Skírnir - 01.01.1973, Page 98
96
HELGA KRESS
SKÍRNIR
ingar. Svið Kvölds eru þrjú; tími: dagur, stund og kvöld; náttúra:
sól, skína, heiði, tjörn; mannlíf: kanna, vín, dreggjar, drekka, tœma,
menn. Myndhverfingin felst í því, að dagurinn er gæddur eigin-
leikum könnu, og ekki sízt í persónugervingu heiðarinnar. Við fyrstu
sýn vekur ljóðið hugsanatengsli um mann, sem safnar minningum
að liðnum degi, og eflaust mætti rökstyðja þá túlkun. Vísunin í
þjóðkvæðið gamla vekur þó hugboð um annað:
Upp á stól
stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Og þá dansar hún Anna.
Þá kem ég til manna: þegar heiðin kemur til manna, ég og heiðin
er eitt og hið sama, það er heiðin, sem hefur tæmt daginn. Sam-
kvæmt þessari túlkun, einni af mörgum, lýsir ljóðið kvöldstemn-
ingu við tjörn á heiði.
Flókin og geirnegld myndbygging sem þessi einkennir beztu ljóð
Þorsteins, eins og t. a. m. Svejnrof, og persónugervingu beitir hann
oftar, t. a. m. í Orð og Þögnin.
Þegar Þorsteinn dregur upp lýsandi myndir, er það oft í tákn-
rænum tilgangi, t. a. m. í Landnámi:
Handan grasa
rísa hæðirnar nöktu;
þángað
á svig við sögu og iögmál
brýtur villtur maður veg
og litast um á klöppinni
efalaus ugglaus
sýkn allra saka:
Hér á ég heima.
1 þessu ljóði er huglægni: á svig við sögu og lögmál, villtur, efa-
laus ugglaus, sýkn allra saka, innan um hlutlægar myndir, og þess
vegna finnum við ádeiluna. Landnám hendir til íslands, einnig
handan grasa, það er ekki svo sjaldan talað um, að íslendingar húi
á mörkum hins byggilega heims.