. Blaðið gerir upp sakir við Marz-
ráðuneytið og kennir ráðuneytinu um, að Þjóðverjar hafi orðið að
grípa til vopna gegn Dönum eftir uppreisnina í hertogadæmunum
- Slesvík-Holsten. í greininni í Kj pbenh avnsposten segir meðal ann-
ars:
Sá flokkur, sem tekið hafSi viS stjórnartaumunum (national liberalir) hafSi
jafnan taliS málstaS Holsten alþýzkan, og Holsten leit á málstaS Slesvíkur
sem sinn eiginn. StríSiS bar engan árangur, og friSi var ekki unnt aS ná milli
ríkjandi flokka Danmerkur og Þýzkalands nema á algerlega þjóðernislegum
grundvelli: með skiptingu Slesvíkur. Viðurkenning þessa gerði stjórninni
óstætt lengur. Knuth greifi varð að segja af sér embætti utanríkisráðherra, og
átrúnaðargoðið (den hpjtbetroede), Grímur Thomsen var brátt fluttur í ó-
merkilegt starf í erlendu sendiráði. Þegar þeir Knuth og Thomsen létu af störf-
um, glötuðu Skandinavistarnir öllum beinum áhrifum á samskiptin við erlend
ríki.
Greinin er ekki rituð af neinni vinsemd í garð Gríms Thomsens
6