Skírnir - 01.01.1973, Page 91
SKÍRNIR
GEGNUM MÚRINN
89
Alla þessa liðnu daga,
öll þessi bliknuðu ár
hefur einfalt merki
borið við loft handan vatnsins,
beðið kyrrðar
á stund hraðans,
beðið þagnar
á öld vélarinnar,
beðið gamals manns
á dumbungslegu kvöldi.
Álma
um álmu þvera
rís yfir tóm hreiður
- eins og krosslögð hálmstrá.
Hrynjandi er ekki taktföst, og stuðlar koma einungis fyrir sem stíl-
bragð án nokkurrar reglu. Bygging kvæðisins er fólgin í endurtekn-
ingum og er fléttuð þeim. Endurtekin eru einstök orð, eins og t.a.m.
beðið (5. er.), orðasambönd: (hugur) gamals manns (1., 3. og 5.
er.), líkingar: eins og grösin, eins og strá, eins og sina, eins og
hálmstrá (2., 3. og 6. er.) og myndir: eldar í skýjum, ský í logandi
vatni (1. og 3. er.), dumbungslegt kvöld (1., 2. og 5. er.). Orka
sumar endurtekningarnar sem stef, t.a.m.:
álma
um álmu þvera
í 4. og 6. erindi, sem einnig fá aukið vægi við að vera styttri en hin
og hafa sömu hrynjandi.
Það sem gerir þetta Ijóð síðra hinum tveimur, sem á undan er
fjallað um, á ekkert skylt við nútímalega byggingu þess, heldur mis-
heppnaða mynd:
og sáu ekki turninn,
litu ekki á boðskap turnsins
sbr. og fyrirsögnina Turnmerki, en turn finnst mér vera hér fram-
andi, af öðru sauðahúsi en kross og strá og grugga mynd þeirra. En
allt um það er kvæðið nýstárlegt meðal annarra kvæða Ölafs Jó-
hanns og hefur þar að auki að geyma eina eftirminnilegustu mynd
bókarinnar, hrikalega í einfaldleik sínum: