Skírnir - 01.01.1973, Page 100
98
HELGA KRESS
SKÍRNIR
við tvíliSinn hlátur. LjóSiínur enda ekki reglulega á sömu tegund
bragliða, eins og í svipaðri byggingu hjá Olafi Jóhanni, en ákvarS-
ast fremur af skipan efnis og mynda. Þær enda þó allar á heilum
bragliS, þríliSum í fyrri hluta kvæSisins, tvíliSum í seinni hluta
þess, utan einu sinni, aS bragliSur skiptist milli lína, í endurtekn-
ingu í fylgd hef ég, í fylgd/hef ég, sem vekur óvissu og jafnvel
kvíSa.
I stefjunum Og var eldur í trjánum reynir ÞuríSur sömu aSferS
samþjöppunar og Matthías Johannessen í KorniS og sigSin, aS
magna einstök orS merkingu meS því aS sleppa skýrandi orSum,
en er ólíkt myndrænni:
BlóS
vængur
hvítfingraður andardráttur
og ber bátinn þinn
eins og barnshönd
út í óvissuna
Þetta ljóS verSur vart skiliS röklegum skilningi öSrum en þeim
hugsanatengslum, sem myndirnar vekja. Iivítfingraður andardrátt-
ur, óvissa skapa hughrif dauSa, blóð, vœngur, barnshönd aftur á
móti lífs, bátur ferSar.
Oftast eru myndhverfingar uppistaSa í ljóSum Þuríðar, eins og
t. a. m. í inngangsljóSi Svarts Ijóðs:
Við tjörnina
sem ljósið kyssir í svartnættinu
Þar strýk ég sefið
frá andlitinu
og minnist einhvers
Myndhverfingin er fólgin í því, aS sef, sem tilheyrir merkingar-
sviSi tjarnarinnar, er strokiS frá andliti. Hlutverk hennar er aS
gera samband manns, tjarnar og minningar nánara.
Ég horfi í vötn byggist á myndhverfingu, sem haldiS er bæSi
erindin í gegn:
Heit vötn
voru augu þín
og varnarlaus hjúpur minn
gullið hár haustsins