Skírnir - 01.01.1973, Page 95
SKÍRNIR
GEGNUM MÚRINN
93
Ljóðið byggist á mynd af niðursuðudós og keðju endurtekninga
og líkinga, einnig epifóru, Ijóðdjóð, ohkar:okkar, hnífur:hnífur.
Líkingarnar eru óneitanlega frumlegar, jafnvel hneykslanlegar,
gleði, Ijóð, blóð, tómatsósa, sem allt er niðursoðið. Ljóðið er ann-
aðhvort mjög vont eða mjög gott, ég treysti mér ekki til að gera þar
upp á milli, en allavega lætur það mig ekki í friði.
Onnur aðferð skyld þessari er orðaleikur, þar sem líkingatengslin
felast aðeins í orðanna hljóðan, t. a. m. í þessu Ijóði úr Undir regn-
hlíf:
Einkennilegt þetta þjóðfélag
sem við höfum afhent ykkur:
hér vex ekkert
nema hagvöxturinn,
hér er ekki tekið mark á neinum
nema hann hafi hagfótinn
í lagi,
ljótur er sá fótur,
samt göngum við með Þórarni Nefjólfssyni
út í lífið.
Vísunin í skrýtluna af Þórarni Nefjólfssyni í Heimskringlu er ef
til vill einum of langsótt og skýrir ekki neitt nema orðaleikinn með
fótinn, en gengur jafnvel fram af manni í fjarstæðu sinni og hefur
að því leyti áhrif.
í Hversdagsljóði virðist mér Matthías ganga of langt í að vera
nútímalegur:
Þú vaknar við vondan draum:
konan er ekki heima
og þú hugsar að hezt sé
að vera farinn í hundana
áður en hún kemur heim
úr morgunkaffi hjá Laufeyju.
Þú skreiðist fram úr rúminu
með stírur í augum
burstar tennur og þvær þér undir höndunum,
ætlar svo að klæða þig.
Fötin liggja á stól frammi í stofu,
engin skyrta -
þú leitar í öllum skápum
í svefnherbergi, forstofu og eldhúsi,