Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 85
SKÍRNIR
ÁR ÚRÆVI GRÍMS THOMSENS
83
er, sem Grímur grunar um að hafi afflutt sig við sendiherrann.
Helzt mætti ætla, að það væri einhver starfsmaður í utanríkisráðu-
neytinu, en engan verður þar bent á. Utanríkisráðherrann, sem við
tók, var Moltke greifi, fóstri Knuths greifa, og ekki er vitað til að
hann hafi haft illan bifur á Grími, og góður kunningsskapur sýnist
hafa verið með honum og öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. -
Þessir mánuðir í Frankfurt urðu Grími að sönnu reynslutími, en
hann lagði ekki árar í bát, en reyndi að lifa lífinu eins og bezt gekk.
I bréfi til Worsaae vinar síns víkur Grímur að dvöl sinni í Frank-
furt og segir:
Þó að ég geri ráð fyrir, að þú sért að gera að gamni þínu, þegar þú hræðir
mig með þeim orðrómi, sem gangi um glaumlíf mitt þar (þ.e.a.s. í Frankfurt),
þá hefur þú hitt naglann á höfuðið, þegar ég bæti því við, að í litlum bæ eins
og Frankfurt, er ekki hægt að lifa lífinu öðruvísi, þegar maður hefur á annað
borð komizt inn í samkvæmislífið. Eg hef líka verið á grímudansleik hjá greif-
ynju Bergen, ekkju kjörfurstans af Hessen, þar sem ég angraði Þjóðverjana
með því að ganga í búningi sjóliða af Gefion. Það skal ég segja kvenfólkinu í
Frankfurt til verðugs hróss, að þegar þær sáu, að þýzku karlmennirnir litu
mig hornauga í bláa stakknum, hneigðu þær sig fyrir mér allar saman. Sjáðu
nú til, minn göfugi Jens, þetta er pólitískt grín, sem hefur reyndar þjóðernis-
lega, en alls enga persónulega þýðingu. Þar sem þú Don Juan Jótlands nærð
valdi yfir öllum karl- og einkum kvensálum með valdi augna þinna og nefs,
tekst mér að hafa áhrif með pólitískri ábendingu. Annars þarft þú ekki þar
fyrir að hæðast að „ævintýrum“ mínum. Eg hef aldrei gert mér háar hug-
myndir um persónutöfra mína.
Til skýringar skal það sagt, að Gefion var danskt herskip, og
danski flotinn var Þjóðverjum hinn mesti þyrnir í augum, því að
hann lokaði höfnum Þýzkalands. Að vísu misstu Danir þetta góða
skip Gefjuni, þegar ófriður hófst á ný 1849.
Enn segir Grímur í bréfinu til Worsaae:
A byltingarnar trúi ég ekki lengur. Sú var tíðin, að við töldum byltingu
hreinsandi þrumuveður, nú eru þær ekki annað en hitasóttarórar sjúks manns.
Horfinn er frjóvgandi safi trúarinnar, ástríðunnar og vitrunarinnar. I fæðing-
arhríðum þessa tíma finnst ekki einn einasti maður yfir meðalstærð, heldur
tómir matmangarar.
I rauninni er þetta auðmýkjandi fyrir lýðræðið og fyrir okkur tvo, þig og
mig, að yfirleitt er maður í vondum félagsskap meðal stjórnarerindreka. Gáfu-
menn eru sjaldgæfir; menn, sem búa yfir þekkingu, eru hvítir hrafnar, jafnvel
glansandi, léttúðugir, drykkfelldir gleðimenn, finnast varla lengur. Með sléttri